Fréttir

Nýjustu fréttir

Domino's deildin: Tveir leikir í beinni í kvöld

9 nóv. 2018DOMINO'S DEILD KARLA 🏀 Haukar-Skallagrímur í beinni á Stöð 2 Sport kl. 18:30 ​🏀 Njarðvík-KR í beinni á Stöð 2 Sport kl. 20:15 Körfuboltakvöld strax á eftir seinni leiknum! Lifandi tölfræði á kki.is frá báðum leikjum kvöldsins. #korfubolti #dominosdeildin Meira

Landslið kvenna · Unnur Tara í landsliðshópinn fyrir leikina tvo í nóvember

9 nóv. 2018Ívar Ásgrímsson, þjálfari landsliðs kvenna, og aðstoðarþjálfari hans Hildur Sigurðardóttir, hafa ákveðið að bæta við einum leikmanni í æfingahópinn sinn og skipar hann því 15 leikmenn fyrir leikina tvo í nóvember, þann 17. nóv. og 21. nóv. hér heima í Höllinni. Unnur Tara Jónsdóttir frá KR var boðuð til æfinga en hún á að baki 3 landsleiki með A-liði kvenna. Landsliðshópurinn er því þannig skipaður:​Meira

Domino's deild karla í kvöld · Þór Þorlákshöfn-ÍR í beinni á Stöð 2 Sport

8 nóv. 2018Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deild karla og hefjast þeir kl. 19:15. Stöð 2 Sport sýnir beint frá leik Þór Þ. - ÍR í Þorlákshöfn.Meira

Landslið kvenna · 15 manna hópur fyrir landsleikina tvo í nóvember

8 nóv. 2018Ívar Ásgrímsson, þjálfari landsliðs kvenna, og aðstoðarþjálfari hans Hildur Sigurðardóttir, hafa valið 14 leikmenn í hóp íslenska kvennalandsliðsins í körfuknattleik sem leikur tvo leiki gegn Slóvakíu og Bosníu hér heima í nóvember. Í æfingahóp landsliðsins nú eru tveir nýliðar þær Bríet Sif Hinriksdóttir Stjörnunni og Sigrún Björg Ólafsdóttir úr Haukum. Jóhanna Björk Sveinsdóttir, Stjörnunni, var einnig valin í æfingahópin, en hún er meidd og gefur ekki kost á sér að þessu sinni. Liðið hefur æfingar eftir helgi og undirbýr sig fyrir síðustu tvo leiki landsliðsins í undankeppni EuroBasket Women 2019, en lokamótið fer fram næsta sumar í Lettlandi og Serbíu. Ísland mætir Slóvakíu laugardaginn 17. nóvember kl. 16:00 og Bosníu miðvikudaginn 21. nóvember kl. 19.45 en báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni.Meira

Domino's deild kvenna · Fjórir leikir í kvöld: Skallagrímur-Haukar beint á Stöð 2 Sport

7 nóv. 2018Fjórir leikir fara fram í kvöld í Domino's deild kvenna kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Borgarnesi og sýnir beint frá viðureign Skallagríms og Hauka. 🍕 Domino's deild kvenna í kvöld 🗓 Miðvikudagurinn 7. nóvember 🖥 Lifandi tölfræði á kki.is ⏰ 19:15 🏀 Skallagrímur - Haukar · ➡️📺Beint á Stöð 2 Sport 🏀 Snæfell-Valur 🏀 Stjarnan-Breiðablik 🏀 Keflavík-KRMeira

