20 mar. 2020Hér er sameiginleg fréttatilkynning ÍSÍ og UMFÍ vegna íþróttastarfs í landinu þar sem tilkynnt er að allt íþróttastarf fellur niður frá og með deginum í dag.  Þessi tilkynning kemur í kjölfar leiðbeinandi viðmiða heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og sóttvarnalæknis.

KKÍ hvetur ykkur öll að minna áfram á mikilvægi hreyfingar þrátt fyrir að skipulagt körfuboltastarf falli nú niður. Verið dugleg að senda ykkar iðkendum tækniæfingar eins og Driplið http://kki.is/fraedslumal/driplid/ og þjónusta þannig ykkar félagsmenn eins og kostur er með fjar- og heimaæfingum. KKÍ mun einnig skoða fleiri möguleika til að koma enn frekar fjar-og heimaæfingum á framfæri.