7 júl. 2022U20 kvenna landslið Íslands hélt af stað í morgun og er fyrsta liðið þetta sumarið á leið á EM, FIBA European Championship, en þar leikur Ísland í B-deild. 

Ísland hefur leik í D-riðli og leikur gegn Noregi, Slóvakíu og Slóveníu áður en leikið verður um sæti en keppni hefst á laugardaginn í riðlunum.

Hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði og beinum útsendingum frá mótinu í opnu streymi á heimasíðu keppninnar hér fyrir neðan:

Heimasíða keppninnar: fiba.basketball/europe/u20bwomen/2022

Landslið U20 kvenna:
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar
Thea Olafía Lucic Jónsdóttir · Grindavík
Vilborg Jónsdóttir · Njarðvík
Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar
Hulda Björk Ólafsdóttir · Grindavík
Helena Rafnsdóttir · Njarðvík
Lea Gunnarsdóttir · KR
Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir · Grindavík
Anna Lilja Ásgeirsdóttir· Njarðvík
Lára Ösp Ásgeirsdóttir · Njarðvík
Karen Lind Helgadóttir · Þór Akureyri

Þjálfari: Halldór Karl Þórsson
Aðstoðarþjálfarar: Berglind Gunnarsdóttir og Nebojsa Knezevic
Sjúkraþjálfarar: Anna Sóley Jensdóttir og Jóhanna Herdís Sævarsdóttir