22 júl. 2021

U20 kvenna lék fyrsta leik sinn í gær af þrem í Svíþjóð þar sem heimastúlkur, Ísland og Finnland hittust og leika þrjá leiki innbyrðis sín á milli. 

Leikurinn í gær gegn Finnlandi var jafn framan af. Í lok þriðja leikhluta. Lokatölur 77:66 fyrir Finnland. Ísland lék vel á löngum köflum, lék frábæra vörn en með betri hittni úr opnum skotum hefði liðið haft fullt erindi í að vinna leikinn. Ásta Júlía Grímsdóttir var með 21 stig og Anna Ingunn Svansdóttir var með 18 stig, en báðar tóku þær sex fráköst hvor. 

Í dag mættu íslensku stelpurnar liði Svía í fyrr leik sínum gegn þeim, en liðið mætast aftur á morgun. Stelpurnar tóku forystuna snemma leiks og léku vel á báðum endum vallarins. Sannfærandi 55:45 sigur niðurstaðan í dag og gefur þeim gott veganesti í leikinn á morgun.