24 maí 2004Í upphafi þessa árs sótti undirritaður fund formanna og framkvæmdastjóra Norðurlandaþjóðanna ásamt Pétri Hrafni Sigurðssyni. Í skýrslu til stjórnar KKÍ um ferðina lýstum við því þegar fulltrúar Íslands voru teknir á eintal í rútuferð hópsins (á leið á kappleik í Sænsku deildinni) þar sem spurningin var einföld: "Hvað er það sem þið eruð að gera í uppbyggingarmálum á Íslandi umfram okkur?" Tilefni þeirra umræðna var vissulega val Jóns Arnórs Stefánssonar í NBA-lið Dallas Mavericks - annars Íslendingsins, og einungis fjórða Norðurlandabúans sem hlotnast sá heiður að vera valinn í þá kröfuhörðu deild. Satt að segja reyndum við að svara spurningu félaga okkar af hógværð. Nefndum heppni með tiltekna árganga, og í þessu afmarkaða tilviki sérlega vel samsettan einstakling á líkama og sál. Þessi svör voru menn engan veginn sáttir við. "Þið sleppið ekki svona auðveldlega. Þið mætið hér á Norðurlandamót félagsliða og landsliða ár eftir ár og veitið Norðurlandaþjóðunum öllum verðugri keppni en á að vera unnt með svona smáríki. Við viljum skýrari svör!" Þetta var í janúar 2004. Skýrari svör fengu hinir norrænu kollegar okkar ekki. En síðan þá hefur ýmislegt gerst. Njarðvíkingar urðu Norðurlandameistarar í óformlegu móti félagsliða (Scania Cup) í apríl og nú einum og hálfum mánuði síðar sigrar litla Ísland í þremur af fjórum aldursflokkum yngri landsliða á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð. Já, þremur af fjórum - hvorki meira né minna. Eitthvað hljótum við því að vera að gera rétt. Undirritaður hefur stundum þurft að svara fyrir gagnrýni á hendur KKÍ vegna t.d. árangurs landsliða sambandsins, og bent á það að ekki sé hægt að skella allri sök á slæmum árangri á yfirstjórn hreyfingarinnar heldur sé hér um að ræða sameiginlega afurð okkar allra. Með sama hætti þá ætla ég alls ekki að berja neinar sérstakar KKÍ bumbur í tilefni af árangri landsliðanna okkar. Eflaust - og vonandi - eigum við hjá KKÍ þó einhvern þátt í þessum árangri, en fyrst og síðast er þetta sameiginlegt fjöldaátak innan okkar hreyfingar. Leikmennirnir sjálfir eru vitaskuld lykillinn að árangrinum, en að baki þeim standa þjálfarar, stjórnarmenn, foreldrar og aðrir sem allir hafa sitt hlutverk, og geta sameiginlega eignað sér hlutdeild í þessum glæsta árangri. Öllum þeim aðilum vil ég óska til hamingju. Árið 2001 setti KKÍ sér afreksstefnu allra landsliða til sex ára, sem var endurskoðuð í fyrra. Samkvæmt markmiðasetningu Norðurlandamóta var stefnt að því að ná 1.- 2. sæti í yngri landsliðum karla, en almennt fyrst og fremst að tryggja þátttöku í yngri landsliðum kvenna með 2.- 3. sæti að leiðarljósi sem langtímamarkmið. Okkar ágætu leikmenn hafa nú gefið þessari stefnumótun langt nef og ekki bara náð markmiðunum á undan áætlun, heldur jafnframt náð betri árangri en markmið gerðu ráð fyrir. Á þessu ári fékk KKÍ myndarlega úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ, myndarlegri en nokkru sinni fyrr í sögu KKÍ. Skilaboð yngri liða okkar eru þakklæti fyrir það traust sem þeim var sýnt og nokkur sönnun á því að það traust var verðskuldað. Ég hef þegar fengið viðbrögð frá kollegum mínum á Norðurlöndunum, og ekki munum við sleppa jafn auðveldlega við að gefa svör á okkar næsta fundi. Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ.
