13 nóv. 2019Davíði Tómas Tómasson, FIBA dómari, verður í verkefni í kvöld í Brussel í Belgíu þegar Phoenix Brussels mæta Donar Groningen frá Hollandi.

Um er að ræða leik í H-riðli FIBA Europe Cup keppninnar. Meðdómarar Davíðs verða Paulo Marques frá Portúgal sem er aðaldómari og þriðji dómari verður Nuno Monteiro einnig frá Portúgal. Eftirlitsmaður leiksins er Christian Altmeyer frá Frakklandi.

Davíð Tómas á svo annan leik eftir viku, þann 20. nóvember en þá verður hann að dæma í sömu keppni í leik í Finnlandi.

KKÍ óskar Davíð Tómasi góðs gengis í kvöld!

#korfubolti