Fréttir

Nýjustu fréttir

Geysisbikarinn: Leik Þórs Ak. og Hauka seinkað

3 nóv. 2018Vegna veðurs er búið að seinka leik Þórs Ak. og Hauka í 32-liða úrslitum Geysisbikarsins.Meira

Geysisbikarinn · Leikir dagsins laugardaginn 3. nóvember

3 nóv. 2018Í dag fara fram fjölmargir leikir í Geysisbikarnum í 32-liða úrslitum karla og verða þeir í lifandi tölfræði á kki.is ef frá er talinn einn leikur sem kemur inn eftir á. 3. nóvember · Laugardagur Reynir S. · Tindastóll kl. 12:00 (statt kemur eftir leik) Þór Akureyri · Haukar kl. 15:00 Vestri-b · Hamar kl. 16:00 Snæfell · Þór Þorlákshöfn kl. 16:00 Haukar-b · KR-b kl. 17:00 Höttur · Skallagrímur kl. 18:30 Leikur Vestra-b og Hamars var færður til sunnudagsins kl. 15:00.Meira

Domino's deild karla · KR-Tindastóll í kvöld kl. 20:00

2 nóv. 2018Í kvöld mætast liðin sem léku til úrslita í fyrra, KR og Tindastóll, í DHL-höllinni í Vesturbænum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst kl. 20:00 í kvöld. Strax að leik loknum eða um 22:00 hefst svo Körfuboltakvöld þar sem umferðin í Domino's deildum karla og kvenna verður gerð upp með öllu því sem því fylgir.Meira

Breytt fyrirkomulag í dómaramenntun KKÍ

2 nóv. 2018Breytingar hafa verið gerðar á dómaramenntun KKÍ. Náminu hefur verið skipt niður í þrjá hluta. ​ Námskeið 1 - Grunnnámskeið er ætlað 10. bekk og eldri. Þátttakendum er ætlað að öðlast grunnþekkingar á leikreglum og dómaratækni. Námskeið 1 veitir þátttakanda réttindi til að dæma á fjölliðamótum hjá börnum á grunnskólaaldri. Námskeiðið fer þannig fram að dómarar koma í heimsókn til félaga og er fínt að nýta t.d. 10. flokks æfingatíma undir námskeiðið. Námskeiðið fer fyrst fram í fyrirlestrarsal og er síðan fært inn í íþróttasal. Lengd námskeiðsins er 3 klst. Meira

Geysisbikarinn · Fyrsti leikur 32-liða úrslitanna í kvöld

2 nóv. 2018Í kvöld kl. 20:00 fer fram fyrsti leikurinn í Geysisbikarnum 2019 á Grundarfirði þegar heimamenn taka á móti ÍA frá Akranesi í 32-liða úrslitum karla. Leikurinn verður í lifandi tölfræði á kki.is. Um helgina og á mánudaginn fara svo fram allir aðrir leikir 32-liða úrslitanna en dagskránna má sjá hér að neðan. Merki Geysis-bikarsins er að finna hérna á vef kki.is.Meira

Domino's deild karla · Stjarnan-Þór Þ. í beinni á Stöð 2 Sport

1 nóv. 2018Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deild karla kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Garðabænum og sýnir beint frá Mathús Garðabæjar-höllinni í Ásgarði frá leik Stjörnunnar og Þór Þorlákshafnar.Meira

FIBA Licenced Statisticians · 11 íslenskir stattarar fengu vottun

31 okt. 2018Um helgina síðastliðnu var haldið FIBA-stattnámskeið á vegum KKÍ og FIBA þar sem fulltrúi FIBA og Genius Sports, Oleksiy Nemenov, kom til landsins og hélt námskeið fyrir 12 þátttakendur. Hann er meðal annars umsjónarmaður LIGA ACB-deildarinnar á Spáni auka annara stórra deilda. Alls luku 11 tölfræðiskrásetjarjar fræðslu á netinu fyrir upphaf námskeiðisins og stóðust svo próf í lokin. Meira

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 31.10.2018

31 okt. 2018Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir þrjú mál á fundi sínum í vikunni.Meira

Domino's deild kvenna og karla í kvöld · Tvíhöfði hjá Breiðablik

31 okt. 2018Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deild kvenna og einn leikur í Domino's deild karla. Stöð 2 Sport verður í Smáranum Kópavogi og sýnir beint frá tvíhöfða Breiðabliks, en þar mæta karlarnir liði Skallagríms kl. 18:00 og svo konurnar liði Keflavíkur kl. 20:15. Meira

Félagskiptaglugginn lokar tímabundið 15. nóvember til áramóta fyrir 20 ára og eldri

31 okt. 2018Samkvæmt reglugerð KKÍ um félagaskipti mun félgaskiptaglugginn loka þann 15. nóvember á miðnætti fyrir meistaraflokka og unglingaflokka karla og kvenna fram til 1. janúar 2018 Í 3. gr. um tímabil félagaskipta segir: Félagaskipti í meistaraflokki karla og kvenna ásamt unglingaflokki karla og kvenna eru heimil frá og með 1. júní til og með 15. nóvember en óheimil frá og með 16. nóvember til og með 31. desember. Þau eru svo heimil frá og með 1. janúar til og með 31. janúar en óheimil frá 1. febrúar til og með 31. maí. Félagaskipti eru frjáls í öllum öðrum flokkum KKÍ, nema frá og með 1. febrúar til og með 31. maí ár hvert en á þeim tíma eru öll félagaskipti óheimil.Meira

Davíð Tómas og Rúnar Birgir að störfum erlendis

30 okt. 2018Það er nóg að gera hjá Rúnari Birgi Gíslasyni, FIBA eftirlitsmanni og Davíð Tómasi Tómassyni, FIBA dómara þessa dagana. Rúnar Birgir verður eftirlitsmaður Europe Cup Men á leik Bakken Bears gegn Z Mobile Prishtina í dag 31. október. Leikurinn fer fram á heimavelli Bakken Bears í Aarhus í Danmörku og hefst leikurinn kl. 18:30 að staðartíma. Davíð Tómas dæmir í EuroLeague Women leik CastorsBraine gegn ESBVA -LM á morgun 31. október. Leikurinn fer fram í Charleroi í Belgíu kl. 21:00 að staðartíma. Davíð Tómas mun einnig dæma 1. nóvember í EuroCup Women leik BBC Sint -Katelijne-Waver gegn BCF Elfic Fribourg. Leikurinn fer fram í Sint Katelijne Waver í Belgíum kl. 20:30 að staðartíma. Meira

Domino's deild karla · Tveir leikir í beinni í kvöld á Stöð 2 Sport

26 okt. 2018🍕 Domino's deild karla í kvöld 🗓 Föstudagur 26. okt. 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 18:30 🏀 Skallagrímur-ÍR ➡️📺 Beint á netinu á Stöð 2 Sport ⏰ 20:15 🏀 Valur-KR ➡️📺 Beint á Stöð 2 Sport ⏰ 22:10 🏀 Körfuboltakvöld ➡️📺 Beint á Stöð 2 Sport #korfubolti #dominosdeildinMeira

Dregið í Geysisbikar yngri flokka - 32-liða úrslit

25 okt. 2018Búið er að draga í 32-liða úrslit Geysisbikars yngri flokka.Meira

Domino's deild karla · Keflavík-Stjarnan í beinni á Stöð 2 Sport

25 okt. 2018Í kvöld verða fjórir leikir á dagskránni í Domino's deild karla. Stöð 2 Sport verður í Keflavík og sýnir beint frá leik Keflavíkur og Stjörnunnar. 🍕 Domino's deild karla 🗓 Fim. 25. okt. 🖥 LIVEstatt á kki.is frá öllum leikjum kvöldsins ⏰ 19:15 🏀 Tindastóll-Njarðvík · Beint á netinu á tindastolltv.com 🏀 Haukar-Breiðablik · Beint á netinu á tv.haukar.is 🏀 Þór Þ.-Grindavík ⏰ 20:00 🏀 Keflavík-Stjarnan ➡️📺 Beint á Stöð 2 SportMeira

Domino's deild kvenna · Breiðablik-KR í beinni á Stöð 2 Sport

24 okt. 2018Í kvöld er komið að næstu umferðinni í Domino's deild kvenna og hefjast allir leikirnir kl. 19:15 í kvöld. Stöð 2 Sport verður í Kópavoginum og sýnir beint frá leik Breiðabliks og KR. 🍕Domino's deild kvenna 🗓Miðvikudagurinn 24. okt. 🖥LIVEstatt á kki.is ⏰19:15 🏀 Breiðablik-KR · ➡️📺Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 Stjarnan-Haukar 🏀 Keflavík-Valur 🏀 Snæfell-SkallagrímurMeira

Davíð Tómas og Rúnar Birgir að störfum erlendis

23 okt. 2018Davíð Tómas Tómasson, FIBA dómari dæmir í EuroCup karla, leik BC Dipro frá Úkraínu - Aris B.C frá Thessaloniki í Grikklandi. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 24. október í Dnepropetrovsk í Úkraínu kl. 20:30 að staðartíma. Bein útsending er frá leiknum á heimasíðu keppninar. Davíð Tómas er fyrsti íslenski dómarinn til þess að dæma í Úkraínu. Rúnar Birgir Gíslason, FIBA eftirlitsmaður verður að störfum i EuroCup kvenna á leik A3 Basket Umea - Botas Spor Kulübü. Leikurinn fer fram í Umea í Svíþjóð kl. 19:00 að staðartíma miðvikudaginn 24. október. Meira

Domino's deild kvenna í kvöld · Heil umferð

21 okt. 2018Í kvöld er komið að heillri umferð í Domino's deild kvenna en kl. 19:15 hefjast fjórir leikir. Leikir kvöldsins kl. 19:15 · Domino's deild kvenna 🏀 Haukar-Keflavík 🏀 Valur-Breiðablik 🏀 Skallagrímur-Stjarnan 🏀 KR-Snæfell ➡️ Lifandi tölfræði á kki.is #korfubolti #dominosdeildinMeira

FRESTUN! Leik Sindra og Þórs Ak. frestað til morguns

20 okt. 2018Leik Sindra og Þórs Akureyri í 1. deild karla sem fram átti að fara kl. 14:00 í dag hefur verið frestað til morgundagsins og er settur á að nýju kl. 13:00. Þetta er gert vegna veðurs en ekki var flogið í morgun frá Akureyri. #korfuboltiMeira

Domino's karla í kvöld · Tveir leikir í beinni í kvöld!

19 okt. 2018Framundan eru tveir leikir í beinni útsendingu í kvöld frá Domino's deild karla en þá mætast Stjarnan og Skallagrímur í Garðabænum kl. 18:30 og kl. 20:15 verður sýnt beint frá leik ÍR og Breiðabliks. 🍕Domino's deild karla í kvöld 🗓Föstudagurinn 19. okt. 🖥LIVEstatt á kki.is ⏰18:30 🏀Stjarnan-Skallagrímur · Sýndur beint á Stöð 2 Sport ⏰20:15 🏀ÍR-Breiðablik · Sýndur beint á Stöð 2 Sport #korfubolti #dominosdeildinMeira

Domino's deild karla í kvöld · Grindavík-Keflavík í beinni á Stöð 2 Sport

18 okt. 2018Domino's deild karla býður upp á fjóra leiki í kvöld kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Röstinni í Grindavík og sýnir beint frá Grindavík-Keflavík. 🍕 Domino's deild karla 🗓 Fimmtudagurinn 18. okt. ⏰ 19:15 🏀 Grindavík-Keflavík · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 Njarðvík-Valur 🏀 KR-Þór Þ. · Beint á netinu á krtv.is 🏀 Tindastóll-Haukar · Beint á netinu á tindastolltv.com 🖥LIVEstatt frá öllum leikjum á kki.isMeira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira