16 maí 2022

Selfoss/Hamar urðu meistarar 2. deildar 9. flokks drengja í gær með sigri á Stjörnunni B í úrslitaleik í Dalhúsum. Leikurinn var  jafn framan af en Selfoss/Hamar tók völdin í seinni hálfleik og sigldu öruggum sigri heim, 80-62. Þjálfari drengjanna er Hlynur Héðinsson

Fjölnir Morthens var valinn maður leiksins, en hann skilaði 25 stigum, 12 fráköstum, 7 stoðsendingum og 9 stolnum boltum.

Til hamingju Selfoss/Hamar!