Fréttir

Nýjustu fréttir

Grikkir of sterkir fyrir strákana í U20

11 júl. 2017Okkar strákar byrjuðu mjög vel og náðu forystu í 1. leikhluta en Grikkirnir náðu að jafna áður en honum lauk 16-16. Leikurinn hélst jafn fyrstu 3 mínúturnar í 2. leikhluta en þá náðu Grikkirnir forystu. Staðan 29-38 í hálfleik.Meira

Æfingamót U20 karl: Tap gegn Spánverjum í spennandi leik

10 júl. 2017U20 lið karla tapaði í kvöld fyrir Spánverjum eftir mjög spennandi lokamínútur, 67-73. Strákarnir léku geysilega vel í fyrri hálfleik og Spánverjarnir sem eru núverand Evrópumeistarar voru í stökustu vandræðum með ákafa vörn þeirra. Það var mjög lítið skorað í upphafi og staðan var 8-7 fyrir Íslandi þegar rúmar 6 mínútur voru búnar af leiknum.Meira

U20 karla komnir til Grikklands – fyrsti leikurinn á æfingarmótinu í dag í beinni

10 júl. 2017U20 ára lið karla í ásamt fararteymi mætti til Chania á Krít á laugardagkvöldið. Fyrsti leikur liðsins í lokamóti A-deild EM verður á næsta laugardag gegn Frakklandi. Fyrir EM tekur liðið þátt í sterku æfingarmóti ásamt Ítalíu, Spáni og Grikklandi.Meira

Tap gegn Slóvakíu á EM u20 kvk

9 júl. 2017Það voru sterkir andstæðingar er íslensku stelpurnar mættu í dag í Eilat í Ísrael, en í dag var spilað gegn Slóvakíu. Slóvakía, líkt og Grikkland, féllu úr A-deild í fyrra og mátti því búast við sterkum andstæðing. Meira

Tap gegn Grikklandi í fyrsta leik

8 júl. 2017Það var ekki auðvelt verkefni er beið íslensku stelpnanna í fyrsta leik á EM en í dag mættu þær liði Grikklands sem féll úr A deild fyrir ári síðan. Meira

Fyrsti leikur hjá u20 kvk á EM

8 júl. 2017Í dag klukkan 15:15 að íslenskum tíma munu stúlkurnar í u20 ára liði Íslands spila gegn Grikklandi í B-deild Evrópumóts. Um sögulegan leik er að ræða þar sem Ísland hefur aldrei áður sent lið til keppni í 20 ára Evrópumóti kvenna. Meira

Dómarar á faraldsfæti

7 júl. 2017Íslensku FIBA dómararnir og dómaraleiðbeinandinn fengu verkefnum úthlutað frá FIBA nú í sumar. Fara þeir til Ísrael, Grikklands og Frakklands.Meira

U20 ára landslið kvenna í Evrópukeppni FIBA

6 júl. 2017U20 ára lið kvenna hélt af stað í ferðalag til Eliat í Ísrael í gærkvöld þar sem liðið mun taka þátt í Evrópukeppni FIBA sem fer fram 8.-16. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland sendir lið í keppni U20 kvenna í keppni á vegum FIBA.Meira

Öflugur dómarahópur á NM

6 júl. 2017Á norðurlandamótinu sem nú er nýlokið í Finnlandi voru fjórir íslenskir dómarar, þau Davíð Tómas Tómasson, Georgía Olga Kristiansen, Jóhannes Páll Friðriksson og Þorkell Már Einarsson. Þau dæmdu fjöldan allan af leikjum og stóðu sig með stakri prýði.Meira

Davíð Tómas og Jóhannes Páll nýir FIBA dómarar

6 júl. 2017FIBA gaf í vikunni út lista yfir nýja dómara á vegum sambandsins og á þeim lista eru tveir íslenskir dómarar, þeir Davíð Tómas Tómasson og Jóhannes Páll Friðriksson, þar með bætast þeir á lista yfir FIBA dómara Íslands en fyrir eru þeir Sigmundur Már Herbertsson og Leifur S.Garðarsson.Meira

EuroBasket 2017 · 24 manna æfingahópur landsliðs karla

5 júl. 2017Craig Pedersen, þjálfari landsliðs karla, og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa valið og boðað 24 leikmenn sem munu mæta til æfinga þann 20. júlí þegar æfingar hjá landsliðinu hefjast. Hópurinn verður minnkaður fljótlega niður í hóp 14 til 15 leikmanna sem æfir í saman í sumar og úr honum verður endanlegt 12 manna lið valið sem heldur út til Finnlands á lokamót EM, EuroBasket 2017.Meira

Ísland eignast annan eftirlitsmann

5 júl. 2017Ísland eignaðist sinn annan alþjóðlega eftirlitmann á dögunum þegar Rúnar Birgir Gíslason var samþykktur af FIBA sem slíkur en þeir endurnýjuðu einnig vottun sína á Pétri Hrafni Sigurðssyni sem hefur verið eftirlitsmaður síðan 1994.Meira

Friðrik og Aron dæmdu á Copenhagen Invitational

4 júl. 2017Það voru ekki einungis U15 ára lið sem tóku þátt í Copenhagen Invitational mótinu í Kaupamannahöfn á dögunum því samhliða mótinu fór fram dómaranámskeið.Meira

EuroBasket kvenna 2019 · Ísland í sterkum riðli

4 júl. 2017Í morgun var dregið í riðla hjá FIBA í undankeppni EuroBasket kvenna 2019 en lokakeppnin mun fara fram í Serbíu og Lettlandi. Undankeppnin fer fram þangað til og hefst í nóvember, með leikgluggum 6.-16. nóvember og svo í 5.-15. febrúar 2018 og 12.-22. nóvember 2018 þar sem leiknir eru tveir leikir í hverjum glugga.Meira

Dregið í riðla fyrir EM – Ísland aldrei hærra á styrkleikalistanum

3 júl. 2017Í fyrramálið verður dregið í riðla vegna undankeppni Evrópumóts kvenna sem fer fram árið 2019. Mótið er haldið í Lettlandi og Serbíu.Meira

NM 2017 · Tvö lið á verðlaunapalli á NM í Finnlandi

30 jún. 2017Þá er Norðurlandamótinu í Kisikallio í Finnlandi lokið og að vanda stóðu okkar krakkar sig ótrúlega vel innan sem utan vallar. Strákarnir í U16 tóku silfrið á meðan stelpurnar í U16 fengu bronsið og Ásta Júlía Grímsdóttir leikmaður U16 var valin í úrvalslið mótsins. Þjálfarar liðanna velja lið mótsins.Meira

NM 2017 · Leikdagur 4 · Ísland-Danmörk

30 jún. 2017🇮🇸 Ísland · 🇪🇪 Eistland · 30. júní Lokaleikdagurinn á NM er runninn upp og verða andstæðingar dagsins lið Eistlands. Fyrir leiki dagsins eiga U18 ára og U16 ára lið stúlkna eiga bæði möguleika á bronsi með sigri í dag og þá á U16 ára lið drengja framundan hreinann úrslitaleik um silfrið í sínum flokki. U18 ára lið drengja á ekki möguleika á verðlaunum í ár.Meira

NM 2017 · Úrslit dagsins gegn Danmörku

29 jún. 2017Í dag lékum við gegn Danmörku á NM 2017. Þrír leikir voru á dagskránni þar sem U18 ára lið stúlkna frá Dönum tekur ekki þátt í ár. Liðin okkar þrjú sem áttu leiki léku öll vel og uppskeran tveir sigrar og eitt tap í dag. Ítarlega umfjallanir birtast á karfan.is en úrslit leikjanna urðu þessi: Meira

Tölfræðisamantekt frá æfingamóti U20 karla

29 jún. 2017Tölfræðisamantekt frá æfingamóti U20 karlaMeira

NM 2017 · Leikdagur 4 · Ísland-Danmörk

29 jún. 2017🇮🇸 Ísland · 🇩🇰 Danmörk · 29. júní Á Norðurlandamóti yngri liða í Finnlandi er komið að leikdegi fjögur og verða andstæðingar dagsins lið Danmerkur. Eins og komið hefur fram varð U18 lið stúlkna frá Dönum að hætta við öll mót í sumar, og því verður frí hjá okkar U18 stúlkum og þrír íslenskir leikir á dagskránni í dag.Meira