13 feb. 2020Eins og fjallað hefur verið ítarlega um í fjölmiðlum síðustu daga er búist við aftakaveðri á morgun. Í fyrsta sinn í sögunni er rauð viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og Faxaflóa. Af þessum sökum hefur fyrsta leik í Geysisbikar yngri flokka í 10. flokki stúlkna milli Keflavíkur og Njarðvíkur verið frestað, sá leikur verður á sunnudagsmorgun kl. 09:30.

Þetta þýðir breytingar á leikjaniðurröðun á sunnudag, svo 9. og 10. flokkur stúlkna hjá Keflavík þurfi ekki að leika tvo leiki í röð.

Sunnudagur 16. febrúar 2020b
09:30     10. flokkur stúlkna           Keflavík – Njarðvík
11:30     Drengjaflokkur                 KR/KV – Breiðablik *NÝR LEIKTÍMI*
13:45     Stúlknaflokkur                 KR – Njarðvík *NÝR LEIKTÍMI*
16:00     9. flokkur stúlkna             Keflavík – KR *NÝR LEIKTÍMI*