23 feb. 2020Í dag er komið að landsleik Íslands og Slóvakíu í Laugardalshöllinni kl. 20:00. Þetta er annar leikurinn í forkeppni að undankeppni HM karla 2023 hjá liðunum.

Miðasala er á Tix.is hérna! 

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV2.

Craig Pedersen og hans aðstoðarþjálfarar hafa ákveðið að gera tvær breytingar á liði sínu frá því í leiknum ytra gegn Kósovó á fimmtudaginn fyrir leikinn í kvöld. 

Inn í liðið koma þeir Ægir Þór Steinarsson, Stjörnunni, og Pavel Ermolinskij, Val, fyrir þá Hjálmar Stefánsson, Haukum, og Breka Gylfason, Haukum.

KKÍ hvetur körfuknattleiksaðdáendur til að fjölmenna og styðja við bakið á strákunum en mikilvægt er að verja heimavöllinn og það hefur marg oft sýnt sig að góður stuðningur skiptir öllu máli.

Nánari upplýsingar má svo sjá á heimasíðu keppninnar hérna


#korfubolti