Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Meistarakeppni kvenna á miðvikudag | Valur - Haukar

18 sep. 2023Íslandsmeistarar Subway deildar kvenna, Valur og VÍS bikarmeistarar kvenna, Haukar, mætast í árlegri meistarakeppni KKÍ næsta miðvikudag, 20. september. Leikið verður á heimavelli Íslandsmeistara Vals og hefst leikurinn stundvíslega kl. 19:15. Miðasala fyrir leikinn fer fram í Stubb.Meira
Mynd með frétt

EM kvenna 2025: Dregið í riðla á morgun kl. 12:00

18 sep. 2023Á morgun þriðjudaginn 19. september verður dregið í riðlakeppnina fyrir undankeppni EM kvenna, EuroBasket Women's, sem fer fram sumarið 2025. Dregið verður í beinni á Youtube-rás FIBA 36 lönd taka þátt og í fyrsta sinn kvennamegin verður lokamótið haldið hjá fjórum þjóðum, Tékklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Ítalíu. Þessi fjögur lönd leika saman í undankeppninni þar sem þau eru nú þegar örugg á lokamótið sem gestgjafar og því munu hin 32 löndin leika í átta fjögura liða riðlum. Leikið verður heima og að heiman í nóvember 2023, nóvember 2024 og febrúar 2025. 16 lið leika á EM og því eru 12 sæti í boði, efstu átta í hverjum riðli og fjögur bestu 2. sæti hvers riðils, þar sem fjögur lönd eru komin áfram sem gestgjafar. Búið er að skipta löndunum upp í átta styrkaleikaflokka og er Ísland í 7. styrkleikaflokki. Ísland mun verða dregið í riðil með einu liði úr flokki 2, 3 og 6 á meðan hin liðin í riðlum 1, 4, 5 og 8 verða dregin saman. Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi:Meira
Mynd með frétt

Yfirlýsing frá BLÍ, HSÍ, FRÍ, FSÍ, KKÍ, KSÍ og SSÍ

15 sep. 2023Frá BLÍ, HSÍ, FRÍ, FSÍ, KKÍ, KSÍ og SSÍ Íþróttastarf gengur ekki bara út á að kenna börnum og unglingum iðkun íþróttagreina. Íþróttahreyfingin gegnir mikilvægu uppeldishlutverki gagnvart þessum ungu iðkendum og í starfinu er ekki síður unnið markvisst að því að kenna góð gildi sem má taka með sér út í lífið. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að börn eigi rétt á gæðamenntun, heilsuvernd, vernd gegn ofbeldi og upplýsingum um þau málefni sem þau varða. Við viljum að börn og unglingar, þátttakendur í okkar íþróttastarfi, finni fyrir öryggi, trausti og hvatningu til góðra verka og að þau finni að við höfum þeirra farsæld, velferð, heilbrigði og hag að leiðarljósi. Þess vegna taka neðangreind íþróttasérsambönd heilshugar undir sameiginlega yfirlýsingu ríkis, borgar og annarra samtaka um hinsegin mál og fræðslumál. Blaksamband Íslands Fimleikasamband Íslands Frjálsíþróttasamband Íslands Handknattleikssamnband Íslands Knattspyrnusamband Íslands Körfuknattleikssamband Íslands Sundsamband Íslands Stjórnarráðið: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/09/14/Vegna-umraedu-um-hinsegin-og-kynfraedslu/ Borgin: https://reykjavik.is/frettir/vegna-umraedu-um-kynfraedslu-og-hinseginfraedslu Fréttatilkynningin: https://reykjavik.is/sites/default/files/2023-09/frettatilkynning-vegna-umraedu-um-hinseginfraedslu_2.pdfMeira
Mynd með frétt

