15 sep. 2020Næstkomandi sunnudag þann 20. september fer fram hinn árlegi leikur meistara meistaranna hjá konunum.

Leikið verður í Borgarnesi á heimavelli bikarmeistara Skallagríms. Leikið er til skiptis á heimavelli Íslandsmeistara karla og kvenna, en árið 2019 fóru leikirnir fram í Valshöllinni á heimavelli Íslandsmeistara Vals. Í ár verða leikirnir stakir hjá konum og körlum og verður leikur karla sunnudaginn 27. september í Ásgarði milli Stjörnunnar og Grindavíkur.

Leikur kvenna í ár er leikur bikarmeistara gegn deildarmeisturum, en ekkert lið var krýnt íslandsmeistari í fyrra þar sem mótið var flautað af eins og allir vita og voru þá Valsstúlkur krýndar deildarmeistarar. Því mætast Skallagrímur og Valur á sunnudaginn kemur.

Meistarakeppni kvenna: 19:15 · Skallagrímur - Valur

Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.