13 feb. 2020Í dag er komið að undanúrslitaleikjum kvenna í Geysisbikarnum í Laugardalshöllinni. Í gær léku karlaliðin þar sem Grindavík og Stjarnan tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum.

Í undanúrslitunum í dag mætast Valur og KR í fyrri leik dagsins og svo Skallagrímur og Haukar í þeim síðari. Úrslitaleikurinn fer svo fram á laugardaginn kl. 16:30. Báðir leikirnir verða í beinni á RÚV2.

Á morgun föstudag hefjast svo úrslit yngri flokka með þremur leikjum.

🚗🚗🚗 GEYSISBIKARINN 🚗🚗🚗

🏆 Geysibikarinn 2020
🆚 Undanúrslit kvenna
🗓 Fim. 13. febrúar
🎪 Laugardalshöllin
➡️ Beint á RÚV2 í dag og kvöld

🎟 Miðasala á TIX:is

⏰ 17:30
🏀 VALUR-KR

⏰ 20:15
🏀 SKALLAGRÍMUR-HAUKAR

#geysisbikarinn #korfubolti