Nýjustu fréttir

EM: U20 karla hefur leik á morgun

13 júl. 2018Á morgun, laugardaginn 14.júlí mun U20 karlalandsliðið hefja leik í A-deild Evrópukeppninnar sem haldin verður í Chemnitz í Þýskalandi.Meira

Dómaraflotinn á ferð og flugi í sumar

11 júl. 2018Það er nóg að gera í alþjóðlegum verkefnum hjá dómurum, leiðbeinendum og eftirlitsmönnum KKÍ í sumar. Kristinn Óskarsson, FIBA leiðbeinandi var á Ítalíu í byrjun júní þar sem hann sat árlegt námskeið FIBA leiðbeinanda. Sigurður Jónsson, Helgi Jónsson og Gerorgia Olga Kristiansen dæmdu á U15 æfingamótinu í Kaupmannahöfn þar sem að Ísland átti fjögur 15 ára lið. Meira

Landsmót UMFÍ

10 júl. 2018Landsmótið er sannkölluð íþróttaveisla sem fram fer á Sauðárkróki um næstu helgi 12. - 15. júlí 2018. Á mótinu er hægt að velja fleiri en 30 íþróttagreinar auk skemmtunar og fróðleiks. Fyrirkomulag mótsins er nýtt. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að kynnast nýjum íþróttagreinum, fá kennslu í þeim og taka fyrstu skrefin í nýrri hreyfingu. Þú setur saman þitt eigið Landsmót. Meira

EM: U20 kvenna hefja leik á morgun

6 júl. 2018Á morgun, laugardag 7. júlí mun U20 kvennlandsliðið Íslands hefja leik á EM í B-deild sem haldin er í Ordadea í Rúmeníu. U20 kvennaliðið er fyrsta yngra landsliðið af sex sem hefur keppni á þessu sumri á EM en í kjölfarið á næstu dögum og vikum fara á EM U20 karlar, U18 stúlkur og drengir og U16 stúlkur og drengir.Meira
  • Landslið karla · Undankeppni FIBA World Cup 2019

    Framundan eru tveir síðustu leikirnir í fyrri umferðinni í undankeppni HM 2019 hjá landsliði karla. Íslenska liðið á þá tvo mikilvæga útileiki, fyrst gegn Búlgaríu þann 29. júní og svo gegn Finnum þann 2. júlí. Ísland þarf sigur í öðrum leiknum til að tryggja sér sæti í annari umferðinni sem hefst í haust. Leikið verður í sömu höll og á EM 2017 í Finnlandi, Hartwall Arena og hafa verið seldir í byrjun júní yfir 10.000 miðar. RÚV mun sýna báða leikina beint.

  • Copenhagen-Invitational 2018 · U15 mótið í Kaupmannahöfn

    Íslensku U15 ára liðin okkar taka þátt í árlegu alþjóðlegu móti í Kaupmannahöfn dagana 14.-17. júní. Farið er út 14. júní en mótið stendur yfir 15.-17. júní. Alls fara 18 leikmenn bæði hjá strákum og stelpum og leika bæði í tveim 9 manna liðum á mótinu. 

  • Norðurlandamótið 2018 · Finnlandi

    ÁU16 og U18 ára lið drengja og stúlkna halda til Kisakallio í Finnlandi 26. júní og leika á móti þar 28.júní-2. júlí næstkomandi. Leikið er að venju gegn Dönum, Svíum, Finnum, Norðmönnum og Eistum en hvert lið leikur einn leik á dag og öll okkar lið gegn sömu þjóð á hverjum degi. Í lok ferðar fer svo hópurinn á leik FIN-ISL í Helsinki.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Afreksstjóri KKÍ

Kristinn er afreksstjóri KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landsliðs KKÍ, öll félagskiptamál íslenskra og erlendra leikmanna ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

img-responsive

Stefán Þór Borgþórsson

Mótastjóri KKÍ

Stefán Þór er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

stefan@kki.is
vs: 514-4103 · s: 697-3960

img-responsive

Árni Eggert Harðarson

Íþróttafulltrúi KKÍ

Árni Eggert vinnur að mótamálum KKÍ og vinnur að ýmsum öðrum daglegum störfum skrifstofunnar hverju sinni.

arni@kki.is
vs: 514-4104 · s: 863-0778

img-responsive

Sigríður Inga Viggósdóttir

Skrifstofustjóri KKÍ

Sigríður Inga sér um almenn dagleg störf á skrifstofu KKÍ og ýmis verkefni sem eru í gangi hverju sinni auk þess að hafa yfirumsjón með öllu á vegum KKÍ sem tengjast fræðslu og útbreiðslumálum.

sigridur@kki.is
vs: 514-4106 · s: 868-8018

Hafðu samband!