Dómaranámskeið á ensku 30. september

7 sep. 2023Laugardaginn 30. september nk. stendur KKÍ fyrir þjálfaranámskeiði á ensku. Námskeiðið er opið öllum þeim sem tala ensku, hverrar þjóðar sem þeir eru. Frekari upplýsingar um námskeiðið fylgja hér fyrir neðan á ensku. --- On Saturday, 30 September, the Icelandic Basketball Federation will host a free referee clinic in English. The clinic starts at 10:00 in the morning and should take about 8 hours. The clinic will be in Reykjavík; all registered participants will get more info before the clinic. The clinic is free, and all participants will get lunch included. All participants will graduate as referees, and those interested can start refereeing official basketball games in Iceland soon after. All referees get paid for their work, which is a chance to add to your income stream. All participants need to bring their computers or tablets for the course. The course material includes the basics of refereeing, such as the rules of the game and referee mechanics. Everyone who graduates from the clinic can referee in the lower men's leagues and the older youth groups. Everyone who graduates will also receive a referee whistle. Registration is now open! Don't hesitate to contact the federation by email at kki@kki.is if you have any thoughts or questions about the course.Meira
Mynd með frétt

Skráning hafin í 2. deild kvenna og 3. deild karla

6 sep. 2023Opnað hefur verið fyrir skráningu í 2. deild kvenna og 3. deild karla fyrir keppnistímabilið 2023-2024. Skráning er opin til kl. 23:59 mánudaginn 18. september 2023. Mikilvægt er að allar skráningar skili sér á réttum tíma. Fyrirhugað er að keppni þessara deilda hefjist um miðjan október. 2. deild kvenna og 3. deild karla byggir á sama grunni, þar sem leiknir verða 8-12 leikir yfir keppnistímabilið heima og að heiman. Leikið verður frá miðjum október og fram til 28. apríl. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu KKÍ.Meira
Mynd með frétt

HM karla 2023: 8-liða úrslitin framundan

4 sep. 2023Nú er ljóst hvaða átta lið keppa til úrslita um heimsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla 2023. Úrslitin hefjast á morgun þriðjudaginn 5. september með tveim leikjum og svo seinni tveir leikirnir daginn eftir miðvikudaginn 6. september. Áhugavert er að sjá sex evrópsk lið í úrslitunum sem sýnir styrkleika evrópska körfuboltans á heimsvísu. RÚV mun sýna alla leikina sem eftir eru í keppninni beint en það er +8 klst. tímamismunur til Asíu og því leikirnir snemma dags hjá okkur á Íslandi. Þri · 5. september Litháen - Serbía · kl. 08:45 Ítalía - Bandaríkin · kl. 12:40 Mið · 6. september Þýskaland - Lettland · kl. 08:45 Kanada - Slóvenía · kl. 12:30Meira
Mynd með frétt

Minnibolti 10 og 11 ára | staðsetningar móta

1 sep. 2023Birtar hafa verið staðsetningar Íslandsmót minnibolta þetta tímabilið hér á heimasíðu KKÍ. Hægt er að nálgast upplýsingarnar í valmyndinni efst á síðunni, en þar má finna þetta undir Mótamál > Yngri flokka mót > Minnibolti 10 og 11 ára staðsetning móta.Meira
Mynd með frétt

Íslandsmótið hefst á morgun

1 sep. 2023Íslandsmótið 2023-2024 hefst með formlegum hætti á morgun, en fyrsti leikurinn þetta tímabilið er viðureign Keflavíkur og Ármanns í 9. flokki stúlkna.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: Tveir vináttulandsleikir gegn Svíðþjóð í Södertalje

17 ágú. 2023Íslenska kvennalandsliðið lagði af stað til Svíþjóðar í dag en framundan eru tveir æfingaleikir við Svíþjóð sem fara fram á föstudag og laugardag. Er þetta liður í undirbúningi fyrir undakeppni EM 2025 sem byrjar í nóvember. Dregið verður um hverjir andstæðingar Íslands verða um miðja september. Leikið verður í Södertalje þar sem NM fór fram í ár hjá yngri liðunum og verða færðar fréttir af streymi og tölfræði þegar nær dregur eftir því hvað verður í boði frá leikjunum.Meira
Mynd með frétt

