Íslenska kvennalandsliðið mætir í kvöld landsliði Bosníu í sínnum síðasta leik í riðlakeppninni í undankeppninni fyrir EM kvenna 2019. Lokamótið fer fram næsta sumar í Serbíu og Lettlandi.
Leikurinn hefst kl. 19:45 í Laugardalshöllinni og verður í beinni útsendingu á RÚV2.
Nánar ...
Noregur og Ísland léku tvo leiki í gær og fyrradag í Bergen í Noregi. Leikirnir eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir forkeppni EuroBasket 2021 og eru úti í boði norska sambandsins sem heldur upp á 50 ára afmæli sitt í ár.
Nánar ...
Noregur og Ísland mætast öðru sinni núna kl. 16:00 að íslenskum tíma en leikurinn fer fram í Bergen í Noregi. Um er að ræða seinni vináttulandsleik þjóðanna í tilefni af 50 ára afmæli norska sambandsins.
Nánar ...
Íslenska landslið karla lék í kvöld fyrri leik sinn gegn landsliði Norðmanna í Bergen, en liðin mætast öðru sinni á morgun. Leikurinn er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir forkeppni EuroBasket 2021 og er liðið í boði norska sambandsins sem heldur upp á 50 ára afmæli sitt í ár.
Eftir að hafa skoað aðeins fimm stig í öðrum leikhluta og lent 20 stigum undir í hálfleik, þá er skemmst frá því að segja íslenska liðið kom allt annað til leiks í seinni hálfleik og byrjaði fljótlega að minnka muninn hægt og rólega með betri varnarleik og skilvirkari sókn. Frábært kafli í lok leikhlutans og í byrjun fjórða leikhluta lagði grunninn að því að leikurinn varð jafn og þá sýndu íslensku strákarnir sínar bestu hliðar og lönduðu sigri 69:71, með yfirvegun og skynsömum leik og frábærri vörn.Nánar ...