3 okt. 2023

Eins og áður hefur verið sagt frá er KKÍ að innleiða nýtt mótakerfi. Nýja mótakerfinu fylgir sá skemmtilegi valmöguleiki að hægt er að láta tengja leikjadagskrá síns liðs, eða liða, við dagatalið í símanum. Þetta er gert með því  að fara inn í viðkomandi deild og smella þar á "Sync to calendar" hnappinn.

Hér má til að mynda sjá lið Grindavíkur í Subway deild karla. Áhugasamir gætu smellt á appelsínugula hnappinn þarna við og þannig tengt leikjadagskrá Grindavíkur í Subway deild karla við dagatalið. Hægt er svo að endurtaka leikinn fyrir lið Grindavíkur í Subway deild kvenna, nú eða það lið sem hver og einn vill fylgja. Einnig þyrfti að endurtaka leikinn fyrir VÍS bikarkeppnina, þó bíða þurfi aðeins sem stendur þar sem leikjadagskrá VÍS bikarsins er ekki reiðubúin, en þess er þó ekki langt að bíða.

Vonandi verður hægt að kynna fleiri skemmtilegar nýjungar á næstunni.