6 okt. 2016
Aga- og úrskurðarnefnd hefur haft eitt mál til umfjöllunar í kærumáli milli ÍR og Hauka vegna félagaskiptaágreinings og er eftirfarandi niðurstaða málsins.
Úrskurðarorð
Fallist er á kröfu kærenda um að aga- og úrskurðarnefnd heimili félagaskipti Kristins Marinóssonar úr Haukum yfir í ÍR þrátt fyrir höfnun kærða um að undirrita félagaskiptatilkynningu til KKÍ. Kröfu kærða um kr. 300.000 félagaskiptagreiðslu úr hendi kærenda er hafnað.
Dóminn í heild sinni má lesa hérna í .pdf skjali.