7 júl. 2022U15 ára liðin héldu út á mánudaginn og tóku við í Kisakallio í Finnlandi eftir NM U16 og U18 liðanna. Þar eru U15 lið drengja og stúlkna hjá Íslandi og Finnlandi saman í æfingabúðum og leika þrjá leiki sín á milli hjá hverju liði en bæði lið hafa tvö níu manna lið. Inn á milli er æft og dagskrá fyrir liðin. 

Liðin leika í dag fimmtudag og á morgun en fyrstu leikir liðanna var á þriðjudaginn. 

Ferðin gengur vel og er frábært verkefni með vinum okkar í Finnlandi í frábærum aðstæðum. Liðin koma svo heim á laugardaginn kemur.