16 jún. 2021

EuroBasket kvenna 2021 hefst á morgun, sjálfan 17. júní. Mótið fer fram í Strasbourg í Frakklandi og í Valencia á Spáni að þessu sinn.Þar leika til að mynda Slóvenía og Grikkland sem léku með Íslandi í riðli í undankeppninni.

Svíþjóð er eina norðulandaþjóðin sem á fullrúa í keppninni að þessu sinni en alls eru það 16 lið sem taka þátt og leika í fjórum fjögurra liða riðlum.

Hægt verður að fylgjast með öllu varðandi keppnina á heimasíðu mótsins: http://www.fiba.basketball/womenseurobasket/2021 og undir #EuroBasketWomen á samfélagsmiðlum.

#korfubolti