Fréttir

Nýjustu fréttir

EuroBasket 2017 · Það er Pólland í dag

2 sep. 2017Andstæðingur Íslands á EuroBasket í dag er sterkt lið Pólverja. Pólverjar eru með gott lið og hafa reynst okkur erfiðir á síðustu árum. Leikurinn hefst kl. 13:45 í Helsinki en kl. 10:45 á Íslandi og í beinni á RÚV.Meira

EuroBasket 2017 · Grikkirnir sterkir í dag

31 ágú. 2017Ísland hóf keppni á EuroBasket í dag er þeir tóku á móti Grikklandi í Helsinki. Mikil eftirvænting hefur verið meðal Íslendinga eftir að keppni hefst og leikmennirnir jafn æstir að mótið fari af stað. Íslensku stuðningsmennirnir létu sitt ekki eftir liggja og fjölmenntu á leikinn og sköpuðu skemmtilega stemningu í húsinu.Meira

EuroBasket 2017 · ÍSLAND-GRIKKLAND í dag

31 ágú. 2017Í dag fimmtudaginn 31. ágúst er komið að stóru stundinni þegar Ísland leikur sinn fyrsta leik á EM, EuroBasket 2017, sem fram fer í Finnlandi. Meira

EuroBasket 2017 · Stuðningsmenn Íslands og „Fan-Zone“ í miðbæ Helsinki

30 ágú. 2017KKÍ í samstarfi við finnska körfuknattleikssambandi standa fyrir veglegu stuðningsmannasvæði eða „FAN-ZONE“ fyrir alla stuðningsmenn sína. FIBA mun að auki hafa svæði sitt við hliðina okkar. Svæðið verður staðsett á Kansalaistori Square í miðbæ Helsinki. Á stuðningsmannasvæðinu verður að finna veitingatjöld og veitingasölu, stóla og borð, risaskjá (sem sýnir alla kvöldleiki Finna), útikörfuboltavelli, sölubása og fleira skemmtilegt. Einnig verður risasvið þar sem meðal annars íslenskir listamenn munu troða upp fyrstu dagana. Meira

Móttaka hjá sendiráðinu

30 ágú. 2017Í gærkvöldi bauð íslenska sendiráðið í Finnlandi uppá móttöku í sendaherrabústaðnum vegna þátttöku Íslands á EuroBasket. Er það KKÍ mikið gleðiefni að sendiráðið hafi gefið sér tíma í að bjóða íslenska hópinn velkominn til Finnlands. En ásamt íslenska hópnum var íslenskum fjölmiðlum boðið og samstarfsfólki KKÍ í Finnlandi vegna skipulagningar EuroBasket.Meira

Herragarðurinn klæðir landsliðið vel!

28 ágú. 2017Strákarnir héldu af stað til Finnlands í morgun. Leikmenn liðsins og fylgdarlið voru klæddir sérsniðnum jakkafötum og tilheyrandi klæðnaði frá Herragarðinum. Munu þeir klæðast þeim fyrir leiki og við sérstök tilefni.Meira

Fylgist með strákunum á snappinu

27 ágú. 2017Strákarnir halda af stað til Finnlands í fyrramálið og verður hægt að fylgjast með ferðalagi þeirra á snappinu hjá RÚV og Karfan.isMeira

Íslenska liðið klárt

27 ágú. 2017Craig Pedersen kynnti í hádeginu hvaða 12 leikmenn skipa lið Íslands á EuroBasket sem hefst í Helsinski í vikunni.Meira

U16 stúlkna: Lokaleikurinn á EM gegn Noregi

25 ágú. 2017 U16 stelpurnar leika gegn Noregi á morgun kl. 7.45 að íslenskum tíma (09:45 staðartíma)Meira

U16 stúlkna: Svekkjandi tap gegn Bretlandi

25 ágú. 2017U16 ára stelpurnar eru staddar á Evrópumóti í Makedóníu um þessar mundir. Í dag tapaði liðið fyrir Bretlandi með aðeins einu stigi í umspili um 17.-20. sæti.Meira

Nýtt smáforrit(app) fyrir EuroBasket 2017

25 ágú. 2017FIBA er búið að gefa út smáforrit(app) vegna EuroBasket 2017 sem hefst í næstu viku.Meira

U16 stúlkur: Leikur gegn Bretlandi

25 ágú. 2017U16 stelpurnar leika gegn Bretlandi í dag kl. 10.00 að íslenskum tíma (12:00 staðartíma)Meira

Úrvalsbúðir · Seinni helgin 26.-27. ágúst

24 ágú. 2017Seinni helgi Úrvalsbúða í ár verða haldin um helgina næstkomandi, dagana 26.-27. ágúst. Staðsetningar eru þær sömu og á fyrri helginni en þá mættu um 700 krakkar til leiks. Úrvalsbúðirnar eru fyrir leikmenn fædda 2006, 2005 og 2004 og æfir hver árgangur einu sinni hvorn daginn. · Stelpur eru í Smáranum, Kópavogi · Strákar eru að Ásvöllum í Hafnarfirði í DB-SchenkerhöllinniMeira

U16 stúlkna: Fyrsti sigur í hús

24 ágú. 2017U16 ára stelpurnar sigruðu sinn fyrsta leik í Evrópumótinu í dag gegn Albaníu. Stelpurnar eru núna að spila í umspili um 17.-22. sætið. Eftir þennan sigur er ljóst að þær spila um 17.-20. sæti.Meira

U16 stúlkur: Leikur gegn Albaníu kl. 10.00

24 ágú. 2017U16 stelpurnar leika gegn Albaníu kl. 10:00 að íslenskum tíma (12:00 staðartíma)Meira

Litháen-Ísland · Lokatölur 84:62

23 ágú. 2017Íslenska karlalandsliðið lék sinn síðasta æfingaleik í kvöld gegn öflugu liði Litháens ytra. Litháen byrjaði feiknavel í leiknum og leiddi í hálfleik 52:27 eða með 25 stigum. Okkar strákar minkuðu muninn um níu stig fyrir lokaleikhlutann en Litháen unnu þann síðasta og lokatölur 84:62 fyrir Litháen.Meira

Landslið karla: Leikið við Litháen í kvöld

23 ágú. 2017Karlalandslið Íslands leikur lokaleik sinn fyrir EuroBasket 2017 sem hefst í Finnlandi í næstu viku, í dag þegar liðið mætir Litháen í Siauliu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 að staðartíma eða 16:30 að íslenskum tíma. Meira

U16 stúlkna: Ísrael of stór biti

22 ágú. 2017Í morgun spilaði íslenska U16 ára landsliðið gegn Ísrael, 48-63. Þetta var lokaleikurinn í riðlakeppninni og er því orðið ljóst að Ísland spilar um 17.-22. sæti á mótinu þar sem þær töpuðum öllum leikjunum. Meira

U16 stúlkna: Slappur þriðji leikhluti gegn Svíum

21 ágú. 2017Undir 16 ára lið stúlkna er nú í Makedóníu á EM. Þær töpuðu sínum þriðja leik gegn Svíum, 39-57.Meira

EuroBaket 2017 · Litháen-Ísland á miðvikudaginn

21 ágú. 2017Strákarnir okkar eru nú komnir til Litháens eftir ferðalag dagsins frá Ungverjalandi en þar verða þeir við æfingar á morgun þriðjudag. Á miðvikudaginn kemur þann 23. ágúst er komið að lokaæfingaleik liðsins fyrir EuroBasket, gegn Litháen.Meira