3 mar. 2007Í dag mætast KFÍ og Þór Akureyri í 1. deild karla. Leikurinn fer fram á Ísafirði og hefst klukkan 14:00. KFÍ hefur ákveðið að allur ágóði af leiknum renni til styrktar Sólstöfum, sem að eru systursamtök Stígamóta. KFÍ hafa endurbætt heimasíðu sína. Hægt er að skoða hana [v+]http://kfi.is/[v-]hér[slod-]. Þór Akureyri hafa þegar tryggt sér sigur í deildinni en þeir eru taplausir í vetur. KFÍ er hins vegar í mikilli baráttu um að ná 5. sætinu í 1. deild sem að tryggir þátttöku í úrslitakeppni 1. deildar. Einn leikur var í 1. deild karla í gær þegar Þór Akureyri sigraði FSu 103-68 á Selfossi. [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002489.htm[v-]Staðan í deildinni[slod-].