12 feb. 2020

Geysisbikarvikan fer vel af stað en fyrsti leikurinn var viðureign Fjölnis og Grindavíkur í undanúrslitum mfl. karla. Leikurinn stóð undir væntingum en hann var hin mesta skemmtun.

Í fyrri hálfleik voru Fjölnismenn með forystuna mest allan tímann og voru sterkari aðilinn. Þeir áttu flottar rispur og í hvert sinn sem Grindvíkingar minnkuðu muninn juku þeir hann jafnóðan aftur.

Fjórði leikhluti var leikhluti Grindvíkinga en þeir leiddu allan leikhlutann og um miðjan leikhlutann gerðu þeir út um leikinn með frábæru áhlaupi þar sem þeir keyrðu upp muninn í 15 stig.

Leikurinn var frábær skemmtun og bæði lið börðust af krafti og sýndu frábær tilþrif. Flautukörfur litu dagsins ljós ein í fyrri hálfleik og önnur í seinni hálfleik.

Stigahæstur hjá Grindavík var Sigtryggur Arnar Björnsson með 31 stig og hjá Fjölnir var Victor Moses stigahæstur með 23 stig.

Tölfræði leiksins.

Grindavík er komið áfram í úrslitaleikinn sem verður á laugardag kl. 13:30.