Fréttir

Nýjustu fréttir

Undankeppni HM 2019: Mánuður í fyrsta leik!

23 jan. 2018Það verður sannkölluð körfuboltaveisla eftir mánuð dagna 23. og 25. febrúar þegar íslenska karlalandsliðið leikur tvo heimaleiki í Höllinni í undankeppni HM. Fyrri leikurinn verður gegn Finnlandi á föstudeginum 23. febrúar kl. 19:45 og svo tveim dögum síðar á sunnudeginum verður leikið gegn Tékklandi kl. 16:00. Meira

KKÍ og Icelandair undirrita nýjan samstarfssamning til ársins 2020

23 jan. 2018Í gær endurnýjuðu Icelandair og KKÍ samstarfssamning sín á milli og var samningurinn undirritaður í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði. Icelandair hefur verið aðal samstarfsaðili KKÍ um árabil en góður stuðningur Icelandair er mikilvægur fyrir sambandið og því afar ánægjulegt að áframhaldandi samstarf sé nú í höfn, en samingurinn er út árið 2020.Meira

Domino's deild kvenna · Snæfell-Haukar í dag kl. 15:00

21 jan. 2018Í dag fer fram einn leikur í Domino's deild kvenna þegar Snæfell fær Hauka í heimsókn í Stykkishólm. Leikurinn hefst kl. 15:00 og verður í lifandi tölfræði að venju á KKI.is. Domino’s deild kvenna · Sunnudagurinn 21. janúar 🏀 Snæfell-Haukar í Stykkishólmi ​#korfuboltiMeira

Domino's deild karla · Tveir leikir í kvöld

19 jan. 2018Í kvöld lýkur 14. umferð Domino's deildar karla með tveimur leikjum. Kl. 19:15 mætast í Valshöllinni að Hlíðarenda Valur og Höttur. Kl. 20:00 er svo komið að beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þegar Grindavík fær Keflavík í heimsókn í Mustad höllina í Grindavík. Að loknum seinni leik kvöldsins verður svo allt fjörið í Domino's deildunum gert upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport kl. 22:00. #korfuboltiMeira

Fjórir leikir í Domino's deild karla í kvöld · ÍR-KR í beinni á Stöð 2 Sport

18 jan. 2018Fjórir leikir eru á dagskránni í Domino’s deild karla í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Hertz-hellinum í Seljaskóla í kvöld og sýnir beint frá Reykjavíkurslag toppliðanna ÍR og KR. Lifandi tölfræði á sínum stað á kki.is frá öllum leikjum. Leikir kvöldsins kl. 19:15 🏀ÍR - KR · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀Þór Akureyri - Tindastóll 🏀Stjarnan - Njarðvík 🏀Þór Þ. - Haukar #korfubolti #dominos365Meira

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 17.01.2018

17 jan. 2018Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eitt mál á fundi sínum.Meira

Yngri landslið Íslands 2018 · Riðlarnir fyrir EM klárir

17 jan. 2018Í gær var dregið í riðla hjá FIBA fyrir öll evrópumót yngri liða á komandi sumri 2018. Ísland sendir annað árið í röð lið í evrópukeppnir í öllum aldursflokkum drengja og stúlkna hjá liðum í aldursflokki U16, U18 og U20. Hvert landslið leikur gegn viðkomandi þjóðum í riðlakeppni í upphafi móts og í kjölfarið taka svo við úrslitakeppnir og leikir um sæti eftir gengi liðanna í riðlunum. Eftirtalin lönd verða mótherjar okkar liða í riðlakeppni evrópumótanna:Meira

Domino's deild kvenna af stað í kvöld

17 jan. 2018Í kvöld er komið að leikjum í Domino's deild kvenna eftir Maltbikarúrslitin um helgina. Heil umferð fer fram kl. 19:15 með fjórum leikjum á dagskránni. Haukar taka á móti Njarðvík í DB Schenkerhöllinni í Hafnarfirði, Skallgrímur fær Snæfell í heimsókn í Borgarnesi, Bikarmeistarar Keflavíkur mæta efsta liði deildarinnar, Val, í TM höllinni í Keflavík og nágrannaliðin Stjarnan og Breiðablik mætast í Ásgarði í Garðabæ og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meira

