14 feb. 2020

Mikið jafnræði var með liðunum frá upphafi leiks en Stjarnan náði frumkvæðinu í leiknum og náðu 17 stiga forystu í seinni hálfleik. En Blikarnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn og komust yfir en þeir náðu m.a. einni sjö stiga sókn.

Í lokin skiptust liðin á að hafa forystu en það var Stjarnan sem vann með einu stigi en Breiðablik fékk tækifæri til að vinna leikinn en það hafðist ekki og lokasókn þeirra rann út í sandinn og Stjarnan vann 68-69.

Maður leiksins var valinn Sigurður Rúnar Sigurðsson en hann skoraði 22 stig og tók 16 fráköst.

Tölfræði leiksins

Til hamingju Stjarnan