10 júl. 2024
KKÍ og Bónus hafa gert samstarfssamning sín á milli og verður Bónus einn af aðal samstarfsaðilum KKÍ. Úrvalsdeildir karla og kvenna munu nú bera nafn Bónus, Bónus deildin en einnig mun Bónus styðja við landsliðs- og afreksstarf KKÍ.
 
Markmið samstarfs KKÍ og Bónus er að gera sýnileika Bónus sem mestan í körfuknattleik á Íslandi og hvetja almenning að versla heilsusamlegar vörur. Sérstök áhersla verður á ávexti og grænmeti ásamt öðrum vörum í Bónus og þannig efla lýðheilsu landsmanna enn frekar og mun Bónus því koma með ferska sýn inn í starfsemi KKÍ og körfuboltans á Íslandi.
 
KKÍ þakkar Subway fyrir gott og öflugt samstarf á meðan úrvalsdeildirnar báru nafn Subway undanfarin ár.
 
Fyrsti leikur í Bónus deild kvenna á næsta keppnistímabli hefst 1. október og fyrsti leikur í Bónus deild karla 3. október
 
Á meðfylgjandi mynd frá vinstri eru þau; Baldur Ólafsson markaðsstjóri Bónus, Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir formaður KKÍ, Björgvin Víkingsson framkvæmdastjóri Bónus og Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ.