Staðfesting félags og leikmanns v/ komu og sóttvarna

 

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Bílaleiga Akureyrar nýr samstarfsaðili KKÍ

28 okt. 2020Nú í september gerðu KKÍ og Bílaleiga Akureyrar með sér samstarfssamning til tveggja ára. KKÍ fær bíla til afnota hjá bílaleigunni fyrir starfsemi sambandsins. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar undirrituðu samninginn í húsakynnum Bílaleigu Akureyrar í lok september. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ: „Það er okkur hjá KKÍ afar mikilvægt að hafa góða samstarfsaðila með okkur og það er sérlega ánægjulegt að á þessum sérstöku tímum sem við lifum núna að fyrirtæki eins og Bílaleiga Akureyrar sjái hag sinn í því að styða við bakið á KKÍ með þessum myndarlega hætti. Bílaleiga Akureyrar er eitt af þeim fyrirtækjum sem er þekkt fyrir öflugt samstarf við íþróttahreyfinguna undanfarna áratugi og hlökkum við til að vinna með því öfluga fólki sem starfar hjá Bílaleigu Akureyrar“. ​ Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar: „Það er okkur sönn ánægja að hefja samstarf við KKÍ. Við hjá Bílaleigu Akureyrar styðjum stolt við bakið á sérsamböndum og íþróttafélögum um land allt, við teljum það hluta af okkar samfélagslegu ábyrgð og leggjum metnað í að eiga í góðu samstarfi við okkar samstarfsaðila. Á sérstökum tímum sem þessum er því sérstaklega ánægjulegt að hefja þetta samstarf og styðja við bakið á öflugu starfi KKÍ“.Meira
Mynd með frétt

Hugmyndafræði leiksins - Fyrirlestur KKÍ 1. nóvember 2020

28 okt. 2020Nú þegar leiktíðin er stopp er um að gera að nota tímann til að grúska svolítið. Kristinn Óskarsson alþjóðlegur dómaraleiðbeinandi (FIBA Referees Instructor) og KKÍ dómari síðan 1987 mun halda fyrirlestur á sunnudaginn 1. nóvember kl. 10:30 á Zoom og mun standa í 75-90 mínútur.Meira
Mynd með frétt

IceMar ehf. styrkir landsliðsstarf KKÍ um 500.000 kr.

26 okt. 2020IceMar ehf. hefur styrkt KKÍ fyrir landsliðsverkefnin í komandi glugga og þessi frábæru skilaboð komu frá Gunnari Örlygssyni hjá IceMar fyrr í dag: „Fyrirtæki okkar bræðra, IceMar ehf, hefur ákveðið að styrkja landsliðsverkefni KKÍ í nóvember um 500.000 kr. Úrval og gæði leikmanna eru stórkostleg og tækifæri til afreka eftir því. Rekstur KKÍ verður að fá eðlilega aðstoð frá hinu opinbera til að halda úti landsliðum okkar á þessum erfiðu tímum og ekki er verra ef einkageirinn getur hjálpað til. Áfram Ísland.” Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna í körfuknattleik · Leikmenn í nóvember-glugganum 2020

26 okt. 2020Framundan er landsleikjagluggi hjá landsliði kvenna í körfuknattleik og hefur Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, valið liðið sitt og þá leikmenn sem leika í landsliðsglugganum en hann er liður í undankeppni EM, EuroBasket Women’s 2021. Leikirnir fara fram í landsliðsglugga FIBA dagana 8.-15. nóvember og verða leiknir á Grikklandi í Heraklion á eyjunni Krít í öruggri „bubblu“ sem FIBA setur upp fyrir öll liðin í A-riðli undankeppninnar. Farið verður eftir ströngum reglum innan hennar með sóttvarnir. Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvemeber áttu að vera heima og að heiman en hefur nú verið breytt fyrir alla riðla í einangraða leikstaði, líkt og NBA-deildinn vestanhafs gerði á Florída nú í haust. Íslenska liðið heldur utan 7. nóvember til Grikklands og æfir saman í „bubblunni“ en leikdagar verða 12. og 14. nóvember. Þrír nýliðar eru í hópnum, þær Katla Rún Garðarsdóttir, Keflavík, og Eva Margrét Kristjánsdóttir, Haukum sem eru í 12 manna hóp. Þrettán leikmenn voru valdar í verkefnið en nýliðinn Anna Ingunn Svansdóttir frá Keflavík er 13. leikmaður liðisins og mun æfa og ferðast með liðinu og vera til taks ef gera þarf breytingar á liðinu í verkefninu. Meira
 • Sóttvarnarlæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa sent tilmæli til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu.

  Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu eru þar beðin um að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum frá deginum í dag til 19. október. Jafnframt eru þau beðin um að fresta keppnisferðum út á land. Í fréttatilkynningu sóttvarnarlæknis og ríkislögreglustjóra er komið inn á fleiri atriði sem tilmæli eru um hér á höfuðborgarsvæðinu.

  Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjöldi smita einkum á höfuðborgarsvæðinu, vegna Covid-19 síðustu daga og aukið hafa líkur á veldisvexti í faraldrinum. Búast má við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga. Tilmælin eru:

  · Hvetjum alla á höfuðborgarsvæðinu til að vera eins mikið heimavið og kostur er.
  · Ekki vera á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til.
  · Verjum viðkvæma hópa og takmörkum heimsóknir til einstaklinga í áhættuhópum eins og hægt er.
  · Takmörkun fjölda í búðum – einn fari að versla frá heimili ef kostur er.
  · Hvatt er til þess að þeir sem standi fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu fresti þeim
  · Klúbbar, kórar, hlaupahópar, hjólahópar og aðrir hópar sem koma saman geri hlé á starfsemi sinni.
  · Allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur á erindi herði allar sínar sóttvarnaraðgerðir, takmarki eins og hægt er fjölda, tryggi að allir geti sótthreinsað hendur við innganga, sótthreinsi snertifleti og gæti vel að hægt sé að virða fjarlægðarmörk
  · Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum.
  · Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land.
  · Allir sem finni fyrir hinum minnstu einkennum haldi sig heima, fari í sýnatöku og líti á að þeir séu í einangrun þar til neikvæð niðurstaða  úr sýnatöku liggi fyrir.
  · Allir á höfuðborgarsvæðinu og víðar þurfa að koma með okkur í þetta átak og gæta sérstaklega vel að sér næstu vikur.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Afreksstjóri KKÍ

Kristinn er afreksstjóri KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landslið KKÍ, skipulag og undirbúning þeirra, auglýsingar og markaðsmál, ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

Snorri Örn Arnaldsson

Mótastjóri KKÍ

Snorri Örn er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

snorri@kki.is
vs: 514-4103 · s: 695-5080

img-responsive

Sigrún Ragnarsdóttir

Skrifstofustjóri kkí

Sigrún sér um daglegan rekstur skrifstofu KKÍ ásamt ýmsum verkefnum tengdum mótamálum, afreksmálum og fræðslumálum.

sigrun@kki.is
vs: 514-4100 · s: 863-3419

Hafðu samband!

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira