/aga_urskurdarnefnd.jpg)
15 nóv. 2017
Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir þrjú mál í vikunni.
Úrskurður
nr. 19/2017-2018
Hið kærða félag, Gnúpverjar, sætir áminningu og
greiði sekt til KKÍ að fjárhæð kr. 20.000.
Hið kærða félag er gert skylt að gera viðeigandi ráðstafanir til
að tryggja betur öryggi aðila sem koma að framkvæmd leikja.
Hægt er að lesa nánar um úrskurðinn hér.
Úrskurður
nr. 23/2017-2018
Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr.
13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Ingi Þór
Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sæta eins leiks banni vegna háttsemi í leik
Skallagríms og Snæfells í 1. deild karla meistaraflokki sem leikinn var þann 9.
nóvember 2017.
Úrskurður
nr. 24/2017-2018
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr.
13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Ísak Örn
Baldursson, leikmaður Snæfells, sæta áminningui vegna háttsemi í leik Snæfells
og Stjörnunnar B í Íslandsmóti 10. flokki sem leikinn var þann 12. nóvember
2017.