13 feb. 2020

Skallagrímur leiddi allan leikinn og lét forystuna aldrei af hendi. Náðu þær mest 17 stiga forystu. Haukar reyndu eins og þær gátu að minnka muninn og fengu tækifæri í þriðja leikhluta að jafna leikinn en þriggja stiga skot þeirra geigaði.

Í fjórða leikhluta sigldu Borgnesingar sigrinum í höfn en þær voru sterkari aðilinn í leiknum.

Stigahæst hjá Skallagrím var Keira Robinson 44 stig og hjá Haukum var Þóra Kristín Jónsdóttir stigahæst með 19 stig.

Það verða KR og Skallagrímur sem spila til úrslita á laugardag kl. 16:30 í úrslitum Geysisbikars kvenna.

Tölfræði leiksins