17 nóv. 2019

Íslenska kvennalandsliðið leikur sinn annan leik í undankeppni EM, EuroBasket Women 2021, í dag kl. 15:00 að íslenskum tíma þegar liðið leikur ytra í bænum Chalkíkda í Grikklandi. 

Gríska liðið tapaði sínum fyrsta leik á útivelli með sex stigum fyrir Slóveníu og eru með mjög sterkt lið í dag og verður verðugt verkefni að mæta þeim. Okkar stelpur er staðráðnar í að bæta sig frá fyrri leiknum á fimmtudaginn og gefa allt í leikinn í dag gegn gríska liðinu.


Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.

Hægt verður að fylgjast með lifandi tölfræði, úrslitum úr öðrum leikjum og stöðu í riðlum á heimasíðu keppninnar hérna.

Íslenska landsliðið gegn Grikklandi í dag verður þannig skipað:

 # Leikmaður         F. ár     Staða Hæð Félagslið  (Leikir) 
 3 Lovísa Björt Henningsdóttir 1995 185 Haukar (1)
 4 Helena Sverrisdóttir  1988 F 184 Valur (76)
 5 Hildur Björg Kjartansdóttir 1994 M 185 KR (31)
 9 Dagbjört Dögg Karlsdóttir 1999 B 169 Valur (3)
10 Gunnhildur Gunnarsdóttir  1990 B 176 Snæfell (35)
11    Emelía Ósk Gunnarsdóttir         1998        B      180       Keflavík (8)         
13 Þóra Kristín Jónsdóttir          1997 B 173 Haukar (16)
14 Sara Rún Hinriksdóttir          1996 F 180 Leicester Raiders (18)
19 Sigrún Björg Ólafsdóttir  2001 B 174 Haukar (6)
21 Hallveig Jónsdóttir  1995 B 180 Valur (20)
24 Guðbjörg Sverrisdóttir          1992 B 180 Valur (19)
26 Sylvía Rún Hálfdánardóttir  1998 F 181 Valur (3)

Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfari: Halldór Karl Þórson
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir
Styrkarþjálfari: Bjarki Rúnar Sigurðsson

#korfubolti #eurobasketwomen