4 nóv. 2019Í kvöld fara fram tveir leikir í Geysisbikarnum en báðir leikirnir hefjast kl. 19:15. Eftir kvöldið verður einn leikur eftir í 32-liða úrslitum karla, en leikur Þórs-b og Keflavíkur fer fram á föstudaginn kemur.

RÚV sýnir beint frá leik Hauka og Þórs Þorlákshafnar í kvöld á RÚV2.

Á morgun verður svo dregið í 16-liða úrslit karla og kvenna í Laugardalnum og er útlit fyrir spennandi leiki að venju í næstu umferð Geysisbikarsins. Þau lið sem hafa tryggt sér sæti í næstu umferð karla eru Þór Akureyri, Breiðablik, Grindavík, Njarðvík, Sindri, Álftanes og Reynir S. ásamt þeim liðum sem sátu hjá í fyrstu umferð en það voru Fjölnir, Ármann, Valur, KR, Stjarnan og Vestri.

🏆 Geysibikarinn 2020
🆚 32-liða úrslit karla
🗓 Mán. 4. nóv.
➡️ 2 leikir í kvöld
⏰ 19:15

🏀 HAUKAR-ÞÓR Þ.
📍 Ásvellir, Hafnarfirði
📺 Sýndur beint á RÚV2

🏀 SELFOSS-TINDASTÓLL
📍 Vallaskóli, Selfossi

#geysisbikarinn #korfubolti