27 feb. 2001Í afmælishófi KKÍ s.l. laugardag voru tveir einstaklingar sæmdir heiðurskrossi sambandsins, en það eru aðilar sem vart þarf að kynna fyrir hreyfingunni. Annarsvegar er þar um að ræða Einar Ólafsson og hinsvegar Einar Bollason. Aðeins einum aðila hafði fram að þessu hlotnast sá heiður í fjögurra áratuga sögu sambandsins, en það var Bogi Þorsteinsson fyrsti formaður KKÍ, sem gegndi formennsku fyrstu 9 ár sambandsins. Bogi lést fyrir rúmum tveimur árum síðan. Einar Ólafsson hefur verið tengdur körfuknattleik nánast óslitið í meira en hálfa öld. Hann var fyrst leikmaður, en síðar þjálfari allra flokka karla og kvenna, þ.m.t. þjálfari bæði A-landsliðs karla og kvenna. Einar var þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍR á árunum 1964-1976 þegar veldi þess reis sem hæst. Framlag Einars til útbreiðslu íslensks körfuknattleiks er ómetanlegt, og hafa margir góðir körfuknattleiksmenn fengið kennslu hjá Einari, og jafnvel stigið sín fyrstu skref undir hans handleiðslu. Einar hefur ávallt fundið sér stað í grasrótinni þar sem þekking hans og kraftar nýttust best. Hann hefur aldrei sóst eftir vegtyllum sér til handa, en aðdáunarverð er sú tryggð sem hann hefur haldið við félagið sitt, ÍR. Einar Bollason hóf körfuknattleiksferil sinn hjá ÍR, en skipti fljótlega yfir í KR eftir að stofnuð var körfuknattleiksdeild þar. Hann er einn þekktasti leikmaður KR fyrr og síðar, og setti mark sitt á þróun körfuknattleiksins með sínum frægu sveifluskotum. Einar lék samtals 35 landsleiki fyrir Íslands hönd á árunum 1964-1978, og miðað við fjölda landsleikja á þeim tíma myndi slíkt án efa samsvara 150-170 landsleikjum í dag. Þjálfaraferill Einars var einkar glæsilegur. Auk þess að þjálfa félagslið KR, Þórs Akureyri, Hauka og ÍR var hann landsliðsþjálfari meira og minna frá 1974-1987. Alls lék landsliðið 133 leiki undir hans stjórn. Einar hefur verið mjög virkur í stjórnunarstörfum innan KKÍ, og hefur setið sem slíkur lengst allra í stjórn sambandsins, eða 17 tímabil af þeim 40 sem liðin eru af sögu sambandsins. Hefur þetta verið með hléum frá 1969-1996, og var hann þar af formaður KKÍ tvö keppnistímabil 1974-1976. Stjórn KKÍ óskar þeim félögum til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.
Tveir aðilar sæmdir heiðurskrossi KKÍ
27 feb. 2001Í afmælishófi KKÍ s.l. laugardag voru tveir einstaklingar sæmdir heiðurskrossi sambandsins, en það eru aðilar sem vart þarf að kynna fyrir hreyfingunni. Annarsvegar er þar um að ræða Einar Ólafsson og hinsvegar Einar Bollason. Aðeins einum aðila hafði fram að þessu hlotnast sá heiður í fjögurra áratuga sögu sambandsins, en það var Bogi Þorsteinsson fyrsti formaður KKÍ, sem gegndi formennsku fyrstu 9 ár sambandsins. Bogi lést fyrir rúmum tveimur árum síðan. Einar Ólafsson hefur verið tengdur körfuknattleik nánast óslitið í meira en hálfa öld. Hann var fyrst leikmaður, en síðar þjálfari allra flokka karla og kvenna, þ.m.t. þjálfari bæði A-landsliðs karla og kvenna. Einar var þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍR á árunum 1964-1976 þegar veldi þess reis sem hæst. Framlag Einars til útbreiðslu íslensks körfuknattleiks er ómetanlegt, og hafa margir góðir körfuknattleiksmenn fengið kennslu hjá Einari, og jafnvel stigið sín fyrstu skref undir hans handleiðslu. Einar hefur ávallt fundið sér stað í grasrótinni þar sem þekking hans og kraftar nýttust best. Hann hefur aldrei sóst eftir vegtyllum sér til handa, en aðdáunarverð er sú tryggð sem hann hefur haldið við félagið sitt, ÍR. Einar Bollason hóf körfuknattleiksferil sinn hjá ÍR, en skipti fljótlega yfir í KR eftir að stofnuð var körfuknattleiksdeild þar. Hann er einn þekktasti leikmaður KR fyrr og síðar, og setti mark sitt á þróun körfuknattleiksins með sínum frægu sveifluskotum. Einar lék samtals 35 landsleiki fyrir Íslands hönd á árunum 1964-1978, og miðað við fjölda landsleikja á þeim tíma myndi slíkt án efa samsvara 150-170 landsleikjum í dag. Þjálfaraferill Einars var einkar glæsilegur. Auk þess að þjálfa félagslið KR, Þórs Akureyri, Hauka og ÍR var hann landsliðsþjálfari meira og minna frá 1974-1987. Alls lék landsliðið 133 leiki undir hans stjórn. Einar hefur verið mjög virkur í stjórnunarstörfum innan KKÍ, og hefur setið sem slíkur lengst allra í stjórn sambandsins, eða 17 tímabil af þeim 40 sem liðin eru af sögu sambandsins. Hefur þetta verið með hléum frá 1969-1996, og var hann þar af formaður KKÍ tvö keppnistímabil 1974-1976. Stjórn KKÍ óskar þeim félögum til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.