Fréttir

Nýjustu fréttir

FIBA: Rúnar Birgir eftirlitsamaður að störfum í kvöld í Frakklandi

3 jan. 2019Rúnar Birgir Gíslason, eftirlitsmaður FIBA, verður við störf í Frakklandi í kvöld þegar hann sér til þess að allt fari rétt fram í leik Nantes Reze gegn Energa Torun í EuroCup kvenna en leikurinn fer fram í bænum Reze. Með Rúnari Birgi verða Atnhonie Sinterniklaas aðaldómari frá Hollandi og Geert Jacobs frá Belgíu og Esperanza Mendoza Holgado frá Spáni sem eru meðdómarar leiksins. KKÍ óskar Rúnari Birgi góðs gengis. Hægt er að fylgjast tölfræði leikja og einum leik í beinni á netinu á heimasíðu mótsins hérna #korfubolti​Meira

Domino's deildirnar · Úrvalslið og einstaklingsverðlaun fyrir fyrri hluta tímabilsins

3 jan. 2019Fyrir jól gerði Domino’s körfuboltakvöld upp fyrri hluta tímabilsins í Domino’s deildum karla og kvenna í sérstökum jólaþætti í beinni útsendingu. Í þættinum fyrir jól voru veitt verðlaun fyrir þá sem höfðu skarað fram úr í fyrri hluta tímabilsins að venju. Valin voru úrvalslið fyrri hlutans sem og einstaklingsverðlaun veitt í báðum deildum. Leifur S. Garðarsson var valinn besti dómarinn og Grettismenn stuðningsmenn Tindastóls valdir bestu stuðningsmennirnir í Domino's deildunum Eftirtalin verðlaun voru veitt:Meira

Félagaskiptagluginn opinn til loka janúar 2019

3 jan. 2019Samkvæmt reglugerð um félagskipti er nú opið fyrir félgaskipti leikmanna eldri en 20 ára á ný og verður félagaskiptaglugginn opinn út mánuðinn eða til miðnættis þann 31. janúar en eftir það lokar fyrir öll félagskipti út tímabilið. Það þýðir að engir leikmenn, íslenskir né erlendir, á öllum aldri, geta fengið félagaskipti eftir þann tíma. Það sama gildir um venslasamninga þar sem þeir lúta reglum um félagaskipti. Undanþága er þó sú að þau leyfi/beiðnir sem borist hafa innan tímarammans til KKÍ og verða í vinnslu fyrir lokun gluggans eru afgreidd áfram, t.d. þegar beðið er eftir leikheimild erlendis frá.Meira

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 02.01.2019

2 jan. 2019Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi mál.Meira

FIBA: Mótherjar Íslands í riðlakeppnum EM yngri liða næsta sumar

28 des. 2018Fyrir jól var dregið í riðla fyrir Evrópukeppni FIBA fyrir öll mót yngri liða fyrir næsta sumar og þar á Ísland lið í keppni U16, U18 og U20 hjá drengjum og stúlkum. Eftirfarandi lið voru dregin saman í riðla með Íslandi: U16 stúlkna: Leika í Sofiu, Búlgaríu 15.-24. ágúst 2019. A-riðill: Slóvenía, Serbía, Bosnía, Rúmenía, Ísland og Svartfjalland. U16 drengja: Leika í Podgorica, Svartfjallalandi 8.-17. ágúst 2019. C-riðill: Danmörk, Svartfjallaland, Sviss, Ísland, Úkraína og Hvíta-Rússland. U18 stúlkna: Leika í Skopje í Makedóníu 5.-14. júlí 2019. B-riðill: Sviss, Tyrkland, Portúgal, Búlgaría og Ísland. U18 drengja: Leika í Oradea í Rúmeníu 26. júlí - 4. ágúst 2019. C-riðill: Bosnía, Ísrael, Lúxemborg, Tékkland, Noregur og Ísland. U20 kvenna: Leika í Prishtina í Kosovó 3.-11. ágúst 2019. A-riðill: Ísland, Króatía, Ísrael og Kosovó. U20 karla: Leika í Matosinhos á Portúgal 12.-21. júlí 2019. A-riðill: Ungverjaland, Ísland, Írland, Hvíta-Rússland og Rússland. #korfubolti​Meira

Gleðilega hátíð!

23 des. 2018Meira

Jólaþáttur Domino's körfuboltakvölds · Uppgjör og umferðarverðlaun í fyrri hlutanum

21 des. 2018Domino's körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport mun í kvöld vera með sinn árlega jólaþátt og verður bein útsending frá Hard Rock í kvöld þaðan sem þátturinn verður sendur út. Veitt verða umferðarverðlaun fyrir fyrri hluta Domino's deilda karla og kvenna en deildarkeppnin er hálfnuð hjá körlunum, þar sem 11 af 22 umferðum er lokið, en 13 af 14 umferðum í fyrri hluta kvenna er lokið. ​ Þar verða leikmenn og þjálfarar heiðraðir og úrvalslið deildanna opinberuð. Meira

1. deild karla í kvöld

21 des. 2018Í kvöld fara fram síðustu leikir í mótahaldi KKÍ fyrir jólin en þá eru þrír leikir í 1. deild karla á dagskránni. Domino's deildir og 1. deildir hefjast svo að nýju 5. janúar 2019. 1. deild karla:​ Hamar tekur á móti Snæfelli í Hveragerði og Selfoss fær Fjölni í heimsókn á Selfoss. Leikirnir hefjast kl. 19:15. Sindri og Vestri mætast svo í Ice Lagoon-höllinni á Höfn kl. 20:00. Allir leikir kvöldsins í beinni tölfræðilýsingu á kki.is.Meira

Domino's deild karla · Tveir leikir í beinni í kvöld á Stöð 2 Sport

20 des. 2018Fjórir leikir fara fram í Domino's deild karla í kvöld og verða tveir sýndir í beinni á Stöð 2 Sport. Fyrst kl. 18:30, leikur Þórs Þ. og Vals og svo strax á eftir leikur Keflavíkur og Tindastóls kl. 20:15. Kl. 19:15 mætast svo Breiðablik og KR og Skallagrímur og Njarðvík og verður lifandi tölfræði frá þeim sem og hinum leikjum kvöldsins á kki.is á sínum stað. 🍕 Domino's deild karla ➡️ 4 leikir í kvöld 🗓 Fim. 20. des. ​ ⏰ 18:30 📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 ÞÓR Þ.-VALUR ⏰ 19:15 🏀 BREIÐABLIK-KR 🏀 SKALLAGRÍMUR-NJARÐVÍK ⏰ 20:15 · Karlar 📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 KEFLAVÍK-TINDASTÓLL #korfubolti #dominosdeildinMeira

Rúnar Birgir í eftirliti í Finnlandi

20 des. 2018Rúnar Birgir Gíslason, FIBA eftirlitsmaður var eftirlitsmaður í Finnlandi í gær á leik Kataja Basket - Bakken Bears Aarhus í Europe Cup. Bakken Bears vann leikinn 89 - 104. FIBA eftirlitsmenn KKÍ og FIBA dómarar KKÍ hafa verið að standa sig vel í haust í þeim verkefnum sem þeir hafa verið í á vegum FIBA og eru þeir búnir að vera mikið á ferðinni erlendis. Meira

Domino's deildirnar: Tvíhöfði í Garðabæ · Báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport

19 des. 2018Sex leikir fara fram í Domino's deildunum í kvöld en þá eru tveir hjá körlunum og fjórir hjá konunum. Stjarnan býður upp á tvíhöðfa í beinni á Stöð 2 Sport en hjá konunum mætast Stjarnan-Valur kl. 18:00 og svo kl. 20:15 mætast Stjarnan og Haukar hjá körlunum. Aðrir leikir hefjast kl. 19:15.​ 🍕 Domino's deildir karla og kvenna 🗓 Miðvikudaginn 19. des. ⛹ TVÍHÖFÐI Í GARÐABÆ ⛹ 📺 Báðir leikirnir sýndir beint á Stöð 2 Sport ⏰ 18:00 · Konur 🏀 STJARNAN-VALUR ⏰ 20:15 · Karlar 🏀 STJARNAN-HAUKAR ⏰ 19:15 · Konur SNÆFELL-HAUKAR KEFLAVÍK-BREIÐABLIK SKALLAGRÍMUR-KR ⏰ 19:15 · Karlar ÍR-GRINDAVÍK #korfubolti #dominosdeildin ​Meira

Dregið í Geysisbikar yngri flokka - 8-liða úrslit

18 des. 2018Dregið í Geysisbikar yngri flokka - 8-liða úrslit. Eftirfarandi lið drógust saman.Meira

Geysisbikarinn · 8-liða úrslit karla og kvenna

18 des. 2018🏆 Geysibikarinn 🚗 ➡️ 8-liða úrslit karla og kvenna 🗓 Leikið 20.-21. janúar 2019 8-liða úrslit kvenna: Snæfell-Haukar
Stjarnan-SkallagrímurSnæfell-Haukar 
Stjarnan-Skallagrímur Breiðablik-ÍR Keflavík-Valur 8-liða úrslit karla ÍR-Skallagrímur Njarðvík-Vestri Tindastóll-Stjarnan KR-Grindavík #geysisbikarinn #korfuboltiMeira

Geysisbikarinn · Dregið í 8-liða úrslit karla og kvenna í dag

18 des. 2018Í dag, þriðjudaginn 18. desember verður dregið í 8-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna. Dregið verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6 kl. 12:15. Búið er að boða félögin til leiks og verða fulltrúar í bikardrættinum frá félögunum tilbúnir fyrir viðtöl við fjölmiðla. Leikdagar verða svo 20. og 21. janúar 2019. #korfubolti #geysisbikarinn​Meira

Körfuknattleiksfólk ársins 2018 · Martin og Hildur Björg kjörin annað árið í röð

17 des. 2018​Hildur Björg Kjartansdóttir og Martin Hermannsson hafa verið valin körfuknattleikskona og körfuknattleikskarl ársins 2018 af KKÍ. Þetta er í 21. skipti sem valið er tvískipt milli karla og kvenna eða frá árinu 1998. Körfuknattleikskona og karl ársins eru valin í kosningu af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd og landsliðsþjálfurum allra landsliða KKÍ í verkefnum á árinu 2018. Hildur Björg og Martin urðu einnig efst í kjörinu árið 2017 og eru því að hljóta nafnbótina bæði annað árið í röð.Meira

Geysisbikarinn · Þór Þ.-Njarðvík í 16-liða úrslitum karla í beinni á RÚV2

17 des. 2018Í kvöld, mánudaginn 17. desember, lýkur 16-liða úrslitum karla og kvenna í Geysisbikarnum þegar tveir kvennaleikir fara fram og einn leikur hjá körlunum. ​ RÚV sýnir beint frá leik karla milli Þórs Þ. og Njarðvíkur og netútsending verður frá leik Hauka og Grindavíkur á tv.haukar.is. Þriðjudaginn 18. desember verður síðan dregið í 8-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í Íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum kl. 12.15. 16-liða úrslit Geysisbikars kvenna: Kl. 19:15 Haukar-Grindavík · DB Schenkerhöllin Kl. 19:15 Keflavík-Fjölnir · Blue-höllin 16-liða úrslit Geysibikars karla: Kl. 19:30 Þór Þ.-Njarðvík · Icelandic Glacial-höllin · Sýndur BEINT á RÚV2 #korfubolti #geysisbikarinnMeira

Geysisbikarinn · 16-liða úrslit sunnudaginn 16. des.

16 des. 2018Í dag sunnudaginn 16. des. fara fram nokkrir leikir í Geysisbikar karla og kvenna. Lifandi tölfræði verður frá öllum leikjunum á kki.is. 16-liða úrslit Geysisbikars kvenna: Sunnudagur 16. des. Kl. 14:00 Þór Akureyri-Snæfell – Höllin Akureyri Kl. 16:00 Tindastóll-Breiðablik – Sauðárkrókur 16-liða úrslit Geysibikars karla: Sunnudagur 16. des. Kl. 16:00 Vestri-Haukar – Ísafjörður Kl. 19:15 Tindastóll-Fjölnir – Sauðárkrókur Kl. 19:15 Skallagrímur-Selfoss – Borgarnes Kl. 19:15 Hamar-Stjarnan – Hveragerði #korfubolti #geysisbikarinnMeira

Geysisbikarinn · 16-liða úrslit um helgina

15 des. 2018Um helgina og á mánudaginn fara fram 16-liða úrslit karla og kvenna í Geysisbikarnum. Í dag laugardaginn 15. des. verður RÚV með beina útsendingu frá leik í 16-liða úrslitum kvenna þegar Stjarnan og KR mætast í Garðabænum kl. 16:00. Lifandi tölfræði verður frá öllum leikjunum á kki.is. 16-liða úrslit Geysisbikars kvenna: Laugardagur 15. des. Kl. 14:30 ÍR-Keflavík b – Hertz-höllin Kl. 16:00 Stjarnan-KR – Mathús Garðabæjar-höllin · SÝNDUR BEINT Á RÚV Kl. 16:30 Njarðvík-Skallagrímur – Njarðvík 16-liða úrslit Geysibikars karla: Laugardagur 15. des. Kl. 14:00 Grindavík-Njarðvík b – Mustad-höllin Kl. 18:00 ÍR-ÍA – Hertz-hellirinn Kl. 18:00 KR b-KR – DHL-höllin #korfubolti #geysisbikarinn​Meira

Yngri landslið KKÍ · Æfingar liðanna milli jóla og nýárs

14 des. 2018Framundan eru æfingar yngri landsliðanna milli jóla og nýárs en þá æfa öll liðin. Æfingar liðana má sjá hér að neðan en foreldrar fá sendan póst með frekari upplýsingum að auki. KKÍ heldur foreldrafund að auki fyrir alla foreldra leikmanna í æfingahópum þar sem farið verður yfir nokkur atriði er varða skipulag verkefna, kostnað og fleiri praktísk atriði sem snúa að landsliðsþáttöku í landsliðum KKÍ. Hver fundur er um 30 mín. hver. Æfingar yngri landsliða milli jóla og nýárs:Meira

Domino's deild karla og kvenna í kvöld · Valur-Keflavík tvíhöfði í beinni

14 des. 2018Í kvöld fara fram tveir leikir í Domino's deild karla og einn í Domino's deild kvenna. Valur og Keflavík mætast bæði hjá körlum og konum í kvöld í „Tvíhöfða“ og verða báðir leikirnir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 18:00 og 20:15. Þá mætast einnig Haukar og Þór Þorlákshöfn á Ásvöllum hjá körlunum. Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira