19 jan. 2004Giorgos Vassilakopoulos forseti FIBA Eurpoe og Sepp Blatter forseti FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, hittust fyrir helgi til að ræða sameiginleg hagsmunamál hreyfinganna. Meðal þess sem rætt var um á fundinum var endurskoðun íþróttakafla ESB sáttmálans og sameiginlegrar yfirlýsingar ráðherra ESB um íþróttir. Einnig var ræddu um sameiginleg vandamál sem hreyfingarnar tvær standa frammi fyrir og hvernig standi beri að því að finna lausnir á þeim vandamálum. Niðurstöður fundarins voru þær að báðar hreyfingarnar ákváðu að vinna að því að verja grundvallar markmið og hugsjónir íþróttastarfsins í gegnum fulltrúa sína í Alþjóða Ólympíuhreyfingunni. Sem kunnugt er hafa stór körfuboltafélög í Evrópu stofnað með sér samtök sem standa fyrir keppni félagsliða í óþökk FIBA Eurpoe. Á þetta er litið mjög alvarlegum augum innan FIBA, sem og annarra íþróttasamtaka, sem óttast að félög innan þeirra vébanda muni einnig taka af skarið og gera slíkt hið sama. T.d. að stóru félögin í Evrópu sem nú taka þátt í meistaradeildinni í knattspyrnu, muni kljúfa sig út og stofna sína eigin Evrópudeild. Ástæðan fyrir þessu er fjárhagslegs eðlis, stóru félögin sem í gegnum tíðina hafa viljað æ stærri hluta af kökunni vilja nú alla kökuna.
Forsetar FIBA Europe og FIFA hittust
19 jan. 2004Giorgos Vassilakopoulos forseti FIBA Eurpoe og Sepp Blatter forseti FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, hittust fyrir helgi til að ræða sameiginleg hagsmunamál hreyfinganna. Meðal þess sem rætt var um á fundinum var endurskoðun íþróttakafla ESB sáttmálans og sameiginlegrar yfirlýsingar ráðherra ESB um íþróttir. Einnig var ræddu um sameiginleg vandamál sem hreyfingarnar tvær standa frammi fyrir og hvernig standi beri að því að finna lausnir á þeim vandamálum. Niðurstöður fundarins voru þær að báðar hreyfingarnar ákváðu að vinna að því að verja grundvallar markmið og hugsjónir íþróttastarfsins í gegnum fulltrúa sína í Alþjóða Ólympíuhreyfingunni. Sem kunnugt er hafa stór körfuboltafélög í Evrópu stofnað með sér samtök sem standa fyrir keppni félagsliða í óþökk FIBA Eurpoe. Á þetta er litið mjög alvarlegum augum innan FIBA, sem og annarra íþróttasamtaka, sem óttast að félög innan þeirra vébanda muni einnig taka af skarið og gera slíkt hið sama. T.d. að stóru félögin í Evrópu sem nú taka þátt í meistaradeildinni í knattspyrnu, muni kljúfa sig út og stofna sína eigin Evrópudeild. Ástæðan fyrir þessu er fjárhagslegs eðlis, stóru félögin sem í gegnum tíðina hafa viljað æ stærri hluta af kökunni vilja nú alla kökuna.