U14 afrekshópar 2023 · Æfingahelgar í ágúst

17 ágú. 2023KKÍ mun standa fyrir æfingum í U14 æfingahópum líkt og síðastliðin ár. Æfingar með U14 hópnum er undanfari að U15 ára landsliði Íslands sem kallað verður inn til æfinga í lok ársins fyrir verkefni sumarið 2024. Í æfingahópnum er það yfirþjálfari ásamt reyndum gestaþjálfurum KKÍ sem stjórna ýmsum tækniæfingum og kynna helstu áherslur fyrir komandi yngri landslið. Það er Borche Ilievski sem er yfirþjálfari U14 æfingahóps drengja og Andrea Björt Ólafsdóttir sem er yfirþjálfari U14 æfingahóps stúlkna í sumar. Allar nánari upplýsingar má finna á: www.kki.is/u14Meira
Mynd með frétt

FIBA Olympic Pre-Qualifiers · Landslið karla: BÚLGARÍA-ÍSLAND í dag kl. 14:00

15 ágú. 2023🇧🇬 BÚLGARÍA 🆚 🇮🇸 ÍSLAND Lokaleikur Íslands á mótinu. 🏆 FIBA OLYMPIC PRE-QUALIFIERS 🏀 Landslið karla 🗓 Þri. 15. ágúst ⏰ 14:00 ísl. tími 📍 Istanbul, Tyrklandi 🖥 Sýndur beint á @ruv_ithrottir 📲 Heimasíða mótsins · Livestatt og info ➡️ https://www.fiba.basketball/opqt/turkiye/2023 #korfubolti Meira
Mynd með frétt

FIBA Olympic Pre-Qualifiers: Ísland-Úkraína í dag kl 15:00

13 ágú. 2023🇮🇸 ÍSLAND 🆚 🇺🇦 ÚKRAÍNA 🏆 FIBA OLYMPIC PRE-QUALIFIERS 🏀 Landslið karla 🗓 Sun. 13. ágúst ⏰ 15:00 ísl. tími 📍 Istanbul, Tyrklandi 🖥 Sýndur beint á RÚV 📲 Heimasíða mótsins · Livestatt og info ➡️ fiba.basketball/opqt/turkiye/2… #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Olympic Pre-Qualifiers · Landslið karla: TYRKLAND-ÍSLAND í dag kl. 17:00

12 ágú. 2023Íslenska karlalandsliðiði hefur í dag keppni á FIBA OLYMPIC PRE-QUALIFIERS mótinu sem fram fer í Tyrklandi í Istanbul. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Tyrklandi í dag kl. 17:00 að íslenskum tíma. Hægt er að sjá lifandi tölfræði, riðlana, dagkránna og myndir á heimasíðu mótsins: www.fiba.basketball/opqt/turkiye/2023 RÚV mun sýna beint frá leikjum Íslands á mótinu og eru leiktímar eftirfarandi: TUR-ISL: 12. ágúst kl. 17:00 · Beint á RÚV ISL-UKR: 13. ágúst kl. 15:00 · Beint á RÚV BUL-ISL: 15. ágúst kl. 14:00 · Beint á RÚVMeira
Mynd með frétt

ÚRVALSBÚÐIR 2023 · Æfingahelgi 2 helgina 12.-13. ágúst

10 ágú. 2023Um næstu helgi er komið að Úrvalsbúðum KKÍ, æfingahelgi 2, þetta sumarið. Þetta er seinni æfingahelgi Úrvalsbúða en þar eru leikmenn fæddir 2010, 2011 og 2012 sem æfa laugardag og sunnudag. 2010 krakkarnir æfa hjá KR að Meistaravöllum og 2011 og 2012 krakkarnir eru hjá Haukum á Ásvöllum. Alllar nánari upplýsingar um æfingatíma er að finna á upplýsingasíðu Úrvalsbúða hérna á kki.is: Meira
Mynd með frétt

