Dómaranámskeið

Breyting hefur verið gerð á dómaramenntun KKÍ og taka þær gildi haustið 2018.
Náminu hefur verið skipt niður í þrjá hluta:


Námskeið 1 - Grunnnámskeið er ætlað 10. bekk og eldri.
Þátttakendum er ætlað að öðlast grunnþekkingar á leikreglum og dómaratækni. Námskeið 1 veitir þátttakenda réttindi til að dæma á fjölliðamótum hjá börnum á grunnskólaaldri.
Námskeiðið fer þannig fram að dómarar koma í heimsókn til félaga og er fínt að nýta t.d. 10. flokks æfingtíma undir námskeiðið. Námskeiðið fer fyrst fram í fyrirlestrarsal og er síðan fært inn í íþróttasal. Lengd námskeiðsins er 3 klst.

Námskeið 2 - Námskeið og fyrir alla þá sem eru 16 ára eða eldri.
Námskeiðið fer fram á netinu og verður fyrirkomulagið auglýst betur hverju sinni.
Námskeið 2 veitir þátttakanda réttindi til þess að dæma hjá öllum yngri flokkum, unglingaflokkum og í neðrideildum í meistaraflokkum að 1. deild undanskilinni.

Námskeið 3 - Loka námskeið
Veitir þér réttindi til þess að dæma á öllum stigum á vegum KKÍ. Þátttakandi þarf að hafa lokið námskeiðum 1 og 2, hafa dæmt x leiki, setið haustfund dómara og farið í þrekpróf að því loknu kemur þátttakandi til álita til að dæma í tveimur efstu deildum karla og kvenna.

Við byrjum á að keyra námskeið 1 og óskum við eftir því að félög sendi inn tillögur að dagsetningum til að fá námskeið 1 til sín. Félög á höfuðborgarsvæðinu og í klukkutíma akstursfjarðlæg frá höfuðborgarsvæðinu eru beðin um að reyna að halda námskeiðið á mánudögum eða þriðjudögum. Þau félög á landsbyggðinni sem eru með lið í 1. deild og úrvaldsdeild eru beðin um að hafa tímasetningar í kringum heimaleiki.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira