Fréttir

Nýjustu fréttir

52. Körfuknattleiksþing KKÍ haldið á morgun, laugardaginn 22. apríl

21 apr. 2017Laugardaginn 22. apríl fer fram Körfuknattleiksþing en það er haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í fundarsölum á 3. hæð. Meira

Úrslit: Grindavík-KR í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport

21 apr. 2017Í kvöld fer fram annar leikur lokaúrslita Domino's deildar karla þegar Grindavík og KR mætast í Mustad höllinni í Grindavík. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Staðan í einvíginu eftir fyrsta leikinn er 1-0 fyrir KR. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampar Íslandsmeistaratitlinum 2017.​Meira

Keflavík-Snæfell · Leikur 2 í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld!

20 apr. 2017Í kvöld er komið að öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Domino's deildar kvenna. Keflavík vann fyrsta leik liðana og leiðir einvígið 1-0. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari 2017​!Meira

U20 ára landslið karla og kvenna

19 apr. 2017Landsliðsþjálfarar U20 liðanna hafa valið þá leikmenn sem koma saman til áframhaldandi æfinga.Meira

Úrslit Domino's deilda karla og kvenna hefjast í kvöld!

18 apr. 2017Í kvöld er komið að stóru stundinni þegar úrslitaeinvígi í Domino's deildum karla og kvenna hefjast! Í Domino's deild karla mætast KR og Grindavík kl. 18:15 í DHL-höllinni í Vesturbænum í fyrsta leik liðanna. Í Domino's deild kvenna mætast Snæfell og Keflavík kl. 20:00 í Stykkishólmi í sínum fyrsta leik. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.Meira

Frestað í Stykkishólmi í dag - leikið á morgun

17 apr. 2017Fresta þarf leik Snæfells og Keflavíkur í úrslitum Domino´s deildar kvenna í kvöld vegna veðurs. Leikurinn mun fara fram á morgun þriðjudaginn 18. apríl. Meira

Leikdagar í lokaúrslitum Domino's deildanna

15 apr. 2017Fyrstu leikirnir í lokaúrslitum Domino's deilda kvenna og karla hefjast 17. og 18. apríl, sem eru mánudagur annar dagur páska og þriðjudagur. Deildarmeistarar Snæfells og KR eiga fyrst heimaleiki í einvígunum og svo verður leikið til skiptist á heimavelli liðanna þar til þrír sigrar nást og íslandsmeistarabikararnir fara á loft.Meira

Keflavík-Skallagrímur · Oddaleikur um sæti í lokaúrslitunum

13 apr. 2017Í kvöld fer fram hreinn úrslitaleikur milli Keflavíkur og Skallagríms sem mætast í oddaleik um sæti í lokaúrslitum Domino's deildar kvenna í ár. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer hann fram í TM höllinni að Sunnubraut. Stöð 2 Sport verður í Keflavík og sýnir beint frá leiknum.Meira

Valur í Domino's deild karla að ári

12 apr. 2017Valur tryggði sér sigur í úrslitakeppni 1. deildar karla eftir oddaleik gegn Hamri og þar með sæti í Domino's deildinni að ári. Liðin mættust í hreinum úrslitaleik í lokaúrslitunum í kvöld sem fram fór í Valshöllinni. Leikurinn endaði 109:33 fyrir Val. Meira

Körfuknattleiksþing 2017 · Þinggögnin aðgengileg

12 apr. 2017Ársskýrsla KKÍ 2015-2017 ásamt þingtillögum fyrir Körfuknattleiksþingið 2017 er nú hægt að nálgast hérna á kki.is.Meira

Oddaleikur! Valur-Hamar kl. 18:00 í kvöld · Sýndur beint á RÚV2

12 apr. 2017Í kvöld verður leikinn hreinn úrslitaleikur um laust sæti í Domino's deild karla að ári! Valur og Hamar mætast í fimmta leik sínum í lokaúrslitum 1. deildar karla í Valshöllinni og hefst leikurinn kl. 18:00. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV2.Meira