Geysisbikarinn · 16-liða úrslitin klár hjá konum og körlum

6 nóv. 2018Í gær lauk​ 32-liða úrslitum Geysisbikarsins og í hádeginu í dag var dregið í 16-liða úrslit karla og kvenna. 16 lið eru eftir hjá körlunum en þrjú sátu hjá í fyrstu umferðinni. Hjá konunum eru 16 lið skráð til leiks í ár en það eru liðin í efstu tveim deildunum auk Keflavíkur-b sem tekur eingöngu þátt í bikarkeppninni. Leikið verður dagana 15.-17. desember. 16-liða úrslit Geysisbikars · Konur Valur - Hamar 
 Njarðvík - Skallagrímur Haukar - Grindavík ÍR - Keflavík-b Tindastóll - Breiðablik Stjarnan - KR Þór Ak. - Snæfell Keflavík - Fjölnir 16-liða úrslit Geysisbikars · Karlar Tindastóll - Fjölnir 
Skallagrímur - Selfoss KR-b - KR Þór Þ. - Njarðvík Grindavík - Njarðvík-b Hamar - Stjarnan Vestri - Haukar ÍR - ÍAMeira

Davíð Tómas dæmir í Frakklandi á morgun

6 nóv. 2018Davíð Tómas Tómasson, FIBA dómari dæmir í EuroLeague kvenna á morgun 7. nóvember. Davíð dæmir leik Flammes carolo basket gegn Hatay Büyüksehir Belediyespor. Leikurinn fer fram í Charleville-Mézéres í Frakklandi og hefst leikurinn kl. 19:00 að staðartíma.​Meira

Geysisbikarinn · Keflavík-Grindavík í beinni á RÚV2

5 nóv. 2018Í kvöld er komið að síðustu leikjum 32-liða úrslita karla í Geysisbikarnum en þá fara fram þrír leikir. RÚV verður í Grindavík í kvöld og sýnir beint frá leik Grindavíkur og Keflavíkur, en liðin hafa samtals 11 sinnum orðið Bikarmeistarar, Keflavík sex sinnum og Grindavík fimm sinnum í sögunni.Meira

Körfuknattleikssamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

5 nóv. 2018Afrekssjóður ÍSÍ tók upp nýtt fyrirkomulag á árinu og hafa fjölmörg sérsambönd hlotið styrki úr sjóðnum. Samningur Körfuknattleikssambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins var undirritaður á dögunum. Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) flokkast sem A/Afrekssérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til KKÍ vegna verkefna ársins er 37.000.000 kr. og er hækkun á styrkupphæð frá síðasta ári þar sem verkefni KKÍ hlutu styrk að upphæð 31.500.000 kr.Meira

Geysisbikarinn · Leikir dagsins sunnudaginn 4. nóvember

4 nóv. 2018Í dag halda 32-liða úrslit karla áfram og verða nokkrir leikir á dagskránni og verða þeir í lifandi tölfræði á kki.is. 4. nóvember · Sunnudagur Vestri-b · Hamar kl. 15:00 Álftanes · KR kl. 15:00 KV · Fjölnir kl. 18:00 Njarðvík · Valur kl. 19:15 #geysisbikarinn #korfuboltiMeira

Geysisbikarinn: Leik Þórs Ak. og Hauka seinkað

3 nóv. 2018Vegna veðurs er búið að seinka leik Þórs Ak. og Hauka í 32-liða úrslitum Geysisbikarsins.Meira

Geysisbikarinn · Leikir dagsins laugardaginn 3. nóvember

3 nóv. 2018Í dag fara fram fjölmargir leikir í Geysisbikarnum í 32-liða úrslitum karla og verða þeir í lifandi tölfræði á kki.is ef frá er talinn einn leikur sem kemur inn eftir á. 3. nóvember · Laugardagur Reynir S. · Tindastóll kl. 12:00 (statt kemur eftir leik) Þór Akureyri · Haukar kl. 15:00 Vestri-b · Hamar kl. 16:00 Snæfell · Þór Þorlákshöfn kl. 16:00 Haukar-b · KR-b kl. 17:00 Höttur · Skallagrímur kl. 18:30 Leikur Vestra-b og Hamars var færður til sunnudagsins kl. 15:00.Meira

Domino's deild karla · KR-Tindastóll í kvöld kl. 20:00

2 nóv. 2018Í kvöld mætast liðin sem léku til úrslita í fyrra, KR og Tindastóll, í DHL-höllinni í Vesturbænum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst kl. 20:00 í kvöld. Strax að leik loknum eða um 22:00 hefst svo Körfuboltakvöld þar sem umferðin í Domino's deildum karla og kvenna verður gerð upp með öllu því sem því fylgir.Meira

