17 apr. 2000Úrslitakeppni yngri flokkanna fór fram í Seljaskóla um helgina. Keflavík og Fjölnir unnu sigur í tveimur flokkum. Í unglingaflokki kvenna vann Keflavík 64-43 sigur á KR í úrslitaleik og í stúlknaflokki vann Keflavík 52-43 sigur á Snæfelli í úrslitaleik. Í 11. flokki drengja varð Fjölnir Íslandsmeistari eftir 82-71 sigur á Grindavík. Grindavík vann hins vegar sigur í 10. flokki eftir sigur á Stjörnunni, 78-59. Í 9. flokki karla varð Fjölnir Íslandsmeistari. Liðið sigraði Njarðvík, 58-49, í úrslitaleiknum. Hægt er að sjá nánari upplýsingar og tölfræði úrslitaleikjanna á úrslitasíðu.
Fjölnir og Keflavík unnu tvo titla hvort
17 apr. 2000Úrslitakeppni yngri flokkanna fór fram í Seljaskóla um helgina. Keflavík og Fjölnir unnu sigur í tveimur flokkum. Í unglingaflokki kvenna vann Keflavík 64-43 sigur á KR í úrslitaleik og í stúlknaflokki vann Keflavík 52-43 sigur á Snæfelli í úrslitaleik. Í 11. flokki drengja varð Fjölnir Íslandsmeistari eftir 82-71 sigur á Grindavík. Grindavík vann hins vegar sigur í 10. flokki eftir sigur á Stjörnunni, 78-59. Í 9. flokki karla varð Fjölnir Íslandsmeistari. Liðið sigraði Njarðvík, 58-49, í úrslitaleiknum. Hægt er að sjá nánari upplýsingar og tölfræði úrslitaleikjanna á úrslitasíðu.