25 feb. 2024Ísland mætir Tyrklandi í Sinan Erdan-höllinni í Istanbúl í dag kl. 13:00 að íslenskum tíma. Þetta er seinni leikurinn í febrúar glugganum í undankeppni EM, EuroBasket 2025. Uppselt er á leikinn og verða 15.200 manns í húsinu.

Leikurinn verður í beinni á RÚV.

Íslenska liðið verður þannig skipað í dag:

Nafn · Lið · Landsleikir
Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði · Stjarnan · 86
Elvar Már Friðriksson · PAOK, Grikklandi · 69
Hilmar Smári Henningsson · Eisbären Bremerhaven, Þýskalandi · 15
Hjálmar Stefánsson · Valur · 21
Jón Axel Guðmundsson · CB Lucentum Alicante · 31
Kristinn Pálsson · Valur · 32
Martin Hermannsson · Alba Berlin, Þýskaland · 74
Orri Gunnarsson · OCS Swans Gmunden, Austurríki · 6
Styrmir Snær Þrastarson · Belfius Mons-Hainaut, Belgíu · 15
Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn · Nýliði
Tryggvi Snær Hlinason · Bilbao Basket, Spánn · 64
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · Tindastóll · 28

Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Pavel Ermolinskij og Baldur Þór Ragnarsson
Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson - Atlas Endurhæfing
Læknir: Axel Þórisson
Liðsstjórn og starfsmenn:
Jón Bender, Kristinn Geir Pálsson og Sigrún Ragnarsdóttir