27 feb. 2024

Íslenska karlalandsliðið lék sína fyrstu landsleiki í undankeppni EM, EuroBasket 2025, núna í febrúar en í hverjum glugga er leikið heima og að heiman. 

Næsti landsliðsgluggi fer fram í nóvember á þessu ári þegar leikið verður við Ítalíu tvisvar, fyrst heima 22. nóv. og svo 25. nóv ytra. Að honum loknum kemur síðasti glugginn í febrúar 2025 þegar liðið mætir Ungverjalandi ytra 20. feb. og tekur svo á móti Tyrklandi í lokaleik riðilsins 23. febrúar.

Úrslitin febrúar 2024:
Ísland 70:65 Ungverjaland
Tyrkland 76:75 Ísland

Helstu leiðtogar Íslands í keppninni eftir tvo fyrstu leikina: (meðaltöl)

Framlag:
Tryggvi Hlinason 23.0, Martin Hermannsson 14.5, Elvar Már Friðriksson 11.5

Stig:
Martin Hermannsson 16.0, Elvar Már Friðriksson 13.5, Tryggvi Hlinason 13.0

Fráköst:
Tryggvi Hlinason 10.5, Martin Hermannsson 5.0, Elvar Már Friðriksson 4.0

Stoðsendingar:
Elvar Már Friðriksson 6.5, Martin Hermannsson 4.0, Jón Axel Guðmundsson 3.0

Sjá nánar á heimsíðu keppninnar


Hægt er að lesa einnig nánar um keppnina á kki.is hérna: www.kki.is/landslid/karlar/em-2025/