15 nóv. 2023Davíð Tómas Tómasson, FIBA dómari, verður í verkefni í kvöld en þá mætir Zorg en Zekerheid Leiden frá Hollandi liði BC Trepca frá Kosovó í riðlakeppni FIBA Europe Cup.

Leikið er á heimavelli Leiden í Hollandi en mótherjar Leiden léku í undankeppni keppninnar gegn Tindastól í upphafi leiktíðarinnar og var það lið sem fór áfram upp úr þeim undanriðli. 

Meðdómarar Davíðs koma frá Litháen og Grikklandi og eftirlitsmaður leiksins er frá Bretlandi.

KKÍ óskar Davíð Tómasi góðs gengis í þessu verkefni í kvöld en hægt verður að horfa á leikinn í opnu streymi á Youtube-síðu keppninnar:

www.fiba.basketball/europecup/23-24/game/1511/ZZ-Leiden-BC-Trepca