18 maí 2024

 

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum og einu kærumáli sem henni hafði borist til úrlausnar.

 

Kærumál 2/2023-2024

Kröfum kæranda er hafnað.

úrskurðu má lesa í heild sinni hér

Agamál 55/2023-2024

Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Stjörnunnar, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar gegn Aftureldingu, 9 flokki drengja, sem fram fór þann 6 maí 2024.

56-2023/2024

Með vísan til ákvæðis h. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hið kærða lið, Stjarnan, greiða sekt að fjárhæð 75 þúsund krónur vegna atvika í kjölfar leiks Stjörnunnar og Aftureldingar, 9. flokki drengja, sem fram fór þann 6. maí 2024.

58-2023/2024

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði leikmaður, Skarphéðinn Gunnlaugsson, sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í kjölfar leiks Stjörnunnar og Aftureldingar, 9. flokki drengja, sem fram fór þann 6. maí 2024.

59-2023/2024

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði leikmaður, Sigurður Hermann Tjörvason, sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í kjölfar leiks Stjörnunnar og Aftureldingar, 9. flokki drengja, sem fram fór þann 6. maí 2024.