FIBA OLYMPIC PRE-QUALIFIERS · Lið Íslands á mótinu í Tyrklandi

10 ágú. 2023Íslenska karlalandsliðiði heldur í dag til Tyrklands þar sem liðið tekur þátt í FIBA OLYMPIC PRE-QUALIFIERS mótinu í Istanbul. RÚV mun sýna beint frá leikjum Íslands á mótinu en leikið verður 12. ágúst gegn Tyrklandi, 13. ágúst gegn Úkraínu og 15. ágúst gegn Búlgaríu. Leiktímar að íslenskum tíma: TUR-ISL: 12. ágúst kl. 17:00 · Beint á RÚV ISL-UKR: 13. ágúst kl. 15:00 · Beint á RÚV BUL-ISL: 15. ágúst kl. 14:00 · Beint á RÚV Ein breyting hópnum hefur verið gerð frá æfingamótinu í Ungverjalandi um daginn en Elvar Már Friðriksson, leikmaður PAOK í Grikklandi kemur inn í hópinn fyrir Sigurð Pétursson. Martin Hermannsson á því miður ennþá ennþá við meiðsli að stríða og gat ekki gefið kost á sér að þessu sinni.Meira
Mynd með frétt

Dregið í riðla fyrir undankeppni EuroBasket, EM karla í körfuknattleik

8 ágú. 2023Dregið verður í riðla fyrir EM karla, EuroBasket 2025, í höfuðstöðvum FIBA í Þýskalandi kl. 09:30 í dag. Þá verður einnig dregið í keppni EuroCup þar sem Tindastóll er meðal þátttökuliða í forkeppni þeirra keppni. Dregið verður í riðla fyrir EM-kvenna í september. Bein útsending frá drættinum: www.youtube.com/watch?v=OtfuSJlh0jo Nánar um dráttinn og keppnina hjá körlunum ásamt um keppnisfyrirkomulagið nánar má finna á: www.fiba.basketball/eurobasket/2025/qualifiers EuroBasket-riðlakeppnin verður haldið á Kýpur, í Finnlandi, Lettlandi og Póllandi og úrslitin verða í Lettlandi í kjölfarið. Með góðum árangri í undankeppni HM síðastliðin tvö ár tryggði Ísland sér sæti beint í undankeppni EM sem hefst í febrúar 2024 og dregið verður í á eftir. Ísland á möguleika á að lenda með liðum úr styrkleikaflokki 2, 3 og 6 en Ísland er í 7. flokknum. Áttundi flokkurinn eru liðin sem komu upp í gegnum forkeppni að undankeppni EM og fer með styrkleikaflokkum 1, 4, og 5. Þrjú efstu liðin fara áfram í lokakeppnina en Ísland á eingöngu möguleika á að vera með einum gestgjafa sem er Pólland, en ef Ísland leikur með Póllandi í riðli, verða það tvö efstu liðin fyrir utan Pólland sem gefa sæti á EuroBasket úr riðlinum.Meira
Mynd með frétt

U15 landslið Íslands · Landsleikir og æfingabúðir í Kisakallio, Finnlandi

7 ágú. 2023U15 ára landslið drengja og stúlkna ferðuðust til Finnlands í gær sunnudag þar sem þau taka þátt í landsleikja- og æfingabúðum með finnsku U15 landsliðunum. Verkefnið var fyrst haldið síðastliðið sumar og þóttist takast mjög vel og var mikil ánægja með verkefnið, bæði meðal leikmanna, KKÍ og finnska sambandsins á móti. Því var ákveðið að halda áfram með sama sniði og leika í ár tvö 10 manna lið drengja og tvö 10 manna lið stúlkna nokkra leiki gegn finnsku liðunum sem eru sett upp eins auk þess að æfa á milli leikja og leikdaga. Landsliðin dvelja og leika á Kisakallio-íþróttasvæðinu þar sem NM-mótin, og nú síðast NM-mót U16 ára 2023, hafa verið haldin á undanförnum árum. U15 ára landslið Íslands eru fyrstu landslið hvers árgangs en þar kynnast leikmenn því hvað það er að vera í landsliði, fylgja dagskrá þjálfara, æfa, taka liðsfundi og undirbúa sig fyrir leiki og svo framvegis. Dvalið verður fram til 12. ágúst þegar liðin ferðast heim.Meira
Mynd með frétt

