Nýjustu fréttir

Seinkun á leik Grindavíkur og Þórs Ak.

22 mar. 2019Seinka þarf leik Grindavíkur og Þórs Ak. í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í kvöld vegna erfiðrar færðar.Meira

Úrslitakeppni Domino's deildar karla: TIN-ÞÓR Þ. og KEF-KR · Leikir 1

22 mar. 2019Í kvöld er komið að upphafi viðureigna Tindastóls og Þór Þ. og Keflavíkur og KR í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. Kl. 19:15 mætast Tindastóll og Þór Þorlákshöfn á Sauðárkróki og verður leikurinn í beinni á netinu á tindastolltv.com. Keflavík og KR mætast kl. 20:00 í Keflavík og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 19:15. Í lok kvöldsins kl. 22:10 er svo komið að Domino's Körfuboltakvöldi þar sem fyrstu leikir úrslitakeppninnar verða gerðir upp.Meira

Úrslitakeppni 1. deildar karla og kvenna · Laust sæti í Domino's deildinni að ári!

22 mar. 2019Framundan eru úrslitakeppnir í 1. deildum karla og kvenna um laus sæti í Domino's deildunum á næsta tímabili. 1. deild karla: Á dögunum tryggði Þór Akureyri sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild karla og þar með sæti að ári í Domino's deildinni. Næstu fjögur lið í deildinni, í sætum 2-5 leika nú um hitt lausa sætið í efstu deild á næsta tímabili. Í undanúrslitunum mætast Fjölnir og Vestri og Hamar og Höttur. Þau lið sem fyrr vinna þrjá leiki fara í úrslitarimmuna. Í gær fór fram fyrsti leikur Hamars og Hattar í Hveragerði og höfðu heimamenn sigur 101:95. Í kvöld mætast svo Fjölnir og Vestri. Meira

Úrslitakeppni Domino's deildar karla hefst í kvöld · Tveir leikir kl. 19:15

21 mar. 2019Í kvöld er komið að einum af hápunkti íslensks íþróttalífs ár hvert þegar úrslitakeppnir Domino's deildanna fara af stað en í kvöld er komið að upphafinu hjá körlunum. Í kvöld hefjast 8-liða úrslitin með tveimur leikjum, fyrsta leik Njarðvíkur og ÍR og Stjörnunnar og Grindavíkur. Stöð 2 Sport verður í Ljónagryfjunni og sýnir leik Njarðvíkur og ÍR beint. Lifandi tölfræði verður að venju á sínum stað á kki.is frá leikjum kvöldsins.Meira
 • Körfuknattleiksþing KKÍ 16. mars 2019

  Laugardaginn 16. mars fer fram Körfuknattleiksþing KKÍ sem haldið verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Búið er að senda út þingboð á aðildarfélög KKÍ fyrir þingið þar sem fram komu meðal annars eftirtaldar upplýsingar:

  Föstudagurinn 22. febrúar er síðasti dagur fyrir sambandsaðila að skila inn tillögum/þingsályktunum fyrir þingið.
  - Í síðasta lagi föstudaginn 22. febrúar skal skrifstofa KKÍ senda kjörbréf til allra sambandsaðila.
  - Miðvikudagurinn 6. mars er síðasti dagur til að skila inn framboðum til stjórnar.
  - Í síðasta lagi föstudaginn 8. mars þarf stjórn KKÍ að senda út tillögur sem liggja fyrir þinginu, dagskrá þings og ársskýrslu á sambandsaðila.
  - Í síðasta lagi föstudaginn 8. mars þurfa sambandsaðilar að skila inn útfylltum kjörbréfum til skrifstofu KKÍ svo félög geti verið með atkvæði á þinginu.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Afreksstjóri KKÍ

Kristinn er afreksstjóri KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landsliðs KKÍ, öll félagskiptamál íslenskra og erlendra leikmanna ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

img-responsive

Stefán Þór Borgþórsson

Mótastjóri KKÍ

Stefán Þór er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

stefan@kki.is
vs: 514-4103 · s: 697-3960

img-responsive

Árni Eggert Harðarson

Íþróttafulltrúi KKÍ

Árni Eggert vinnur að mótamálum KKÍ og vinnur að ýmsum öðrum daglegum störfum skrifstofunnar hverju sinni sem og fræðslu og útbreiðslumálum.

arni@kki.is
vs: 514-4104 · s: 863-0778

Hafðu samband!

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira