NM 2017 í Finnlandi: Lifandi tölfræði leikja

NM 2017 í Finnlandi: Bein netútsending frá leikjunum

 

Nýjustu fréttir

Spánverjar Evrópumeistarar kvenna 2017

26 jún. 2017Í gærkvöldi lauk EuroBasket kvenna með úrslitaleik Spánar og Frakklands en mótið var haldið í Prag í Tékklandi. Lokatölur urðu 71:55. Frakkar urðu þar með að sætta sig við þriðja tapið í röð í úrslitaleiknum á EM á meðan Spánverjar fögnuðu sínum fyrsta sigri á síðustu þrem lokamótum, eða síðan á EuroBasket 2013.Meira

NM 2017 · Úrslit dagsins gegn Finnlandi

26 jún. 2017Nú er leikjum dagsins lokið í Finnlandi og fóru leikar þannig að öll liðin okkar töpuðu sínum leikjum sem voru þeir fyrstu á mótinu. Finnsku liðin hafa verið mjög góð á undanförnum árum og ávalt hörku leikir milli landanna tveggja. Í ár voru þeir sterkari og náðu í fjóra sigra. Meira

NM 2017: Nýr landsliðsbúningur Íslands frumsýndur í dag

26 jún. 2017Á Norðurlandamótinu í ár verður nýr landsliðsbúningur tekinn í notkun en búningurinn var sérhannaður af Errea og KKÍ. Búningurinn er hinn glæsilegasti og skartar hann m.a. íslenskri fánarönd og hann verður merktur að framan ÍSLAND en ekki ICELAND eins og áður og fáni Íslands er kominn á brjóst fyrir neðan hálsmálið. Allar merkingar á búningnum að númerum undanskyldum eru prentaðar í búninginn og er mikil ánægja meðal Errea og KKÍ með útkomuna.Meira

NM 2017 Leikdagur 1 · ISL-FIN

26 jún. 2017🇮🇸Ísland - 🇫🇮Finnland · 26. júní Í gær ferðuðust liðin okkar á leikstað og komu sér fyrir. Í dag er komið að fyrsta leikdegi og eru það heimamenn sem verða fyrstu andstæðingar Íslands í ár. Öll okkar lið leika hvern dag gegn sömu þjóð. Þátttökuþjóðir á NM yngri liða eru Danmörk, Eistland, Finnland, Íslands, Noregur og Svíþjóð.Meira
 • Úrvalsbúðir og Afreksbúðir 2017

  Seinni helgi Úrvalsbúða í ár verða haldnar helgina 26.-27. ágúst. Staðsetningar eru í vinnslu fyrir seinni helgina en á fyrri helginni mættu yfir 700 krakkar. Seinni helgi Afreksbúða verður haldin 19.-20. ágúst á Álftanesi. Afreksbúðir eru undanfari U15 ára landsliða Íslands og þangað boða yfirþjálfarar búðanna 50-60 leikmenn til æfinga. 

 • Unglingaráðsfundur KKÍ

  Fimmtudaginn 24. ágúst verður unglingaráðsfundur KKÍ og félaganna. Farið verður yfir veturinn framundan í yngri flokkunum.
  Fundurinn verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

 • Formannafundur KKÍ

  Föstudaginn 22. september verður formannafundur KKÍ.
  Fundurinn verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Íþróttafulltrúi KKÍ

Kristinn er íþróttafulltrúi KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landsliðs KKÍ, öll félagskiptamál íslenskra og erlendra leikmanna ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

img-responsive

Stefán Þór Borgþórsson

Mótastjóri KKÍ

Stefán Þór er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

stefan@kki.is
vs: 514-4103 · s: 697-3960

img-responsive

Árni Eggert Harðarson

Fræðslu- og útbreiðslu mál

Árni Eggert vinnur að fræðslumálum KKÍ. Hann sér um ýmis verkefni tengdum útbreiðslu körfuboltans á landinu og er í sérverkefnum á vegum KKÍ sem tengjast fræðslu og útbreiðslu.

arni@kki.is
vs: 514-4104 · s: 863-0778

img-responsive

Sigríður Inga Viggósdóttir

Starfsmaður skrifstofu

Sigríður Inga sér um almenn dagleg störf á skrifstofu KKÍ og hefur umsjón með ýmsum verkefnum sem eru í gangi hverju sinni.

sigridur@kki.is
vs: 514-4106 · s: 868-8018

Hafðu samband!