31 mar. 2023

Valur fékk deildarmeistaratitil Subway deildar karla afhentan eftir leik gegn Tindastól á fimmtudagskvöld. Valur hafði þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn, en fengu verðlaunin afhent á heimavelli sínum.

Valur er því með heimavallarrétt í gegnum alla úrslitakeppnina. Til hamingju Valur.