15 jún. 2021

Framundan eru úrslit Domino's deildar karla, hvar Keflavík og Þór Þ. mætast í baráttu um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta.

Leikdagar eru sem hér segir:

Miðvikudagur 16. júní - Keflavík-Þór Þ.
Laugardagur 19. júní - Þór Þ.-Keflavík
Þriðjudagur 22. júní - Keflavík-Þór Þ.
Föstudagur 25. júní - Þór Þ.-Keflavík (ef þarf)
Sunnudagur 27. júní - Keflavík-Þór Þ. (ef þarf)

Allir leikir úrslitanna verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.