3 okt. 2025Leik Vals og Tindastóls í Bónus deild karla sem var á dagskrá á morgun laugardaginn 4. október hefur verið frestað, þar sem flug Tindastóls var fellt niður í gær þegar liðið var á heimleið frá Munchen eftir góðan sigur í ENBL deildinni á miðvikudaginn.
Leikurinn er kominn á dagskrá á mánudaginn 6. október kl.19:15.
Meira
3 okt. 2025Í kvöld hefst keppni í 1. deild kvenna þetta tímabilið með tveimur leikjum þegar Vestri og Selfoss mætast á Ísafirði kl.18:00 og Fjölnir og Njarðvík b kl.19:15. Á morgun mætast síðan KV og Snæfell kl.18:00. Leikur Þór Ak. og Stjörnunnar sem var einnig á dagskrá í 1. umferð hefur verið færður til 15. nóvember.
Sjáumst á vellinum!
Meira
2 okt. 2025Í kvöld hefst keppni í Bónus deild karla þetta tímabilið með fjórum leikjum. Nýliðar ÍA fá Þór Þ. í heimsókn, KR taka á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar, Álftanes fær nýliða Ármanns í Kaldalónshöllina og ÍR heldur suður um sjó og heimsækir Keflvíkinga. Annað kvöld er síðan nágrannaslagur í HS-Orku höllinni í Grindavík þegar Grindavík og Njarðvík mætast. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15 og eru í beinni útsendingu á Sýn Sport. Lokaleikur umferðarinnar fer síðan fram á laugardeginum 4. október kl.16:15 þegar bikarameistara Vals fá Tindastól í heimsókn á Hlíðarenda og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn Sport eins og allir leikir í Bónus deildum á keppnistímabilinu.
Sjáumst á vellinum!Meira
Starfsmenn skrifstofu KKÍ
Hannes S. Jónsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI KKÍ
Hannes sér um daglegan rekstur, fjármál, markaðsmál, ásamt því
að vera í forsvari fyrir sambandið ásamt formanni KKÍ innan sem
utan lands.
hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574
Sigrún Ragnarsdóttir
SKRIFSTOFUSTJÓRI KKÍ
Sigrún sér um ýmis verkefni tengd afreks/landsliðsmálum,
ferðalögum dómara, málefnum aga- og úrskurðarnefndar, félagaskipti
og leikheimildir erlendra leikmanna auk annarra verkefna.
sigrun@kki.is vs: 514-4100 · s: 863-3419
Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir
MÓTASTJÓRI KKÍ
Sólveig stýrir öllu móthaldi KKÍ, sér um að leikir og mót fari
fram, skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru
tengdu mótahaldi KKÍ.
solveig@kki.is
vs: 514-4106 · s: 863-3426
Hörður Unnsteinsson
AFREKSSTJÓRI KKÍ
Hörður sér um öll afreks- og landsliðsmál KKÍ, skipulag og
undirbúning þeirra, félagaskipti og leikheimildir erlendra
leikmanna.
hordur@kki.is vs: 514-4102 · s: 847-9356
Elísa Björk Þorsteinsdóttir
ÍÞRÓTTAFULLTRÚI KKÍ
Elísa vinnur við skipulagningu leikja yngri flokka auk annarra verkefna tengdu mótahaldi KKÍ, fræðslumálum auk annarra verkefna.