Glæsilegur árangur
24 maí 2004Í upphafi þessa árs sótti undirritaður fund formanna og framkvæmdastjóra Norðurlandaþjóðanna ásamt Pétri Hrafni Sigurðssyni. Í skýrslu til stjórnar KKÍ um ferðina lýstum við því þegar fulltrúar Íslands voru teknir á eintal í rútuferð hópsins (á leið á kappleik í Sænsku deildinni) þar sem spurningin var einföld: "Hvað er það sem þið eruð að gera í uppbyggingarmálum á Íslandi umfram okkur?" Tilefni þeirra umræðna var vissulega val Jóns Arnórs Stefánssonar í NBA-lið Dallas Mavericks - annars Íslendingsins, og einungis fjórða Norðurlandabúans sem hlotnast sá heiður að vera valinn í þá kröfuhörðu deild. Satt að segja reyndum við að svara spurningu félaga okkar af hógværð. Nefndum heppni með tiltekna árganga, og í þessu afmarkaða tilviki sérlega vel samsettan einstakling á líkama og sál. Þessi svör voru menn engan veginn sáttir við. "Þið sleppið ekki svona auðveldlega. Þið mætið hér á Norðurlandamót félagsliða og landsliða ár eftir ár og veitið Norðurlandaþjóðunum öllum verðugri keppni en á að vera unnt með svona smáríki. Við viljum skýrari svör!" Þetta var í janúar 2004. Skýrari svör fengu hinir norrænu kollegar okkar ekki. En síðan þá hefur ýmislegt gerst. Njarðvíkingar urðu Norðurlandameistarar í óformlegu móti félagsliða (Scania Cup) í apríl og nú einum og hálfum mánuði síðar sigrar litla Ísland í þremur af fjórum aldursflokkum yngri landsliða á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð. Já, þremur af fjórum - hvorki meira né minna. Eitthvað hljótum við því að vera að gera rétt. Undirritaður hefur stundum þurft að svara fyrir gagnrýni á hendur KKÍ vegna t.d. árangurs landsliða sambandsins, og bent á það að ekki sé hægt að skella allri sök á slæmum árangri á yfirstjórn hreyfingarinnar heldur sé hér um að ræða sameiginlega afurð okkar allra. Með sama hætti þá ætla ég alls ekki að berja neinar sérstakar KKÍ bumbur í tilefni af árangri landsliðanna okkar. Eflaust - og vonandi - eigum við hjá KKÍ þó einhvern þátt í þessum árangri, en fyrst og síðast er þetta sameiginlegt fjöldaátak innan okkar hreyfingar. Leikmennirnir sjálfir eru vitaskuld lykillinn að árangrinum, en að baki þeim standa þjálfarar, stjórnarmenn, foreldrar og aðrir sem allir hafa sitt hlutverk, og geta sameiginlega eignað sér hlutdeild í þessum glæsta árangri. Öllum þeim aðilum vil ég óska til hamingju. Árið 2001 setti KKÍ sér afreksstefnu allra landsliða til sex ára, sem var endurskoðuð í fyrra. Samkvæmt markmiðasetningu Norðurlandamóta var stefnt að því að ná 1.- 2. sæti í yngri landsliðum karla, en almennt fyrst og fremst að tryggja þátttöku í yngri landsliðum kvenna með 2.- 3. sæti að leiðarljósi sem langtímamarkmið. Okkar ágætu leikmenn hafa nú gefið þessari stefnumótun langt nef og ekki bara náð markmiðunum á undan áætlun, heldur jafnframt náð betri árangri en markmið gerðu ráð fyrir. Á þessu ári fékk KKÍ myndarlega úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ, myndarlegri en nokkru sinni fyrr í sögu KKÍ. Skilaboð yngri liða okkar eru þakklæti fyrir það traust sem þeim var sýnt og nokkur sönnun á því að það traust var verðskuldað. Ég hef þegar fengið viðbrögð frá kollegum mínum á Norðurlöndunum, og ekki munum við sleppa jafn auðveldlega við að gefa svör á okkar næsta fundi. Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ.