29 júl. 2022U18 ára landslið stúlkna hélt af stað í gærmorgun til Sofiu í Búlgaríu þar sem EM 2022, FIBA European Championship, fer fram en stelpurnar leika í B-deild Evrópumótsins.

Ísland hefur leik í C-riðli og leikur gegn Noregi, Hollandi og Slóvakíu áður en leikið verður um sæti en keppni hefst á laugardaginn í öllum riðlum.

Hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði og beinum útsendingum frá mótinu í opnu streymi á heimasíðu keppninnar hér fyrir neðan:

Heimasíða keppninnar: fiba.basketball/europe/u18bwomen/2022

Landslið U18 stúlkna · EM 2022
Anna Lára Vignisdóttir · Keflavík
Emma Hrönn Hákonardóttir · Fjölnir
Emma Sóldís Hjördísardóttir · Fjölnir
Ingunn Erla Bjarnadóttir · Valur
K. Eva Wium Elíasdóttir · Þór Akureyri
Gígja Rut Gautadóttir · Þór Þorlákshöfn
Heiður Karlsdóttir · Fjölnir
Hekla Eik Nökkvadóttir · Grindavík
Hildur Björk Gunnsteinsdóttir · Þór Þorlákshöfn
Jana Falsdóttir · Haukar
Rannveig Guðmundsdóttir · Paterna, Spáni
Sara Líf Boama · Valur

Þjálfari: Sævaldur Bjarnason
Aðstoðarþjálfarar: Árni Þór Hilmarsson og Erna Rún Magnúsdóttir
Sjúkraþjálfari: Jóhanna Herdís Sævarsdóttir