Breytt fyrirkomulag í dómaramenntun KKÍ

2 nóv. 2018Breytingar hafa verið gerðar á dómaramenntun KKÍ. Náminu hefur verið skipt niður í þrjá hluta. ​ Námskeið 1 - Grunnnámskeið er ætlað 10. bekk og eldri. Þátttakendum er ætlað að öðlast grunnþekkingar á leikreglum og dómaratækni. Námskeið 1 veitir þátttakanda réttindi til að dæma á fjölliðamótum hjá börnum á grunnskólaaldri. Námskeiðið fer þannig fram að dómarar koma í heimsókn til félaga og er fínt að nýta t.d. 10. flokks æfingatíma undir námskeiðið. Námskeiðið fer fyrst fram í fyrirlestrarsal og er síðan fært inn í íþróttasal. Lengd námskeiðsins er 3 klst. Meira

Geysisbikarinn · Fyrsti leikur 32-liða úrslitanna í kvöld

2 nóv. 2018Í kvöld kl. 20:00 fer fram fyrsti leikurinn í Geysisbikarnum 2019 á Grundarfirði þegar heimamenn taka á móti ÍA frá Akranesi í 32-liða úrslitum karla. Leikurinn verður í lifandi tölfræði á kki.is. Um helgina og á mánudaginn fara svo fram allir aðrir leikir 32-liða úrslitanna en dagskránna má sjá hér að neðan. Merki Geysis-bikarsins er að finna hérna á vef kki.is.Meira

Domino's deild karla · Stjarnan-Þór Þ. í beinni á Stöð 2 Sport

1 nóv. 2018Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deild karla kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Garðabænum og sýnir beint frá Mathús Garðabæjar-höllinni í Ásgarði frá leik Stjörnunnar og Þór Þorlákshafnar.Meira

FIBA Licenced Statisticians · 11 íslenskir stattarar fengu vottun

31 okt. 2018Um helgina síðastliðnu var haldið FIBA-stattnámskeið á vegum KKÍ og FIBA þar sem fulltrúi FIBA og Genius Sports, Oleksiy Nemenov, kom til landsins og hélt námskeið fyrir 12 þátttakendur. Hann er meðal annars umsjónarmaður LIGA ACB-deildarinnar á Spáni auka annara stórra deilda. Alls luku 11 tölfræðiskrásetjarjar fræðslu á netinu fyrir upphaf námskeiðisins og stóðust svo próf í lokin. Meira

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 31.10.2018

31 okt. 2018Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir þrjú mál á fundi sínum í vikunni.Meira

Domino's deild kvenna og karla í kvöld · Tvíhöfði hjá Breiðablik

31 okt. 2018Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deild kvenna og einn leikur í Domino's deild karla. Stöð 2 Sport verður í Smáranum Kópavogi og sýnir beint frá tvíhöfða Breiðabliks, en þar mæta karlarnir liði Skallagríms kl. 18:00 og svo konurnar liði Keflavíkur kl. 20:15. Meira

Félagskiptaglugginn lokar tímabundið 15. nóvember til áramóta fyrir 20 ára og eldri

31 okt. 2018Samkvæmt reglugerð KKÍ um félagaskipti mun félgaskiptaglugginn loka þann 15. nóvember á miðnætti fyrir meistaraflokka og unglingaflokka karla og kvenna fram til 1. janúar 2018 Í 3. gr. um tímabil félagaskipta segir: Félagaskipti í meistaraflokki karla og kvenna ásamt unglingaflokki karla og kvenna eru heimil frá og með 1. júní til og með 15. nóvember en óheimil frá og með 16. nóvember til og með 31. desember. Þau eru svo heimil frá og með 1. janúar til og með 31. janúar en óheimil frá 1. febrúar til og með 31. maí. Félagaskipti eru frjáls í öllum öðrum flokkum KKÍ, nema frá og með 1. febrúar til og með 31. maí ár hvert en á þeim tíma eru öll félagaskipti óheimil.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira