Þjálfaramenntun

Menntakerfi Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ)

Menntakerfi KKÍ er unnið sem hluti af menntakerfi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (þjálfaramenntun ÍSÍ). ÍSÍ sér um kennslu á almenna hluta námsins en KKÍ um sérgreinahlutann og er náminu skipt í þrjá hluta KKÍ 1, KKÍ 2 og KKÍ 3 og tekur kerfið mið af reglugerð um menntunarskilyrði þjálfara innan KKÍ.

  • KKÍ 1 – 60 kennslustundir* (grunnnámskeið)
  • KKÍ 2 – 80 kennslustundir* (undanfari námskeiðsins er KKÍ 1)
  • KKÍ 3 – 80 kennslustundir* (undanfari námskeiðsins er KKÍ 2)

*Hver kennslustund er 40 mínútur og er hver fyrirlestur yfirleitt tvær kennslustundir.

Markmiðið námsins er að veita þjálfurum tækifæri til að mennta sig í körfuboltafræðum og um leið að sækja sér þekkingu sem nýtist þeim í starfi. Þeim þjálfurum sem ljúka við námið er svo ætlað að sækja sér reglulega endurmenntun sem boðið er upp á vegum KKÍ.

Fram til 1. október 2019 gátu þeir einstaklingar sem hafa reynslu af þjálfun óskað eftir því verða metnir inn í menntakerfi KKÍ, en síðan þá þurfa allir þjálfarar að ljúka við tiltekna menntun til að þjálfa á hverju stigi.

Nánari upplýsingar um stöðu menntunar hjá einstaka þjálfurum innan Menntakerfis KKÍ má sjá hér.

 Uppbygging þjálfunarmenntunar KKÍ

 
 
 
 

 

  Uppbygging þjálfunarmenntunar ÍSÍ og KKÍ


 

Í töflunni að neðan má sjá áherslur á hverju stigi fyrir sig í þjálfaramenntun KKÍ:

 

KKÍ þjálfari - 1

KKÍ þjálfari – 2

KKÍ þjálfari – 3

Fyrirlestrar

  • Þjálfun barna 12 ára og yngri (Minni bolti)

  • Kennslufræði í þjálfun minnibolta

  • FIBA Europe þjálfaravefur

  • Skipulag þjálfunar, tímaseðlar og  áætlunargerð

  • Þjálfaratýpur

  • Þjálfun unglinga (yngri flokkar á háar körfur)

  • Langtíma- og skammtíma skipulag

  • Ferill, tímabil og æfing

  • Endurmenntun KKÍ

  • Líkamleg þjálfun

  • Meistaraflokks þjálfun

  • Skipulag, leikfræði og hugmyndafræði á efsta stigi.

  • Leit að leikmönnum

  • Íþróttasálfræði

  • Liðsuppbygging

  • Markmiðasetning

Nám á velli

  • Undirstöðuatriði í sókn

    • Sendingar

    • Boltatækni og knattrak

    • Fótavinna og gabbhreyfingar

    • Skot

  • Hóp taktík

  • Vörn (varnarstöður)

  • Upphaf á sóknarleik

  • Hraðupphlaup 2:1, 3:2

  • Úrvalsbúðir KKÍ

  • Einstaklingstækni og sérhæfing eftir leikstöðum

    • Leikstjórnandi

    • Skotmaður

    • Miðherji

  • Hóp taktík

  • Hindrun (sókn)

  • Hindrun (vörn)

  • Vörn (1:1 - 4:4)

  • Líkamleg þjálfun, upphitun og fyrirbyggjandi æfingar

  • Hóp taktík

  • Bolta hindrun (sókn)

  • Bolta hindrun (vörn)

  • Liðs taktík

  • Sókn (5:5)

  • Vörn (4:4 / 5:5)

  • Hraðupphlaup (Sókn)

  • Hraðupphlaup (vörn)

  • Pressuvarnir

  • Svæðisvarnir

  • Líkamleg þjálfun

Fjarnám

  • Leikreglur 20%

  • Mótamál KKÍ 5%

  • Saga körfuknattleiks 5%

  • Vettvangsnám 20%

  • Heimsókn til þjálfara 15%

  • Fyrirlestur á netinu 15%

  • Leikgreining 10%

  • Þjálfaranámskeið erlendis

Verkefni

  • Tímaseðlagerð í FIBA Europe forriti 5%

  • Undirbúningur fyrir leik (skoða andstæðing)

  • Fara yfir sinn eigin leik

  • Lokaverkefni frá þjálfaranámskeiði erlendis 50%

Próf

  • Verklegt próf 7,5%

  • Munnlegt próf 7,5%

  • Krossapróf 10%

  • Próf tímaseðil 20%

  • Próf þjálfa æfingu af tímaseðli 20%

  • Bóklegt próf 20%

  • Skriflegt lokapróf 20%

  • Krossapróf 20%

  • Skriflegt lokapróf 30%

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira