Fyrsta Íslandsmót karla Síðla hausts 1951 var ákveðið að halda Íslandsmót vorið 1952 og var það að öllu leyti í höndum Íslendinga nema Bandaríkjamenn úr Varnarliðinu dæmdu tvo leiki. Fyrsta Íslandsmótið fór fram áað Hálogalandi í Reykjavík frá 21. apríl til 3. maí og sáu ÍR-ingar um framkvæmdina. Þar sem Körfuknattleiksfélagið Gosi hafði ekki fengið staðfestingu ÍSÍ keppti það sem gestalið. Sigurvegari á þesu fyrsta Íslandsmóti var Íþróttafélag Keflavíkurflugvallar, ÍKF, og hreppti það verðlaunagrip sem fyrirtækið Lockheed gaf til keppninnar, reyndar sama grip og félagið fékk fyrir sigur á Lockheed-mótinu á Keflavíkurflugvelli árið áður. Með þessu Íslandsmóti má segja að körfuknattleikurinn hafi fyrst fest rætur hér á landi. Aðeins var keppt í meistaraflokki karla og þátt tóku fimm lið: frá ÍKF, ÍR, ÍS, Ármann og Gosa. Fram fór einföld umferð og leikir urðu því alls 10. Í fyrsta leik þessa fyrsta Íslandsmóts sem fram fór mánudagskvöldið 21. apríl, sigraði ÍKF lið menntaskóladrengjanna í Gosa 40:25. Síðari leikur kvöldsins var viðureign Ármanns og ÍS, þar sem síðarnefnda liðið bar sigur úr bítum, 43:36. Í annarri umferð mótsins, 23. apríl, sigraði ÍR lið Ármanns 22:14 og ÍKF bar sigurorð af ÍS 35:29 eftir tvíframlengdan leik. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan 22:22, eftir fyrri framlengingu 24:24 en “sunnanmenn” – eins og Keflvíkingarnir voru kallaðir í Morgunblaðinu – voru betri í síðari framlengingu og knúðu fram sigur. Heimildum ber ekki saman um úrslit en meðfylgjandi tölur eru frá Inga Gunnarssyni, fyrirliða ÍKF, sem hann skráði í bók á sínum tíma, og verða að teljast áreiðanlegar. Þeir ÍKF-menn fengu þó ekki verðlaunagrip til eignar 1952. KKÍ færði hins vegar hverjum og einum meistaranna úr ÍKF fallegan grip mörgum árum seinna. Reglur hérlendis fyrstu árin voru hinar sömu og Íslendingar höfðu vanist hjá Bandaríkjamönnum á Keflavíkurflugvelli, t.d. var hverjum leik skipt í fjóra hluta, 12 mínútur hverjum, ens og tíðkaðist þá og gerir raunar enn í Bandaríkjunum. Þær reglur giltu síðan lengi hérr, eins og annars stðar í Evrópu að hver leikur var 2x20 mínútur. Frá og með keppnistímabilinu, 2000-01, má segja að menn hafi verið að nálgast upphafið á ný, nú standa leikir á vegum FIBA og þar emð KKÍ í 4x10 mínútur. Fyrsta Íslandsmót kvenna Vorið 1953 fór fram fyrsta Íslandsmót kvenna, þó var aðeins leikinn einn leikur þar sem aðeins tvö lið tóku þátt, Ármann og ÍR. Alþýðublaðið sagði: “Sigraði Ármann þar með nokkrum yfirburðum. Stúlkurnar leika eftir reglum sem eru mjög frábrugðnar leikreglum karla og gerir það aðeins leik þeirra hægari og leiðinlegri. Eðlilegast væri að stúlkurnar léku eftir sömu reglum og piltarnir, en leiktími þeirra yrði mun styttri og einnig kæmi til greina að láta þær leika á styttri velli,” segir í blaðinu. Uppistaðan í þessu fyrsta Íslandsmeistaraliði Ármanns voru stúlkur úr handboltaliði félagsins. “Við máttum ekki fara yfir miðlínu sem var auðvitað mjög mikil hindrun. Loks þegar bíð var að ná boltanum og hraðinn jókst í leiknum urðum við að stoppa – það var dæmd einstaklingsvilla ef varnarmaður fór fram yfir miðlínu,” sagði Ástbjörg Gunnarsdóttir íþróttakennari við höfund bókarinnar Leikni framar líkamsburðum, en hún var í þessu fyrsta Íslandsmeistaraliði Ármanns. Ástbjörg kynntist körfuknattleik í fyrsta skipti af eigin raun þegar hún hóf nám á Laugarvatni haustið 1948, annan veturinn sem Sigríður Valgeirsdóttir kenndi þar. Grein þessi eru að mestu leiti byggð á greinum úr bókinni Leikni framar líkamsburðu sem Skapti Hallgrímsson skrifaði
Grein
Fyrsta Íslandsmót karla Síðla hausts 1951 var ákveðið að halda Íslandsmót vorið 1952 og var það að öllu leyti í höndum Íslendinga nema Bandaríkjamenn úr Varnarliðinu dæmdu tvo leiki. Fyrsta Íslandsmótið fór fram áað Hálogalandi í Reykjavík frá 21. apríl til 3. maí og sáu ÍR-ingar um framkvæmdina. Þar sem Körfuknattleiksfélagið Gosi hafði ekki fengið staðfestingu ÍSÍ keppti það sem gestalið. Sigurvegari á þesu fyrsta Íslandsmóti var Íþróttafélag Keflavíkurflugvallar, ÍKF, og hreppti það verðlaunagrip sem fyrirtækið Lockheed gaf til keppninnar, reyndar sama grip og félagið fékk fyrir sigur á Lockheed-mótinu á Keflavíkurflugvelli árið áður. Með þessu Íslandsmóti má segja að körfuknattleikurinn hafi fyrst fest rætur hér á landi. Aðeins var keppt í meistaraflokki karla og þátt tóku fimm lið: frá ÍKF, ÍR, ÍS, Ármann og Gosa. Fram fór einföld umferð og leikir urðu því alls 10. Í fyrsta leik þessa fyrsta Íslandsmóts sem fram fór mánudagskvöldið 21. apríl, sigraði ÍKF lið menntaskóladrengjanna í Gosa 40:25. Síðari leikur kvöldsins var viðureign Ármanns og ÍS, þar sem síðarnefnda liðið bar sigur úr bítum, 43:36. Í annarri umferð mótsins, 23. apríl, sigraði ÍR lið Ármanns 22:14 og ÍKF bar sigurorð af ÍS 35:29 eftir tvíframlengdan leik. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan 22:22, eftir fyrri framlengingu 24:24 en “sunnanmenn” – eins og Keflvíkingarnir voru kallaðir í Morgunblaðinu – voru betri í síðari framlengingu og knúðu fram sigur. Heimildum ber ekki saman um úrslit en meðfylgjandi tölur eru frá Inga Gunnarssyni, fyrirliða ÍKF, sem hann skráði í bók á sínum tíma, og verða að teljast áreiðanlegar. Þeir ÍKF-menn fengu þó ekki verðlaunagrip til eignar 1952. KKÍ færði hins vegar hverjum og einum meistaranna úr ÍKF fallegan grip mörgum árum seinna. Reglur hérlendis fyrstu árin voru hinar sömu og Íslendingar höfðu vanist hjá Bandaríkjamönnum á Keflavíkurflugvelli, t.d. var hverjum leik skipt í fjóra hluta, 12 mínútur hverjum, ens og tíðkaðist þá og gerir raunar enn í Bandaríkjunum. Þær reglur giltu síðan lengi hérr, eins og annars stðar í Evrópu að hver leikur var 2x20 mínútur. Frá og með keppnistímabilinu, 2000-01, má segja að menn hafi verið að nálgast upphafið á ný, nú standa leikir á vegum FIBA og þar emð KKÍ í 4x10 mínútur. Fyrsta Íslandsmót kvenna Vorið 1953 fór fram fyrsta Íslandsmót kvenna, þó var aðeins leikinn einn leikur þar sem aðeins tvö lið tóku þátt, Ármann og ÍR. Alþýðublaðið sagði: “Sigraði Ármann þar með nokkrum yfirburðum. Stúlkurnar leika eftir reglum sem eru mjög frábrugðnar leikreglum karla og gerir það aðeins leik þeirra hægari og leiðinlegri. Eðlilegast væri að stúlkurnar léku eftir sömu reglum og piltarnir, en leiktími þeirra yrði mun styttri og einnig kæmi til greina að láta þær leika á styttri velli,” segir í blaðinu. Uppistaðan í þessu fyrsta Íslandsmeistaraliði Ármanns voru stúlkur úr handboltaliði félagsins. “Við máttum ekki fara yfir miðlínu sem var auðvitað mjög mikil hindrun. Loks þegar bíð var að ná boltanum og hraðinn jókst í leiknum urðum við að stoppa – það var dæmd einstaklingsvilla ef varnarmaður fór fram yfir miðlínu,” sagði Ástbjörg Gunnarsdóttir íþróttakennari við höfund bókarinnar Leikni framar líkamsburðum, en hún var í þessu fyrsta Íslandsmeistaraliði Ármanns. Ástbjörg kynntist körfuknattleik í fyrsta skipti af eigin raun þegar hún hóf nám á Laugarvatni haustið 1948, annan veturinn sem Sigríður Valgeirsdóttir kenndi þar. Grein þessi eru að mestu leiti byggð á greinum úr bókinni Leikni framar líkamsburðu sem Skapti Hallgrímsson skrifaði
Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira