21 sep. 2023

Spá fyrir Subway og 1. deildir kvenna var kynnt núna í hádeginu á Grand Hótel. Forsvarsmenn liða í 1. deild kvenna gera ráð fyrir að Ármann vinni sér öruggt sæti í Subway deild kvenna, og að sama skapi er Keflavík spáð Íslandsmeistaratitlinum vorið 2024.

SUBWAY DEILD KVENNA

Fjölmiðlaspá

Samkvæmt spá fjölmiðla verður það lið Keflavíkur sem hampar Íslandsmeistaratitlinum á komanda vori, þó ekki muni miklu í spánni á þeim og Val. Það verður hlutskipti nýliða Þórs Ak. að falla niður í 1. deild kvenna.

Spá formanna, þjálfara og fyrirliða

Það verður Keflavík sem hampar þeim stóra næsta vor, gangi spá félaganna eftir. Það mun verða hlutskipti Snæfells að falla niður í 1. deild.

Úrslitakeppnin verður með öðru sniði næsta vor, þar sem átta efstu liðin mætast, meðan níunda sætið leikur í umspili með liðunum sem enda í 2., 3. og 4. sæti 1. deildar. Gangi spáin eftir þá lítur úrslitakeppnin svona út.

Í umspilinu verður leikið um laust sæti í Subway deild kvenna. Þar mætast þá, eins og áður segir, 9. sæti Subway deildar kvenna ásamt þeim liðum sem enda í 2., 3. og 4. sæti 1. deildar kvenna.

Hægt er að skoða alla kynninguna hérna, en þar er hægt að sjá hvernig atkvæðin skiptust niður á lið.

Spá Subway og 1. deild kvenna by Snorri Örn Arnaldsson