Nýjustu fréttir

U16 stúlkur leika gegn Grikklandi í dag í Makedóníu

18 ágú. 2017U16 stúlkur leika í dag gegn Grikklandi kl. 14:30 í MakedóníuMeira

Afreksbúðir um helgina · Seinni æfingahelgi drengja og stúlkna á Álftanesi

18 ágú. 2017KKÍ mun standa fyrir Afreksbúðum í ár líkt og síðastliðin sumur og um helgina 19.-20. ágúst er komið að seinni helgi sumarsins en í ár eru þær fyrir ungmenni fædd 2003. Afreksbúðirnar eru undanfari að U15 ára landsliði Íslands. Yfirþjálfari ásamt vel völdum gestaþjálfurum stjórna ýmsum tækniæfingum. Yfirþjálfarar Afreksbúða 2017 eru þeir Hjalti Vilhjálmsson hjá drengjum og Ingvar Þór Guðjónsson hjá stúlkum. Dagskráinum helgina er eftirfarandi en æft verður í íþróttahúsinu á Álftanesi á eftirfarandi tímum:Meira

Landslið karla: Æfingaferð til Ungverjalands og Litháens

18 ágú. 2017Nú í morgun hélt íslenska landsliðið í körfuknattleik í síðustu æfingaferð sína fyrir lokamót EM, EuroBasket 2017, sem hefst 31. ágúst í Finnlandi. Íslenska liðið þáði boð frá Ungverjalandi og Litáhen um að leika vináttulandsleiki en öll liðin eru á leið á EM. Nánari fréttir af lifandi tölfræði og mögulegum útsendingum á netinu verða birtar á kki.is og samfélagsmiðlum.​ Meira

U16 stúlkna: Sárt tap gegn Lúxemborg

17 ágú. 2017Íslenska U-16 ára kvenna landsliðið tapaði fyrir Lúxemborg í fyrsta leik Evrópukeppninnar í dag. Það var eðlilega mikil spenna og stress í fyrsta leikhluta þar sem þetta er fyrsta stórmótið hjá þessum stelpum.Meira
 • Úrvalsbúðir og Afreksbúðir 2017 · Seinni æfingahelgarnar

  Seinni helgi Úrvalsbúða í ár verða haldnar helgina 26.-27. ágúst. Staðsetningar eru í vinnslu fyrir seinni helgina en á fyrri helginni mættu yfir 700 krakkar. Seinni helgi Afreksbúða verður haldin 19.-20. ágúst á Álftanesi. Afreksbúðir eru undanfari U15 ára landsliða Íslands og þangað boða yfirþjálfarar búðanna 50-60 leikmenn til æfinga. 

 • Undankeppni EM kvenna

  Íslenska kvennalandsliðið mun taka þátt í undankeppni EuroBasket kvenna 2019 en lokakeppnin mun fara fram í Serbíu og Lettlandi. Undankeppnin hefst í nóvember, með leikgluggum 6.-16. nóvember og svo í 5.-15. febrúar 2018 og 12.-22. nóvember 2018 þar sem leiknir eru tveir leikir í hverjum glugga.

  Liðin sem Ísland leikur með eru í styrkleikaröð í A-riðli eru: Slóvakía, Svartfjallaland, ÍSLAND og Bosnía. 

 • Formannafundur KKÍ

  Föstudaginn 22. september verður formannafundur KKÍ.
  Fundurinn verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Íþróttafulltrúi KKÍ

Kristinn er íþróttafulltrúi KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landsliðs KKÍ, öll félagskiptamál íslenskra og erlendra leikmanna ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

img-responsive

Stefán Þór Borgþórsson

Mótastjóri KKÍ

Stefán Þór er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

stefan@kki.is
vs: 514-4103 · s: 697-3960

img-responsive

Árni Eggert Harðarson

Fræðslu- og útbreiðslu mál

Árni Eggert vinnur að fræðslumálum KKÍ. Hann sér um ýmis verkefni tengdum útbreiðslu körfuboltans á landinu og er í sérverkefnum á vegum KKÍ sem tengjast fræðslu og útbreiðslu.

arni@kki.is
vs: 514-4104 · s: 863-0778

img-responsive

Sigríður Inga Viggósdóttir

Starfsmaður skrifstofu

Sigríður Inga sér um almenn dagleg störf á skrifstofu KKÍ og hefur umsjón með ýmsum verkefnum sem eru í gangi hverju sinni.

sigridur@kki.is
vs: 514-4106 · s: 868-8018

Hafðu samband!