EM 2023: U16 drengja á leið til Rúmeníu · Keppnin hefst á föstudaginn

2 ágú. 2023U16 ára landslið drengja ferðast í dag til Pitesti í Rúmeníu þar sem þeir munu taka þátt í B-deild Evrópumóts FIBA. U16 stúlkna er svo síðasta liðið í sumar sem fer á EM mót FIBA en þær ferðast út 8. ágúst næstkomandi. Keppni hjá U16 drengja hefst 4. ágúst en Ísland leikur í riðli með Georgíu, Rúmeníu, Bosníu og Austurríki. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1.-8. og 9.-21. Liðið hefur leik gegn Bosníu á föstudaginn kl. 17:30 að íslenskum tíma og stendur keppnin yfir frá 4.-13. ágúst. Hægt er að sjá allt um mótið, dagskrá leikja, riðla og stöðu, lifandi tölfræði og opið beint streymi frá öllum leikjum á heimasíðu FIBA U16 EM mótsins: www.fiba.basketball/europe/u16b/2023Meira
Mynd með frétt

Landslið karla: Æfingamót í Ungverjalandi - UNGVERJALAND-ÍSLAND í dag

30 júl. 2023Í dag er komið að seinni leik landsliðs karla í vináttulandsleikja æfingamóti í Ungverjalandi þar sem leikið er gegn Ísrael og heimamönnum. Mótið er liður í undirbúningi liðanna fyrir fyrri umferð undankeppni Ólympíuleikanna hjá Evrópu sem fram fer í Tyrklandi 12.-20. ágúst hjá Íslandi en Ísrael og Ungverjaland eru í hinum riðlinum í Eistlandi/Póllandi. 🇭🇺 UNGVERJALAND 🆚 🇮🇸 ÍSLAND 🏆 Vináttulandsleikur 🏀 Landslið karla 🗓 Sun. 30. júlí ⏰ 15:00 ísl. tími 📍 Kecskemét, UngverjalandiMeira
Mynd með frétt

Dómarar, eftirlitsmenn og dómararþjálfarar Íslands · Verkefni sumarsins

30 júl. 2023Það er ekki bara nóg um að vera hjá landsliðum og þjálfurum yngri liða KKÍ sumarið 2023 heldur eru íslenskir dómarar og eftirlitsmenn að störfum fyrir FIBA og KKÍ á mörgum sumarmótum FIBA. Alls munu íslensku landslið KKÍ (U15, U16, U18, U20 og landslið karla og kvenna leika rétt rúmlega 100 landsleiki sumarið 2023. Þeir dómarar sem hafa verkefni í sumar á vegum FIBA eru þeir Davíð Tómas Tómasson og Jóhannes Páll Friðriksson dómarar sem dæma á Evrópumótum sumarsins. Davíð Tómas hefur lokið einu af þrem mótum sumarsins, í A-deild karla og er um þessar mundir á einu móti, U18 drengja B-deild og mun halda svo á U16 mót drengja í B-deild og Jóhannes Páll heldur út með U16 liði stúlkna í B-deild í byrjun ágúst. · EM U20 karla - Davíð Tómas Tómasson · EM U18 drengja - Davíð Tómas Tómasson · EM U16 drengja - Davíð Tómas Tómasson · EM U16 stúlkna - Jóhannes Páll FriðrikssonMeira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira