Fréttir

Nýjustu fréttir

Domino's deild kvenna í dag · 3 leikir

18 mar. 2017Í dag fara fram þrír leikir í næstsíðustu umferð deildarkeppninnar. Baráttan um röðun efstu þriggja liðana er spennandi og ræðst endanlega á miðvikudaginn þegar lokaumferðin fer fram. Stöð 2 Sport 4 sýnir leik Keflavíkur og Vals beint í dag. Leikir dagsins:Meira

1. deild kvenna · Deildarmeistar Þórs Akureyri krýndir á morgun laugardag

17 mar. 2017Þór Akureyri varð á dögunum deildarmeistarar kvenna í 1. deild á yfirstandandi tímabili. Á morgun laugardaginn 18. mars mun liðið fá verðlaun sín afhend í hálfleik á leik Þórs Ak. og KR í úrslitakeppni Domino's deildar karla í Höllinni á Akureyri, en leikurinn verður sýndur í beinni á netinu í Þór-TV á thorsport.is. Leikurinn hefst kl. 16:00 og mun Hannes. S. Jónsson, formaður KKÍ, afhenda verðlaunin eins og áður segir í hálfleik og krýna lið Þórs deildarmeistara. Meira

Fjölnir og KKÍ funda · Ný stjórn

17 mar. 2017Starfsmenn KKÍ funduðu og kynntu starfsemina fyrir nýrri stjórn kkd. Fjölnis og starfsmönnum félagins á þriðjudaginn var í íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum. Farið var yfir ýmis praktís atriði og málefni körfunnar bæði hjá KKÍ og innnan Fjölnis rædd en í stjórn Fjölnis nú eru bæði nýjir stjórnarmenn með enga stjórnarreynslu og eldri stjórnarmenn, bæði frá núverandi tímabili sem og frá því áður, og því gott að stilla saman strengi. ​ KKÍ minnir félögin á að leita til sín ef einhverjar spurningar eða málefni eru sem félögin vilja ræða við starfsmenn skrifstofu, hvort sem er símleiðis eða með tölvupósti.Meira

1. deild karla: Undanúrslitin í kvöld · Leikir 2

17 mar. 2017Úrslitakeppni 1. deildar karla heldur áfram í kvöld og nú er komið að öðrum leik liðanna í undanúrslitunum. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í lokaúrslitin! Báðir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is. Leikir kvöldsins:Meira

Úrskurðir aga- og úrskurðarnefndar 16.03.17

16 mar. 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir tvö mál á fundi sínum í vikunni.Meira

Domino's deild karla · 8-liða úrslitin í kvöld

16 mar. 2017Í dag er komið að upphafi þriggja viðureigna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. Stöð 2 Sport verður í Ásgarði og sýnir beint frá leik Stjörnunnar og ÍR. Körfuboltakvöld verður svo í beinni frá Ásgarði í lok leiksins og fyrsta umferðin gerð upp í beinni. Góða skemmtun! 8-liða úrslit karla:Meira

Úrslitakeppnin hefst í Domino's deild karla í kvöld · KR-Þór Akureyri í beinni á Stöð 2 Sport

15 mar. 2017Úrslitakeppnin í Domino’s deild karla hefst í kvöld með einum leik í 8-liða úrslitunum. Þá mætast deildarmeistarar KR og Þór Akureyri sem lenti í 8. sæti deildarinnar í fyrstu umferð. Stöð 2 Sport verður í DHL-höllinni og sýnir beint frá leiknum.Meira

Domino's deild kvenna í kvöld · Fjórir leikir

15 mar. 2017Í kvöld fara fram fjórir leikir í deildarkeppni Domino's deildar kvenna. Einn leikur hefst kl. 18:00 en hinir þrír á hefðbundnum tíma kl. 19:15. Allir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is en eftir leiki kvöldsins verða aðeins tvær umerðir eftir af deildarkeppninni í ár og þá verður ljóst hvaða fjögur lið munu mætast í úrslitakeppninni.Meira

1. deild karla · Undanúrslitin hefjast í kvöld

14 mar. 2017Úrslitakeppni 1. deildar karla hefst í kvöld með tveim leikjum. Það eru Fjölnir og Hamar sem mætast í annari viðureigninni og Valur og Breiðablik í hinni undanúrslita rimmunni, en liðin lentu í 2.-5. sæti í deildinni í vetur á eftir Hetti sem fór beint upp. Þau lið sem fyrr vinna þrjá leiki í viðureignum liðanna fara í lokaúrslitin í 1. deildinni þar sem það lið sem vinnur þrjá leiki á ný fer upp um deild og leikur í Domino's deild karla að ári!Meira

Íslensku auglýsingaverðlaunin: Domino's, UN Women og KKÍ með tvær tilnefningar

12 mar. 2017Lúðurinn, markaðsverðlaun ÍMARK, fór fram í Hörpu sl. föstudag og voru verðlaun veitt í yfir 15 flokkum fyrir ýmsar tegundir auglýsinga á síðastliðnu ári. Auglýsingar Domino's, UN Women og KKÍ fyrir #HeForShe-átakið sem kynnt var í kringum úrslitakeppnir Dominion's deildanna á síðasta ári var tilnefnd í tveim flokkum, í flokki almannaheilla auglýsinga og í flokki kvikmyndaðra auglýsinga. Meira

Höttur deildarmeistari 1. deildar og leika í Domino's deildinni að ári

11 mar. 2017Í gærkvöld fór fram lokaumferðin í 1. deild karla þar sem Höttur varð deildarmeistari og tryggði sér þar með beinan farseðil upp í Domino's deildina á næsta tímabili. Fjögur lið í 2.-5. sæti leika í úrslitakeppni um hitt lausa sætið sem í boði er í Domino's deildinni.Meira

Verðlaunahafar Domino's deildar karla · Seinni hluti 2016-2017

10 mar. 2017Í kvöld voru afhent verðlaun í þættinum Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport fyrir seinni hluta vetrarins. Þá voru leikmenn og þjálfarar verðlaunaðir fyrir frammistöðuna í deildinni eftir áramót. Þátturinn var sendur beint út frá Ægisgarði út á Granda. Eftirtalin verðlaun voru afhent í kvöld:Meira

Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar 8.03.17

10 mar. 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eitt mál á fundi sínum í vikunni.Meira

Molduxamótið 2017

10 mar. 2017Hið árlega Molduxamót í hinni fallegu íþrótt körfubolta, verður haldið laugardaginn 22. apríl 2017 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu). Mótið verður með sama sniði og á síðasta ári og verður boðið uppá þrjá keppnisflokka: · Karlar 40+ ára · Karlar 30+ ára · Kvennaflokkur Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Ingólfi Geirssyni í síma 861-9819 eða á netfanginu: nikkarinn@gmail.comMeira

Lokaumferð Domino's deildar karla í kvöld

9 mar. 2017Í kvöld er komið að 22. umferðinni í Domino's deild karla og þar með lokaumferðinni á tímabilinu 2016-2017. Stöð 2 Sport sýnir frá tveim leikjum. Leikur Þór Þ. og Njarðvíkur verður aðalleikur kvöldsins á Sport 2 HD og einnig verður sýnt frá ÍR - Keflavík á Sport 4 HD. KR er fyrir leikinn orðið deildarmeistari 2016-2017, og er þetta í fjórða árið í röð sem KR verður deildarmeistari, og jafnframt í 8. skipti síðan 8-liða úrslitakeppnin var tekin upp árið 1995. Í kvöld ræðst endanlega hvaða lið fara í úrslitakeppnina og þá niðurröðun liða inn í hana í sætum 2.-8. Meira

Domino’s deild kvenna í kvöld · Keflavík-Skallagrímur sýndur á Stöð2 2 Sport

8 mar. 2017Fjórir leikir fara fram í Domino’s deild kvenna í kvöld kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í TM höllinni í Keflavík og sýnir beint frá leik Keflavíkur og Skallagríms. Allir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is.Meira

Domino's deildin · Njarðvík-ÍR í beinni á Stöð 2 Sport

6 mar. 2017Í kvöld fara fram tveir síðustu leikirnir í 21. umferð deildarinnar, sem er jafnframt sú næstsíðasta í vetur. Lokaumferðin fer öll fram á fimmtudaginn næstkomandi, 9. mars kl. 19:15. Njarðvík og ÍR mætast í Ljónagryfjunni í Njarðvík og Keflavík tekur á móti Þór frá Akureyri. Leikir kvöldsins:Meira

Sunnudagur 5. mars · Domino's deild karla í kvöld kl. 19:15

5 mar. 2017Fjórir leikir fara fram í kvöld kl. 19:15 í Domino's deild karla. Stöð 2 Sport ætlar að vera á tveim stöðum og skipta á milli leikja eftir spennustigi og gangi leikja. Aðalleikur kvöldins er leikur Skallagríms og Þórs Þorlákshafnar í Borgarnesi og skipt verður yfir í Stjarnan-Haukar inn á milli. Lifandi tölfræði verður á kki.is frá öllum leikjum kvöldsins að venju. Leikir kvöldsins: 🏀 Skallagrímur-Þór Þ. · Beint á Stöð 2 Sport 🏀 Stjarnan-Haukar · Beint á Stöð 2 Sport 🏀 Tindastóll-Grindavík 🏀 Snæfell-KR #korfubolti #dominos365Meira

Domino's deild karla í kvöld · Þór Ak.-Njarðvík í beinni á Stöð 2 Sport

3 mar. 2017Tveir leikir fara fram í kvöld í Domino's deild karla. Stöð 2 Sport verður á Akureyri og sýnir beint leik Þórs Akureyrar og Njarðvíkur. Leikir kvöldsins og dagskráin á Stöð 2 Sport: Kl. 19:15 🏀 Haukar-Snæfell · Sýndur beint á netinu á tv.haukar.is Kl. 20:00 🏀 Þór Akureyri-Njarðvík · Sýndur beint á Stöð 2 Sport Kl. 22:00 🏀 Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport þar sem farið verður yfir leiki og tilþrif í Domino's deildunum Fylgist með umræðunni á twitter undir #korfubolti og #dominos365Meira

Domino's deild karla í kvöld · KR-KEF í beinni á Stöð 2 Sport

2 mar. 2017Í kvöld er komið að næstu umferð í Domino’s deild karla og fara fram fjórir leikir kl. 19:15. Allir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is Stöð 2 Sport verður í DHL-höllinni í Frostaskjóli og sýnir beint leik KR og Keflavíkur.Meira