Nýjustu fréttir

Smáþjóðaleikarnir 2017 · Íslenski hópurinn lagður af stað til San Marínó

28 maí 2017Nú rétt í þessu eru allir keppendur, þjálfarar, dómarar og fylgdarlið landsliða karla og kvenna að leggja í hann til San Marínó úr Leifstöð. Alls eru um 183 að fara á leikana á vegum ÍSÍ að keppa í hinum ýsmu greinum en frá KKÍ eru 35 manns sem fara.Meira

Smáþjóðaleikar 2017 · Reynsla íslensku stelpnanna

27 maí 2017Í leikmannahópi kvennalandsliðsins í ár eru fjórir leikmenn sem eru að fara á sínu þriðju leika í röð. Það eru þær Helena Sverrisdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ingunn Embla Kristínardóttir og Sara Rún Hinriksdóttir. Allar léku þær árið 2013 í Lúxemborg, hér heima á Íslandi árið 2015 og eru allar á leiðinni til San Marínó núna á sunnudaginn kemur. Meira

Smáþjóðaleikar 2017 · Reynsla íslensku strákana á Smáþjóðaleikum

27 maí 2017Íslenska karlaliðið er skipað að þessu sinni ungum og efnilegum leikmönnum en hluti þeirra er svo að fara taka þátt í lokamóti EM hjá U20 liðunum í sumar. Það verður í fyrsta sinn í sögu Íslands sem við eigum lið á þeim vettvangi og ákváðu þjálfarar A-liðsins og U20 liðsins að nýta leikana í undirbúning og til að skoða fleiri leikmenn.Meira

Smáþjóðaleikarnir 2017 · Ívar á leið á sína þriðju leika

26 maí 2017Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, verður fyrsti þjálfarinn í 24 ár sem nær því að fara með kvennaliðið á þrenna Smáþjóðaleika. Torfi Magnússon fór með konurnar á tvenna Smáþjóðaleika í upphafi tíunda áratugsins, fyrst í Andorra 1991 og svo á Möltu 1993. Það eru liðin 12 ár síðan að Ívar fór fyrst með íslenska kvennalandsliðið á Smáþjóðaleika en það var á leikunum í Andorra árið 2005. Sex íslenskir þjálfarar hafa farið einu sinni með konurnar á Smáþjóðaleika.Meira
  • Úrslit yngri flokka helgina 12.-14. maí

    Keppt verður til úrslita í 10. flokki stúlkna, 10. flokki drengja og Unglingaflokki á seinni úrslita helgi yngri flokka 2017 um helgina. Allir leikirnir fara fram á Flúðum í umsjón Hrunamanna og verður lifandi tölfræði og bein netútsending frá öllum leikjunum.

  • Úrvalsbúðir KKÍ 2017

    Helgina 20.-21. maí fer fram fyrri Úrvalsbúðahelgi ársins. Búið er að boða yfir 730 leikmenn til þátttöku en stúlkur æfa í Smáranum í Kópavogi og drengir að Ásvöllum í Hafnarfirði. Seinni æfingahelgin verður svo í september.

  • Afreksbúðir 2017

    10.-11. júní verða Afreksbúðir fyrir leikmenn fædda 2003 haldnar á Álftanesi. Afreksbúðir eru undanfari U15 ára landsliða Íslands og þangað boða yfirþjálfarar búðanna 50-60 leikmenn til æfinga. 

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Íþróttafulltrúi KKÍ

Kristinn er íþróttafulltrúi KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landsliðs KKÍ, öll félagskiptamál íslenskra og erlendra leikmanna ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

img-responsive

Stefán Þór Borgþórsson

Mótastjóri KKÍ

Stefán Þór er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

stefan@kki.is
vs: 514-4103 · s: 697-3960

img-responsive

Árni Eggert Harðarson

Fræðslu- og útbreiðslu mál

Árni Eggert vinnur að fræðslumálum KKÍ. Hann sér um ýmis verkefni tengdum útbreiðslu körfuboltans á landinu og er í sérverkefnum á vegum KKÍ sem tengjast fræðslu og útbreiðslu.

arni@kki.is
vs: 514-4104 · s: 863-0778

img-responsive

Sigríður Inga Viggósdóttir

Starfsmaður skrifstofu

Sigríður Inga sér um almenn dagleg störf á skrifstofu KKÍ og hefur umsjón með ýmsum verkefnum sem eru í gangi hverju sinni.

sigridur@kki.is
vs: 514-4106 · s: 868-8018

Hafðu samband!