1 júl. 2020

KKÍ stendur í fyrsta sinn fyrir keppni í 4. deild karla tímabilið 2020-2021.

Keppninni svipar til keppni 2. deildar kvenna, þar sem leikið er með fjölliðamótsfyrirkomulagi tvær helgar yfir keppnistímabilið. Í vetur verður keppt helgarnar 17.-18. október og 17.-18. apríl, en hægt verður að skrá sig á aðra helgina eða báðar, allt eftir því hvað hentar hverju liði.

Skráning fyrir fyrri keppnishelgina stendur yfir 10.-30. september næstkomandi, en sá skráningargluggi verður auglýstur sérstaklega þegar nær dregur.