Keflavík-KR í kvöld! Undanúrslit Domino's deildar karla

11 apr. 2017Keflavík og KR mætast í kvöld í undanúrslitum Domino's deildar karla. Leikið er í kvöld á heimavelli Kelfavíkur, í TM höllinni Sunnubraut, og hefst hann kl. 19:15. Bein útsending verður á Stöð 2 Sport. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir KR, en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í lokaúrslitin og mætir þar Grindavík.Meira

KR-b Íslandsmeistari B-liða 2017

10 apr. 2017Á laugardaginn fór fram úrslitaleikur B-liða fram í Seljaskóla. Fjögur efstu B-liðin í 2. deildinni í vetur fóru í úrslit og léku Haukar-b og Fjölnir-b í undanúrslitunum og Njarðvík-b og KR-b í hinum undanúrslitaleiknum. Haukar-b og KR-b léku svo til úrslita í ár þar sem KR-b hafði sigur 69:83 og eru því meistarar B-liða árið 2017. KKÍ óskar KR-b til hamingju!Meira

Skallagrímur-Keflavík í undanúrsitum Domino's deildar kvenna · Sýndur beint á Stöð 2 Sport

10 apr. 2017Skallagrímur og Keflavík mætast í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld og verður Stöð 2 Sport á staðnum og sýnir leikinn í beinni útsendingu. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer hann fram í Fjósinu í Borgarnesi. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Keflavík en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer áfram í lokaúrslitin þar sem Snæfell hefur þegar tryggt sér sæti í lokaúrslitunum. Domino's deild kvenna í kvöld:Meira

Hamar-Valur í kvöld í úrslitum 1. deildar karla

9 apr. 2017Fjórði leikur milli Vals og Hamars fer fram í kvöld í Hveragerði og hefst hann kl. 19:30. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Hamar en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki vinnur sér sæti í Domino's deild karla að ári.Meira

Stjarnan-Grindavík kl. 16:00 í dag · Sýndur beint á Stöð 2 Sport

8 apr. 2017Í dag mætast í þriðja sinn, Stjarnan og Grindavík í undanúrslitaeinvígi sínu í undanúrslitum Domino's deildar karla. Leikurinn hefst kl. 16:00 í Ásgarði, Garðabæ og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Frá kl. 14:30 verður Trophy Tour FIBA á svæðinu í anddyri Ásgarðs þar sem EuroBasket 2017 verður kynnt og gestum gefst kostur á að skoða keppnisboltann á EM, sjá Evrópumeistarabikarinn sjálfan og taka myndir með sér við hann og með Sam Dunk, lukkudýri keppninnar.Meira

Úrslitaleikur B-liða fer fram í dag

8 apr. 2017Í dag mætast í úrslitum 2. deildar karla, í flokki B-liða, lið Hauka-b og KR-b. Liðin leika í Seljaskóla og hefst leikurinn kl. 13:00.Meira

Hrunamenn/Laugdælir sigurvegarar í 2. deild karla

7 apr. 2017Sameiginlegt lið Hrunamanna og Laugdæla bar sigur úr býtum í 2. deild karla en í gærkvöldi fór fram úrslitaleikur deildarinnar. Lögðu þeir Gnúpverja að velli 101-73 fyrir framan fjölmenni í íþróttahúsinu á Flúðum.Meira

KR-Keflavík · Undanúrslit Domino's deildar karla í kvöld · Beint á Stöð 2 Sport

7 apr. 2017KR og Keflavík mætast í kvöld í þriðja leik liðanna en staðan í einvíginu er jöfn 1-1. Leikið verður í DHL-höllinni í Vesturbænum og hefst leikurinn kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður að sjálfsögðu á staðnum og sýnir beint frá leiknum í kvöld. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í lokaúrslitin í ár.Meira

Úrskurður Aga- og úrskurðanefndar 05.04.2017

6 apr. 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eitt mál á fundi sínum í gær. Mál nr. 48/2016-2017: „Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Oddur Ólafsson, leikmaður Hamars, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Hamars og Vals í 1. deild meistaraflokks karla, sem leikinn var 2. apríl 2017".Meira