Nýjustu fréttir

Undankeppni HM karla 2019: Ísland leggur Tékkland á heimvelli!

25 feb. 2018Íslenska landslið karla vann í kvöld Tékkland í öðrum leik sínum í undankeppni HM karla 2019 í Laugardalshöllinni. Þetta er eitt sterkasta landslið sem Ísland hefur unnið en Tékkar eru efstir í styrkleikaflokki riðilsins og hafa verið að ná mjög góðum árangri undanfarin ár. Frábær liðssigur hjá okkar strákum í kvöld þar sem allir lögðu hönd á plóg og má segja að frábær vörn hafi verið lykillinn að sigrinum í kvöld. Meira

Undankeppni HM karla 2019: ÍSLAND-TÉKKLAND í dag kl. 16:00 í Höllinni

25 feb. 2018Í dag, sunnudaginn 25. febrúar, er komið að seinni leik íslenska karlalandsliðisins þessum landsliðsglugga í undankeppni HM 2019 í Laugardalshöllinni. Þá mætir liðið Tékklandi kl. 16:00 og verður leikurinn sýndur beint á RÚV. Sama lið mun leika í dag og var í sigurleiknum gegn Finnum á föstudaginn var. #TakkLogi Leikurinn á morgun mun verða kveðjuleikur Loga Gunnarssonar, þegar hann mun leika sinn síðasta landsleik, áður en hann leggur skónna á hilluna. Þetta mun verða hans 147. landsleikur og er hann fjórði landsleikjahæsti leikmaður íslenskrar körfuknattleikssögu.Meira

Undankeppni HM karla 2019: Ísland-Tékkland á morgun · Sunnudaginn 25. febrúar kl. 16:00

24 feb. 2018Á morgun, sunnudaginn 25. febrúar, leikur Íslenska karlalandsliðið seinni leik sinn í þessum landsliðsglugga í undankeppni HM 2019 í Laugardalshöllinni. Þá mætir liðið Tékklandi kl. 16:00 og verður leikurinn sýndur beint á RÚV. Craig Pedersen og aðstoðarþjálfar hans hafa valið sama lið og lék gegn Finnum í gær fyrir leikinn á morgun. Þá var Tryggvi Snær Hlinason í liðinu, en hann náði ekki til landsins í tæka tíð, þar sem flugi hans í hádeginu í gær var frestað til kvöldsins vegna veðurs. Nú hinsvegar er hann kominn til landsins og verður því með á morgun. Meira

Undankeppni HM karla 2019: Íslenskur sigur gegn Finnlandi

24 feb. 2018Ísland lék gegn Finnlandi í gær í þriðja leik sínum í undankeppni HM karla sem fram fer árið 2019. Liðin mættust síðast í Helsinki á EuroBasket 2017 í september og þar höfðu heimamenn sigur í lokaleik mótsins. Nú var komið að leik á heimavelli Íslands í Laugardalshöllinni. Leikurinn byrjaði fjörlega og var skemmtilegur. Í hálfleik leiddi Ísland með einu stigi 39:38. Finnland átti góðan þriðja leikhluta og komst 10 stigum yfir á tímabili. Okkar strákar héldu áfram sínum leik og hægt og rólega var leikurinn orðinn jafn og lokaleikhlutinn hálfnaður. Eftir að hafa unnið upp muninn héldu okkar strákar áfram og komumst sjö stigum yfir og lögðu grunninn að sigri sínum í gær með frábæri vörn og skilvirkum sóknarleik. Lokatölur 81:76 fyrir Íslandi og liðið því einn sigur og tvö töp þegar þrír leikir eru eftir í undankeppninni.Meira
 • Landslið kvenna · Undankeppni EuroBasket 2019

  Íslenska kvennalandsliðið hefur leik að nýju núna í febrúar í undankeppni EM 2019. Framundan eru tveir útileikir. Fyrst gegn Bosníu í Sarajevo þann 10. febrúar og svo þann 14. febrúar gegn Svartfjallalandi í Podgorica. Íslenska liðið mun ferðast út þann 6. febrúar og vera við æfingar í Bosníu fyrir fyrri leikinn og fara svo niður til Svartfjallalands daginn eftir fyrri leikinn og gera sig klárt þar fyrir seinni leikinn þann 14. febrúar. RÚV mun sýna báða leikina beint.

 • Landslið karla · Undankeppni FIBA World Cup 2019

  UFramundan eru tveir heimaleikir hjá landsliði karla í lok febrúar. Þann 23. febrúar koma vinir okkar Finnar í heimsókn og verður leikurinn kl. 19:45 í Laugardalhöllinni og sýndu beint á RÚV2. Síðan tveim dögum síðar, á sunnudeginum 25. febrúar mætum við Tékklandi í seinni leiknum í þessum landsliðsglugga og hefst hann kl. 16:00 og verður einnig í Höllinni og sýndur beint á RÚV. Miðasala á báða leikina ef hafinn á TIX:is.

 • Lokun félagaskiptagluggans 2017-2018

  Á miðnætti miðvikudaginn þann 31. janúar mun samkvæmt reglugerð um félagaskipti, félagaskiptaglugginn lokast í annað sinn og þar með í síðasta sinn á þessu tímabilli. Það þýðir að engir leikmenn, íslenskir né erlendir, á öllum aldri, geta fengið félagaskipti eftir þann tíma. 

  Það sama gildir um venslasamninga þar sem þeir lúta reglum um félagaskipti. Undanþága er þó sú að þau leyfi/beiðnir sem borist hafa innan tímarammans til KKÍ og verða í vinnslu fyrir lokun gluggans eru afgreidd áfram, t.d. þegar beðið er eftir leikheimild erlendis frá.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Afreksstjóri KKÍ

Kristinn er afreksstjóri KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landsliðs KKÍ, öll félagskiptamál íslenskra og erlendra leikmanna ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

img-responsive

Stefán Þór Borgþórsson

Mótastjóri KKÍ

Stefán Þór er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

stefan@kki.is
vs: 514-4103 · s: 697-3960

img-responsive

Árni Eggert Harðarson

Íþróttafulltrúi KKÍ

Árni Eggert vinnur að mótamálum KKÍ og vinnur að ýmsum öðrum daglegum störfum skrifstofunnar hverju sinni.

arni@kki.is
vs: 514-4104 · s: 863-0778

img-responsive

Sigríður Inga Viggósdóttir

Skrifstofustjóri KKÍ

Sigríður Inga sér um almenn dagleg störf á skrifstofu KKÍ og ýmis verkefni sem eru í gangi hverju sinni auk þess að hafa yfirumsjón með öllu á vegum KKÍ sem tengjast fræðslu og útbreiðslumálum.

sigridur@kki.is
vs: 514-4106 · s: 868-8018

Hafðu samband!