1 ágú. 2021

Undir 16 ára drengja og stúlknalið tapaði fyrir Eistlandi í dag í sínum fyrsta leik á Norðurlandamóti þessa árs í Kisakallio í Finnlandi.

Leikurinn hjá drengjunum fór 66-59, stigahæstu leikmenn Íslands voru Tómas Valur Þrastarsson með 19 stig og Kristján Fannar Ingólfsson með 15 stig.

leikurinn hjá stúlkunum fór 62-57, stighæstu leikmenn Íslands voru Emma Hrönn Hákonardóttir með 16 stig og Agnes Fjóla Georgsdóttir með 15 stig.