26 jún. 2021Þór Þorlákshöfn er Íslandsmeistari í Domino's deild karla 2021 eftir sigur í kvöld á liði Keflavíkur. Þór Þ. vann því lokaúrslitin 3:1 og lyfti bikarnum á heimavelli sínum, Icelandic Glacial-höllinni, og það í fyrsta sinn í sögu félagsins!

Adomas Drungilas var í leikslok valinn Mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar (MVP) og Jóhanna M. Hjartardóttir, formaður KKD Þórs Þ., tók við ávísun frá Magnúsi Hafliðasyni, forstjóra Domino's á Íslandi, fyrir verðlaunaafhendingu, verðlaunafé upp á eina milljón krónur.


KKÍ óskar Þór Þorlákshöfn til lukku með titilinn!

Myndir frá kvöldinu má sjá hérna og svo á Facebook-KKÍ og Instagram KKÍ.