Maltbikarinn: Hrunamenn/Þór Þ. bikarmeistari í 9. flokki drengja

14 jan. 2018Sameiginlegt lið Hrunamanna og Þórs Þ. varð bikarmeistari í 9. flokki drengja eftir úrslitaleik við Keflavík.Meira

Maltbikarinn: Þór Ak. bikarmeistari í drengjaflokki

14 jan. 2018Í drengjaflokki mættust tvö sterk lið en þar áttust við Stjarnan og Þór Ak.Meira

Maltbikarinn: Breiðablik bikarmeistari í unglingaflokki karla

14 jan. 2018Seinni sjónvarpsleikur dagsins á RÚV var leikur ÍR og Breiðabliks í unglingaflokki karla.Meira

Maltbikarinn: Keflavík bikarmeistari í stúlknaflokki

14 jan. 2018Önnur viðureign dagsins var á milli Keflavíku og KR í stúlknaflokki.Meira

Maltbikarinn: Grindavík bikarmeistari í 9. flokki stúlkna

14 jan. 2018Fyrsti úrslitaleikur dagsins var viðureign Grindavíkur og Njarðvíkur í 9. flokki stúlkna. Meira

Maltbikarinn: Fimm úrslitaleikir á dagskrá í dag

14 jan. 2018Lokadagur Maltbikarvikunnar er í dag en þá fara fram fimm úrslitaleikir. Það má búast við miklu fjöri í Höllinni í allan dag.Meira

Maltbikarinn: Fimmtándi bikarmeistaratitill Keflavíkur í hús

13 jan. 2018Það var Reykjanesbæjarrimma í úrslitum Maltbikars kvenna í dag. Nágrannaliðin Keflavík og Njarðvík áttust við í Laugardalshöllinni í frábærri stemningu.Meira

Maltbikarinn: Tindastóll bikarmeistari í fyrsta sinn

13 jan. 2018Tindastólsmenn unnu sinn fyrsta bikarmeistaratitil í meistaraflokki karla í sögu félagsins í dag er þær mættu KR í troðfullri Höll í úrslitum Maltbikars karla. Meira

Maltbikarinn: Úrslitaleikir karla og kvenna í dag

13 jan. 2018Í dag er komið að stóra deginum þegar úrslitaleikirnir í meistaraflokkum Maltbikarsins fara fram í Laugardalshöllinni. Fyrri leikur dagsins er viðureign karlaliðanna og þar á eftir verður úrslitaleikur kvenna. Bikarkeppni KKÍ hefur verið leikin frá árinu 1970 hjá körlum og 1975 hjá konum. Hægt er að lesa ýmislegt fróðlegt á kki.is um sögu bikarúrslitanna. ​ Beint á RÚV Báðir leikir dagsins verða í beinni á RÚV. Miðasala Áhorfendur geta keypt miða á tix.is eða á leikstað í Höllinni. Miðaverð er 2.000 kr. á hvorn leik fyrir 16 ára og eldri og 500 kr. fyrir bötn 5-15 ára. ​​ Lifandi tölfræði / LIVE statt Lifandi tölfræði verður frá báðum leikjunum að venju á sínum stað á kki.is. 🏆Maltbikarinn · Úrslitaleikir ➡️Laugardalshöllin 🗓Lau. 13 janúar ⏰ 13:30 🏀 KR-TINDASTÓLL · Úrslitaleikur karla ⏰ 16:30 🏀 KEFLAVÍK-NJARÐVÍK · Úrslitlaleikur kvenna #maltbikarinn #korfuboltiMeira

Yfirlýsing frá ÍSÍ

13 jan. 2018Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur gefið út yfirlýsingu vegna frásagna kvenna í íþróttahreyfingunni um ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir innan hreyfingarinnar. ÍSÍ þakkar þeim konum sem hafa sýnt það frumkvæði og hugrekki að stíga fram með sínar frásagnir.Meira

Maltbikarinn: Dómarar úrslitaleikjanna

12 jan. 2018Búið er að gefa út hverjir dæma úrslitaleiki Maltbikars karla og kvenna.Meira

Maltbikarinn: Fyrstu titlar í hús

12 jan. 2018Nú eru undanúrslitin búin í Maltbikarvikunni og hér eftir verða aðeins krýndir bikarmeistarar. Í kvöld urðu Fjölnir og Grindavík bikarmeistarar en keppt var í 10. flokki drengja og 10. flokki stúlkna.Meira