Þjálfaranámskeið KKÍ 1A · 30. ágúst - 1 september

ÚRVALSBÚÐIR KKÍ 2019 · Seinni helgin 24.-25. ágúst

 

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

EM 2021: SVISS-ÍSLAND í dag kl. 17:00

21 ágú. 2019Landslið karla í körfuknattleik leikur sinn síðasta leik í forkeppninni að undankeppni EM 2021 í kvöld þegar liðið leikur gegn Sviss í bænum Montreux. Leikurin í dag hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður leikurinn sýndur beint á RÚV2. Íslenska liðið er í góðri stöðu fyrir leikinn en sigur gulltryggir efsta sæti riðilsins og sæti í undankeppni EM sem hefst í febrúar 2020. 20 stiga tap eða minna gerir það einnig. Aðeins efsta liðið í riðlinum í forkeppnninni fer áfram í sjálfa undankeppnina.Meira
Mynd með frétt

Fjögur KKÍ-þjálfaramenntunar námskeið á næstunni

20 ágú. 2019Á næstunni fara fram fjögur námskeið sem eru hluti af þjálfaramenntun KKÍ. Um er að ræða KKÍ hluta 1.A (verklegt og bóklegt), 1.b og 2.b (fjarnám) og svo hluta 1.c sem kenndur verður í lok september. KKÍ þjálfari 1.a. fer fram dagana 30. ágúst. - 1. september2019. Námskeiðið er 20 kennslustundir eða 13.5 klukkutímar. Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Mikil áhersla er lögð á kennslu á helstu grunnþáttum eins og skotum, sendingum, fótavinnu, knattraki og á boltaæfingar. Áhersla er lögð á að kenna yngstu iðkendum grunnþætti í gegnum leiki. KKÍ þjálfari 1.a gildir sem 25% af lokaeinkunn á námskeiðinu. Þjálfarar sem hafa lokið 1.a. eru með leyfi til að þjálfa minnibolta 9 ára og yngri.Meira
Mynd með frétt

Fjölgun í hópi FIBA dómara

19 ágú. 2019FIBA gaf út á dögunum lista yfir alþjóðadómara og -eftirlitsmenn fyrir tímabilið 2019 til 2021 og eru tveir nýir fulltrúar KKÍ á listanum en það eru þeir Ísak Ernir Kristinsson er sem dómari og Jón Bender sem eftirlitsmaður (commissioner).Meira
Mynd með frétt

EM 2021: Landslið karla mætir Sviss á miðvikudaginn í lokaleiknum

19 ágú. 2019Íslenska landslið karla í körfuknattleik er núna á leið sinni til Sviss þar sem liðið leikur sinn síðasta leik í forkeppninni að undankeppni EM 2021. Leikur Sviss og Íslands fer fram í bænum Montreux á miðvikudaginn kemur 21. ágúst og hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV. Íslenska liðið er í góðri stöðu fyrir leikinn en sigur gulltryggir efsta sæti riðilsins og sæti í undankeppni EM sem hefst í febrúar 2020. Aðeins efsta liðið í riðlinum í forkeppnninni fer áfram í sjálfa undankeppnina. Meira
  • Forkeppni að undankeppni EuroBasket 2021 · Landslið karla

    Næstu landsleikir hjá landsliði karla fara fram í ágúst dagana 7.-21. ágúst. Íslenska liðið hefur leik í Porgúgal þann 7. ágúst en á svo tvo heimaleiki, laugardagana 10.  ágúst gegn Sviss og 17. ágúst gegn Portúgal. Liðið endar svo á útileik gegn Sviss þann 21. ágúst. Ísland þarf að hafna í efsta sæti riðilsins að fjórum leikjum loknum til að trygga sér sæti í undankepni EuroBasket 2021 sem hefst í nóvember.
    Miðasala verður á tix.is

  • Evrópukeppnir yngri liða í sumar hjá U16, U18 og U20 liðum Íslands.

    Yngri landslið U16, U18 og U20 drengja og stúlkna taka þátt í evrópukeppnum FIBA í sumar. Liðin hefja leik í júlí og ágúst og er hægt að sjá allt um mótin hjá hverju liði hérna á síðu landsliða.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Afreksstjóri KKÍ

Kristinn er afreksstjóri KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landslið KKÍ, skipulag og undirbúning þeirra, auglýsingar og markaðsmál, ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

Snorri Örn Arnaldsson

Mótastjóri KKÍ

Snorri Örn er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

snorri@kki.is
vs: 514-4103 · s: 695-5080

Einar Viðarsson

Íþróttafulltrúi KKÍ

Árni Eggert vinnur að mótamálum KKÍ ásamt því að sjá um öll félagskiptamál íslenskra og erlendra leikmanna, fræðslu- og útbreiðslumál og dómaramál.

einarv@kki.is
vs: 514-4104 · s: 692-1929

Hafðu samband!

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira