14 nóv. 2019

Í kvöld er komið að fyrsta leik landsliðs kvenna í undankeppni EM, EuroBasket Women 2021, en í kvöld mætir liðið 

Búlgaríu í Laugardalshöllinni kl. 20:00. Seinni leikurinn í þessum landsliðsglugga verður svo á sunnudaginn í Grikklandi.

Domino’s, aðalstyrktaraðili KKÍ, ætlar að bjóða landsmönnum frítt á leikinn í kvöld og einnig upp á flatbökur milil kl. 19:00 og 19:30 í Höllinni.

Benedikt Guðmundsson hefur valið 12 manna lið sitt fyrir leikinn í kvöld gegn Búlgaríu og er liðið skipað eftirfarandi leikmönnum sem sjá má hér að neðan:

 # Leikmaður          F. ár    Staða Hæð     Félagslið  (Leikir) 
 3 Lovísa Björt Henningsdóttir 1995 185 Haukar (Nýliði)
 4 Helena Sverrisdóttir  1988 F 184 Valur (75)
 5 Hildur Björg Kjartansdóttir 1994 M 185 KR (30)
 9 Dagbjört Dögg Karlsdóttir 1999 B 169 Valur (2)
10 Gunnhildur Gunnarsdóttir  1990 B 176 Snæfell (34)
13 Þóra Kristín Jónsdóttir          1997 B 173 Haukar (15)
14 Sara Rún Hinriksdóttir          1996 F 180 Leicester Raiders (17)
19 Sigrún Björg Ólafsdóttir  2001 B 174 Haukar (5)
21 Hallveig Jónsdóttir  1995 B 180 Valur (19)
23 Sóllilja Bjarnadóttir          1995 B 175 KR (5)
24 Guðbjörg Sverrisdóttir          1992 B 180 Valur (18)
26 Sylvía Rún Hálfdánardóttir  1998 F 181 Valur (2)

 

Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfari: Halldór Karl Þórsson
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir
Styrkarþjálfari: Bjarki Rúnar Sigurðsson

Í hópnum í kvöld er einn nýliði, Lovísa Björt Henningsdóttir frá Haukum, sem leikur sinn fyrsta landsleik að auki í keppni á vegum FIBA. Í æfingahópnum síðustu daga hafa einnig verið þær Bríet Sif Hinriksdóttir, Grindavík, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík, Eva Margrét Kristjánsdóttir, Haukum og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Keflavík.

Ein breyting verður gerð milli leikjanna tveggja en þá mun Emelía Ósk Gunnarsdóttir koma inn fyrir Sóllilju Bjarnadóttur og leika seinni leikinn ytra gegn Grikkjum. Landsliðið ferðast út á morgun föstudag og leikur í Chalkida á Grikklandi á sunnudaginn kemur kl. 15:00 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.

Hér linkur á leikskránna fyrir leik kvöldsins

#korfubolti #eurobasketwomen