4 des. 2003Hið glæsilega rit "Körfuboltinn 2003-2004" er nú komið á alla leikstaði í Intersport-deildinni og 1. deild karla og kvenna. Blaðið er frítt fyrir áhorfendur og aðra sem vilja vita meira um íslenska körfuboltann. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Jón Arnór Stefánsson hjá Dallas Mavericks, sem segir: "Klappstýrurnar eiga ekki séns í íslenska kvenfólkið". Auk þess er viðtal við Donie Nelson yfirmann körfuboltamála hjá Dallas, en hann segir: "Jón Arnór á eftir að gera Íslendinga mjög stolta". Margt fleira spennandi efni er í blaðinu sem er 80 bls. Þar á meðal er viðtal við Öldu Leif Jónsdóttur, eina bestu körfuboltakonu landsins, sem segir: "Á ansi mörg ár eftir í körfunni ef ég ætla að slá mömmu út." Besta leiðin til að nálgast blaðið er að mæta á körfuboltaleiki, en auk þess liggur blaðið frammi í verslunum Nóatúns og Intersport.
";Körfuboltinn 2003-2004,quot; kominn á leikstaði
4 des. 2003Hið glæsilega rit "Körfuboltinn 2003-2004" er nú komið á alla leikstaði í Intersport-deildinni og 1. deild karla og kvenna. Blaðið er frítt fyrir áhorfendur og aðra sem vilja vita meira um íslenska körfuboltann. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Jón Arnór Stefánsson hjá Dallas Mavericks, sem segir: "Klappstýrurnar eiga ekki séns í íslenska kvenfólkið". Auk þess er viðtal við Donie Nelson yfirmann körfuboltamála hjá Dallas, en hann segir: "Jón Arnór á eftir að gera Íslendinga mjög stolta". Margt fleira spennandi efni er í blaðinu sem er 80 bls. Þar á meðal er viðtal við Öldu Leif Jónsdóttur, eina bestu körfuboltakonu landsins, sem segir: "Á ansi mörg ár eftir í körfunni ef ég ætla að slá mömmu út." Besta leiðin til að nálgast blaðið er að mæta á körfuboltaleiki, en auk þess liggur blaðið frammi í verslunum Nóatúns og Intersport.