Nýjustu fréttir
Domino's deild kvenna í dag · Fjórir leikir á dagskránni
23 jan. 2021Heil umferð fer fram í Domino's deild kvenna í dag og kvöld með fjórum leikjum. Stöð 2 Sport sýnir beint frá tveim leikjum í dag en það eru leikir Skallagríms og Fjölnis og svo Keflavíkur og Vals. Þá verður KRTV með útsendingu frá leik KR og Hauka í Vesturbænum. Minnum á að því miður er áhorfendabann áfram í gildi skv. sóttvarnarlögum en stuðningsmenn geta keypt "miða á leikinn" og þannig stutt við bakið á sínu liði þó það sé ekki hægt að mæta á völlinni. Miðasala á alla leiki er í gegnum Stubb-appið.MeiraTveimur leikjum frestað í 1. deild kvenna
23 jan. 2021Mótanefnd hefur frestað tveimur leikjum vegna færðar í 1. deild kvenna.MeiraDomino's deild karla í kvöld!
22 jan. 2021🍕 Domino's deild karla 🗓 Fös. 22. janúar 🖥 LIVEstatt á kki.is á sínum stað ⏰ 17:00 📺 Upphitun Domino's Körfuboltakvöld ⏰ 18:15 🏀 STJARNAN-ÞÓR Þ. ➡️📺 Beint á Stöð 2 Sport ⏰ 20:15 🏀 NJARÐVÍK-KEFLAVÍK ➡️📺 Beint á Stöð 2 Sport ⏰ 22:10 📺 Domino’s Körfuboltakvöld 📲#korfubolti 📲#dominosdeildinMeira/molten_bg5000.png)
-
Sóttvarnarlæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa sent tilmæli til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu.
Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu eru þar beðin um að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum frá deginum í dag til 19. október. Jafnframt eru þau beðin um að fresta keppnisferðum út á land. Í fréttatilkynningu sóttvarnarlæknis og ríkislögreglustjóra er komið inn á fleiri atriði sem tilmæli eru um hér á höfuðborgarsvæðinu.
Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjöldi smita einkum á höfuðborgarsvæðinu, vegna Covid-19 síðustu daga og aukið hafa líkur á veldisvexti í faraldrinum. Búast má við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga. Tilmælin eru:
· Hvetjum alla á höfuðborgarsvæðinu til að vera eins mikið heimavið og kostur er.
· Ekki vera á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til.
· Verjum viðkvæma hópa og takmörkum heimsóknir til einstaklinga í áhættuhópum eins og hægt er.
· Takmörkun fjölda í búðum – einn fari að versla frá heimili ef kostur er.
· Hvatt er til þess að þeir sem standi fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu fresti þeim
· Klúbbar, kórar, hlaupahópar, hjólahópar og aðrir hópar sem koma saman geri hlé á starfsemi sinni.
· Allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur á erindi herði allar sínar sóttvarnaraðgerðir, takmarki eins og hægt er fjölda, tryggi að allir geti sótthreinsað hendur við innganga, sótthreinsi snertifleti og gæti vel að hægt sé að virða fjarlægðarmörk
· Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum.
· Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land.
· Allir sem finni fyrir hinum minnstu einkennum haldi sig heima, fari í sýnatöku og líti á að þeir séu í einangrun þar til neikvæð niðurstaða úr sýnatöku liggi fyrir.
· Allir á höfuðborgarsvæðinu og víðar þurfa að koma með okkur í þetta átak og gæta sérstaklega vel að sér næstu vikur.