
9 sep. 2016
Í kvöld mun A landslið kvenna spila æfingaleik við Írland en leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir EM-leikina sem fara fram í nóvember. Liðið sem spilar í kvöld er mjög breytt frá seinustu leikjum liðsins þar sem Helena Sverrisdóttir og Margrét Kara Sturludóttir eru óléttar ásamt því að Bryndís Guðmundsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir eru ekki með að þessu sinni.
Allt eru þetta reynslumiklar landsliðskonur. Þetta gefur þó tækifæri fyrir aðra leikmenn til að stíga upp og eru tveir nýliðar í hópnum, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir og Sylvía Hálfdanardóttir en þær eru báðar 18 ára gamlar og stóðu sig vel með 18 ára landsliðinu í sumar.
Leikurinn er klukkan 18:00 að íslenskum tíma og vonir standa til að Írarnir sýni leikinn beint frá leiknum á netinu og munum við birta upplýsingar um það á facebook-síðu KKÍ skömmu fyrir leik.
Liðið er skipað eftirfarandi leikmönnum:
Auður Íris Ólafsdóttir – Skallagrímur
· Bakvörður f. 1992 · 174 cm · 9 landsleikir
Berglind Gunnarsdóttir – Snæfell – Bakvörður f. 1993 · 176 cm · 4 landsleikir
Bergþóra Tómasdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1994 · 180 cm · 1 landsleikur
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir – Breiðablik · Miðherji · f. 1998 · 184 cm · Nýliði
Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 cm · 23
landsleikir
Ingibjörg Jakobsdóttir – Grindavík · Bakvörður · f. 1990 · 178 cm · 12
landsleikir
Ingunn Embla Kristínardóttir – Keflavík · Bakvörður · f. 1995 · 169 cm · 5
landsleikir
Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Skallagrímur · Framherji · f. 1989 · 178 cm · 8
landsleikir
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan · Miðherji · f. 1990 · 186 cm · 33
landsleikir
Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 cm · 7
landsleikir
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Skallagrímur · Framherji f. 1988 · 181 cm · 40
landsleikir
Sylvía Rún Hálfdanardóttir – Haukar · Framherji f. 1998 · 182 cm · Nýliði
Þjálfari: Ívar Ásgrímsson
Aðstoðarþjálfari: Bjarni Magnússon
Sjúkraþjálfari: Gunnlaugur Jónasson
Styrktarþjálfari: Arnar Sigurjónsson
Fararstjóri: Bryndís Gunnlaugsdóttir