Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Körfuboltamót Breiðabliks

18 jan. 2020Breiðablik auglýsir Körfuboltamót Breiðabliks sem haldið verður í Smáranum dagana 2.-3. febrúar. Mótið er fyrir leikmenn í 1.-5. bekk og munu strákar spila á laugardegi og stelpur spila á sunnudegi. Leikreglur 8-10 ára: 4 leikmenn eru inn á Leiktíminn er 2 x10 mín. Leikreglur hjá 6-7 ára: 3 Leikmenn inn á Leiktíminn er 1 x 10 mín. Þátttökugjald er 3.000 kr. á leikmann. Skráning fer fram á netfanginu: ivar@breidablik.is ​Skráningafrestur er til 27. janúar. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Sindri-Vestri | Leik seinkað

17 jan. 2020Vegna alvarlegs umferðarslyss á þjóðvegi 1 við Skaftafell seinkaði Vestra og dómurum talsvert á leið sinni austur á Höfn í Hornafirði. Vegna þessa hefur leik Sindra og Vestra verið seinkað til kl. 21:00 í kvöld, 17. janúar 2020.Meira
Mynd með frétt

Geysisbikarkeppni yngri flokka - 4 liða úrslit

17 jan. 2020Dregið var í 4 liða úrslit Geysisbikarkeppni yngri flokka á skrifstofu KKÍ fyrr í dag. Undanúrslitin verða leikin á tímabilinu 24. janúar – 4. febrúar. Liðin sem sigra í undanúrslitum munu leika til úrslita í Laugardalshöll 14., 15. eða 16. febrúar nk.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla: Grindavík-Haukar og Stjarnan-Tindastóll beint á Stöð 2 Sport

17 jan. 2020Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild karla og verða tveir leikir sýndir beint. Í lok kvölds er svo Domino's Körfuboltakvöld á sínum stað þar sem farið verður yfir gang mála. Þórs liðin, Þór Akureyri og Þór Þorlákshöfn mætast á Akureyri kl. 18:30. Á sama tíma mætast Grindavík og Haukar í Grindavík í beinni á Stöð 2 Sport. Kl. 20:15 mætast Stjarnan og Tindstóll og verður sá leikur einnig í beinni á Stöð 2 Sport. Körfuboltakvöld hefst svo kl. 22:10. Meira
  • Landsleikir í febrúar · Landslið karla í forkeppni að HM2023

    Ísland tekur næst þátt í forkeppni að undankeppninni fyrir HM 2023 sem hefst í febrúar 2020. Leikið verður í riðlum heima og að heiman um að tryggja sér sæti í undankeppninni sjálfri sem hefst haustið 2021. Ísland hefur leik í Kosovó 20. febrúar og á svo heimaleik 23. febrúar gegn Slóvakíu en leikið verður í Laugardalshöllinni kl. 20:00.

  • Geysisbikarinn · 8-liða úrslit karla og kvenna leikin í janúar

    Geysisbikarinn 2019-2020 er nú hálfnaður og búið er að draga í 8-liða úrslit karla og kvenna. Leikið verður 19.-20. janúar 2020 en þau lið sem vinna sínar viðureignir eru þar með komin í Höllina og leika í undanúrslitunum 12.-13 febrúar. Úrslit Geysisbikarsins fara svo fram laugardaginn 16. febrúar í Laugardalshöllinni í meistaraflokkum sem og bikarúrslit yngriflokka föstudag, laugardag og sunnudag að auki.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Afreksstjóri KKÍ

Kristinn er afreksstjóri KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landslið KKÍ, skipulag og undirbúning þeirra, auglýsingar og markaðsmál, ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

Snorri Örn Arnaldsson

Mótastjóri KKÍ

Snorri Örn er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

snorri@kki.is
vs: 514-4103 · s: 695-5080

img-responsive

Sigrún Ragnarsdóttir

Íþróttafulltrúi KKÍ

Sigrún sér um daglegan rekstur skrifstofu KKÍ ásamt ýmsum verkefnum tengdum mótamálum, afreksmálum og fræðslumálum.

sigrun@kki.is
vs: 514-4100 · s: 863-3419

Hafðu samband!

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira