Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · KR-VALUR í beinni á Stöð 2 Sport

16 okt. 2019Í kvöld fer fram heil umferð í Domino's deild kvenna kl. 19:15. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá leik KR og Vals í DHL-höllinni. Allir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is. 🍕 Domino's deild kvenna í kvöld 🗓 Miðvikudaginn 16. október 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 19:15 🏀 KR-VALUR ➡️📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 KEFLAVÍK-BREIÐABLIK 🏀 SNÆFELL-SKALLAGRÍMUR 🏀 GRINDAVÍK-HAUKAR #korfubolti #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðanefndar 1.05.19

14 okt. 2019Aga- og úrskurðarnefnd var með til umföllunar, og komast að niðurstöðu í þremur málum í síðustu viku.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla: Þór Akureyri-Fjölnir í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld

11 okt. 2019Í kvöld fer fram einn leikur í Domino's deild karla þegar Þór Akureyri tekur á móti Fjölni fyrir norðan í Höllinni á Akureyri. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Í lok kvölds kl. 22:10 er svo komið að Domino's Körfuboltakvöldi en þar verður farið yfir síðustu leiki í Domino's deildunum.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · Tveir leikir sýndir beint

10 okt. 2019Í kvöld fara fram fimm leikir í Domino's deild karla og því aðeins einn leikur sem fer fram á morgun föstudag. Stöð 2 Sport sýnir beint frá tveim leikjum í kvöld, fyrst 18:30 frá leik Grindavíkur og Keflavíkur í Mustad-höllinni í Grindavík. Kl. 20:15 er svo komið að leik Njarðvíkur og Tindastóls í Njarðtaksgryfjunni í Njarðvík. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · Valur-Snæfell í beinni á Stöð 2 Sport

9 okt. 2019Domino's deild kvenna býður upp á fjóra leiki í kvöld og verður leikur Vals og Snæfells sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meira
Mynd með frétt

Geysisbikarinn · 32-liða úrslit karla

8 okt. 2019Nú var að ljúka drættinum í 32-liða úrslit karla í Geysisbikarnum 2019-2020 en alls voru 26 lið skrá til leiks, það eru 12 úr Domino's deildinni, 9 úr 1. deild karla og svo fimm neðri deildarlið, þarf af tvö b-lið. ​ Eftirfarandi lið drógust saman í fyrstu umferð þar sem dregið var í 10 viðureignir: Leikið verður helgina 2.-4. nóvember.​Meira
Mynd með frétt

Eftirlitsmenn og dómarar FIBA frá Íslandi að hefja störf tímabilið 2019-2020

8 okt. 2019Tímabilið er nú einnig hafið, líkt og hjá liðinum, hjá íslenskum alþjóða- dómurum og eftirlitsmönnum okkar. Rúnar Birgir Gíslason var eftirlitsmaður á leik sænska liðsins KFUM Borås Basket og tyrkneska liðsins Pinar Karsiyaka í forkeppni FIBA Europe Cup sem fram fór síðastliðinn þriðjudag. Leikið var í Borås í Svíþjóð og fór svo að lokum að Tyrkirnir siguðu 70:77 en þess má geta að landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson leikur með Boras. Liðin mætast í síðari leik sínum á morgun miðvikudag í Tyrklandi.Meira
Mynd með frétt

Geysisbikarinn 2020 · Dregið í 32-liða úrslit karla

7 okt. 2019Á morgun, þriðjudaginn 8. október verður dregið í 32-liða úrslit bikarkeppni karla. Að þessu sinni eru 26 lið skráð í bikarinn. Dregið verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík kl. 12:15. Fulltrúum þeirra liða sem eru skráð til leiks er boðið á fundinn ásamt fjölmiðlum. Leikið verður 2.-4. nóvember í fyrstu umferð hjá körlunum. Meira
Mynd með frétt

1. deildir karla og kvenna 2019-2020

7 okt. 2019Um helgina hófst keppni í 1. deildum karla og kvenna tímabilið 2019-2020 en í 1. deild karla leika 9 lið og 7 lið eru í 1. deild kvenna í ár. Fyrirkomulag mótsins eru með sama móti og undanfarin ár, hjá körlum fara deildarmeistararnir beint upp í Domino's deildina að ári liðnu og næstu fjögur lið leika í úrslitakeppni um hitt lausa sætið í efstu deild. Hjá konunum leika fjögur efstu liðin í úrslitakeppni um eitt laust sæti í Domino's deildinni tímabilið 2020-2021. Á dögunum á fjölmiðla- og kynningarfundi Domino's deildanna fyrir tímabilið var kynnt spá þjálfara, fyrirliða og formanna liðanna í 1. deildunum fyrir tímabilið og var hún svona samkvæmt þeirra atkvæðum:Meira
Mynd með frétt

Domino's deildirnar 2019-2020 eru farnar af stað!

4 okt. 2019Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld

4 okt. 2019Í kvöld fara fram tveir leikir í Domino's deild karla og verða báðir leikirnir í beinni á Stöð 2 Sport. Fyrst eigast við Þór Þorlákshöfn og Stjarnan kl. 18:30 og svo strax á eftir kl. 20:15 er það leikur íslandsmeistara KR gegn Grindavík. Að seinni leiknum loknum er svo komið að Domino's körfuboltakvöldi þar sem fyrsta umferð karla og kvenna verður gerð upp og farið yfir helstu tilþrifin.Meira
Mynd með frétt

Aðgöngukort KKÍ 2019-2020 í samstarfi við Símann Pay

3 okt. 2019Líkt og á síðasta tímabili verða aðgöngukort KKÍ gefin út rafrænt í Síminn Pay smáforritinu. Síminn Pay appið er aðgengilegt bæði í App Store og Google Play store fyrir iOS og Android tæki. Þar geta korthafar sem eiga aðgöngukort á þessu tímabili skráð sig inn með kennitölu og þá birtist kortið þeirra undir „vildarkort“ inni í forritinu. Það kort verða handhafar að sýna á leikvöllum í vetur til að fá aðgang. Hægt er sækja miða undir „miðakaup“ fyrir leik og virkja á leikstað.Meira
Mynd með frétt

2. deild kvenna · Skráning hafin

3 okt. 2019Opnað hefur verið fyrir skráningu í 2. deild kvenna fyrir veturinn 2019-2020. Mótið er utandeild og um það gilda því ekki hefðbundnar félagaskiptareglur. Mótið heppnaðist með miklum ágætum á síðustu leiktíð og ekki er búist við minni gleði og ánægju á komandi leiktíð.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla hefst í kvöld!

3 okt. 2019Í kvöld er komið að stóru stundinni þegar Domino's deild karla tímbilið 2019-2020 hefst. Fjórir leikir fara fram í kvöld og verður leikur Hauka og nýliða Þórs Akureyri sýndur beint frá Hafnarfirði á Stöð 2 Sport. Nýliðar Fjölnis fá heimaleik gegn Val í fyrstu umferð en Fjölnir lék síðast í efstu deild árið 2015. ​ Á morgun föstudag mætast svo Þór Þ. og Stjarnan kl. 18:30 og KR og Grindavík kl. 20:00 og verða báðir leikirnr í beinni á Stöð 2 Sport.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna hefst í kvöld!

2 okt. 2019Í kvöld er komið að stóru stundinni þegar Domino's deild kvenna tímbilið 2019-2020 hefst. Heil umferð fer fram í kvöld og verður leikur KR og Keflavíkur sýndur beint frá DHL-höllinni. Nýliðar Grindavíkur fá heimaleik gegn íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð en Grindavík lék síðast í efstu deild árið 2017. Meira
Mynd með frétt

Keflavík 90 ára

1 okt. 2019Sunnudaginn 29. september varð Keflavík, Íþrótta-og Ungmennafélag, 90 ára og hélt að því tilefni afmælishóf í Íþróttahúsi sínu Blue-höllinni að Sunnubraut. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, varaformaður KKÍ, mættu í afmælið, óskuðu félaginu til hamingju með áfangann og ræddu hversu stóran og og mikilvægan þátt Keflavík hefur átt í íslenskum körfbolta nánast frá upphafi körfunnar hér á landi. Einnig þökkuðu þau öllum þeim fjölmörgu einstaklingum hafa starfað fyrir félagið fyrir þeirra mikilvæga þátt í sjálfboðaliðastarfi körfuboltans sem og fyrir bæjarfélagið, starf sjálfboðaliðans verður seint eða aldrei metið til fjár en hverju félagi er mikilvægt að hafa öflugt fólk sem sinnir sínu starfi félagi sínu og bæjarfélagi til heilla.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Spá formanna, fyrirliða og þjálfara

30 sep. 2019Í dag var kynnt spá félaganna um lokastöðuna í deildinni sem hefst á fimtudaginn kemur með fyrstu leikjunum en á föstudaginn klárast svo fyrsta umferðin. Haldinn var blaðamannafundur á Hard Rock í Lækjargötunni í dag og þar voru fulltrúar liðanna mættir til að spjalla við fjölmiðla. Samkvæmt henni verður KR deildarmeistari og deildarmeistarar síðasta árs, Stjarnan þar á eftir. Samkvæmt spá formanna, fyrirliða og þjálfara verður lokastaðan í vetur þessi í Domno's deild karla: ​Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Spá formanna, fyrirliða og þjálfara

30 sep. 2019Í dag var kynnt spá félaganna um lokastöðuna í deildinni sem hefst á miðvikudaginn kemur með fyrstu umferð. Haldinn var blaðamannafundur á Hard Rock í Lækjargötunni í dag og þar voru fulltrúar liðanna mættir til að spjalla við fjölmiðla. Samkvæmt henni verður Valur deildarmeistari annað árið í röð og KR þar á eftir. Samkvæmt spá formanna, fyrirliða og þjálfara verður lokastaðan í vetur þessi í Domno's deild kvenna:Meira
Mynd með frétt

Meistarar meistaranna 2019

28 sep. 2019Sunnudaginn 29. september verða leikir meistara meistaranna leiknir í Origo-höll Valsmanna. Leikið er til skiptis á heimavelli Íslandsmeistara karla og kvenna, en 2018 fóru leikirnir fram í DHL-höll KR. Leikirnir þetta árið eru: Meistarakeppni karla: 17:00 · KR - Stjarnan Meistarakeppni kvenna: 19:15 · Valur - Keflavík Leikirnir verða í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.Meira
Mynd með frétt

Geysisbikarkeppni yngri flokka - 32 liða úrslit

25 sep. 2019Hinn geðþekki fjölmiðlamaður Kjartan Atli Kjartansson dró í 32 liða úrslit í Geysisbikarkeppni KKÍ á skrifstofu KKÍ í dag. Að þessu sinni var dregið í þremur flokkum, 9. og 10. flokki drengja og drengjaflokki, en í 9. og 10. flokki stúlkna, stúlknaflokki og unglingaflokki karla hefst bikarkeppnin ekki fyrr en í 16 liða úrslitum.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira